Nýtt S.O.S. - 01.08.1957, Blaðsíða 31

Nýtt S.O.S. - 01.08.1957, Blaðsíða 31
--------N'ýtt S. O. S. 31 í kaf undan Irlandsströnd, eiinskipið Don við Skotland. Áhöfn eimtogarans, Benning- ton, sem komst undan kafbáti 30. apríl, \ar enn að óska sjálfri sér til hamingju, er skipið varð fyrir tundurskeyti undan strönd Aberdeenshire og sökk. Áhöfn ann- ars skips, sem orðið hafði bæði fyrir tund- urskeyti og fallbyssuskothríð, Grangeivood, lenti á lítilli eyju \áð Orkneyjar, þar sem jrrent bjó. Kafbátarnir gátu verið upp með sér. Hvert skólabarn skildi það, að livorki kaupskipastóll né fiskiskipastóll Bretlands og bandalagsríkja þess mundi lengi stand- ast með þessum liraða. U-20 fór að sigla sjó, er var Jiakinn braki, borðviði, korki, ýmsu öðru timbur- braki, vitnisburður um dauðans fimi syst- ur-kafbáta. Miðvikudaginn 5. maí, finim dögum eftir brottförina frá Emden, kom Schwi- eger að Old Head of Kinsale. 5- Fyrsti maí. Meðan U-20 stefnir til hafs, skilar Lusitania háfnsögumanninum við Sandy Hook, dregur niður merkifánann, H, og þreifaði fyrir sér fáeinar mílur í þokumóðunni og blés í eimpípurnar öðru hvoru. Smám saman hægði á ferðinni, þar til skipið var loks orðið svo að segja ferð- laust. Finhverjir skuggar liðu um þokuna og tóku skjótlega á sig myndir þriggja brezkra herskipa. Eitt þeirra var farþegaskip, breytt í herskip, og tvö herskip. Lítill bátur lagði út frá einu þeirra og lagðist að skipshliðinni. Skipzt var á úttroðnum sekkjum, sem litu helzt út fyrir að vera póstpokar. Þá hvarf léttbáturinn aftur til síns„móðurskips“ og yfirinaðurinn á Lusi- taniu gaf merki unr „fulla ferð áfram“ á vélsímanum. Það klingdi í bjöllutn niðri í skipinu, þar sem löðursveittir vélstjór- ar stóðu \ ið stór hjól og snéru jreim uppi á háum jialli. Skijrið stefndi í austurátt knúð geysiafli. Hjálparbeitiskipið, Caronia, sem Turner skipherra hafði eitt sinn stýrt, beitiskip- ið Essex og orustuskipið Bristol hurfu aft- urundan og sveipuðust brátt þokuslæðu. Þar héldú þau kyrru fvrir við eftirlit við strendur Ameríku. Lusitania hafði hæglega náð 20 mílna iiraða. Hraði skipsins liafði verið stöðugt aðdáunarefni þess milljónafjórðungs far- þega, sem með skipinu höfðu ferðazt þau átta ár, er jiað hafði siglt yfir Norður-At- lantshafið. Brátt var það komið fram úr öðrum skipum. Cameronia, sem nú stefndi til Halifax í samræmi við liina snögglegu breytingu á áætluninni. Neiv York var á leið til I.iverpool, Rotterdam til Rotter- dam, Bergensfjord til Bergen, Canopic til Genua. Ollum þessum skipum skaut Lusi- tania aftur fyrir sig og hélt í austurátt. Fáeinir farþegar tóku fyrir að prófa björgunarresttin sín, sem voru þung pg efnismikil. Foreldrar sumra barnanna smeygðu þeini yfir höfuð Jreirra og urðu jiau |)á engu líkari en úttroðnum tusku- brúðum. Fullorðna fólkið hló að þessu. Um miðaftan þessa fyrsta dags lék hljómsveitin þau lög, sem hún ætlaði að féllu farþegunum einna bezt í gað, þar á meðal eitt eftir Carry Jacobs Bond. Tregatónar vættu brár þeirra, sem höfðu hreiðrað um sig í satinviðarklædda hljóm- leikasalnum. Augu Elberts Hubbards flutu í tárum, því að þetta var eitt af uppáhalds lögunum hans. Hann var skapmaður mik- ill og þurfti ekki rnikið til að úthella tárum, el einhverjir strengir í sál hans- voru slegnir. Hann. var gæddur snilligáf-

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.