Nýtt S.O.S. - 01.08.1957, Blaðsíða 33

Nýtt S.O.S. - 01.08.1957, Blaðsíða 33
sögunni nieð því að koma fyrir í því fjór- um risastórum gufuhverflum. hessi bylt- ing í vélbúnaði hafði aldrei áður verið reynd í svo stóru skipi. Þeir gerðu það orkumesta farþegaskip, setn flaut á sjón- um. Við fulla gufuorku, framleidu 3 millj. sjálfstæðra bverfilblaða 70 þúsund hest- afla orku, sem knúði skipið áfram með hraða veðhlaupahests. í þessu skipi mátti benda á margar aðrar nýjungar: Rafbún- að fyrir stýrið, einnig til að loka hinum 175 vatnsþéttu skilrúmum og til að gera aðvart, ef eldur koni einhvers staðar upp. rafknjinar bátsuglur til að geta komið bátunum sem skjótast á flot. Skipið var í fáum orðum sagt búið þeim nýtízku tækjum, sem til þurfti til að gera það að hraðskreiðasta og firuggasta farkosti á Atlantshafinu. Áður en Turner gékk að matborðinu sínu í þeim hluta stóra matsalarins, sem ætlaður var hinum tignari farþegum, mönnum eins og Vanderbilt, Frohman og aðalbornum mönnum, hitti hann að máli þá ]. C. Andersen, yfirstýrimann, og yfir- vélstjórann, Archibald lfryce. Einkum féll honum vel við Bryce, sem verið hafði á Cunard-skipum í 32 ár. Bryce var orðinn 54 ára að aldri, hann var karlalegur og hrukkóttur. eins og hann hefði skorpnað í vítishita vélarúmsins. For- feður Bryce höfðu stundað sjó, en svo var einnig um Turner. Faðir hans var vélstjóri á einu af hjólaskipum Cunard- línunnar, skömmu eftir að félagið var stofnað, 1840. í upphafi samtalsins minnti Bryce Turn- er á orð Kitcheners, að stríðið mundi kom- ast í algleyming í maí. En Turner, skip- herra, hafði fengið nægilegar áminningar um það, að nú stœði stríð, um það bar -----------------------Nytt S. O. S. 33 vitni aðvörun flotamálaráðuneytisins fyr- ir hálfum mánuði: TRÚN AÐARMÁI.. Daglegar aðvaranir um skipaferðir. 15. apríl 1915, gefið út samkvæmt fyrir- mælum ríkisstjórnarinnar, um stríðshættu. Þvzkir kafbátar virðast einkum halda sig við nes og skaga og á þeim stöðum, þar sem skip taka fyrst land. Skip ættu að taka á sig stóra sveiga við nes. Trúnaðarorðsending, útgefin 16. apríl 1915: Reynslan í þessu stríði hefur leitt í ljós, að hraðskreiðum skipum er langt- um síður hætt við skyndiárásifm kaf- báta, ef þau sigla í krákustígum — það er að segja, breyta stefnu sinni á stutt- um og óreglulegum fresti, t. d. frá 10 mínútum upp í hálla klukkustund. . Þessa aðferð hafa herskip jafnan, er þau fara um svæði, þar sem vitað er um kafbáta. Hraði kafbáts neðansjávar er mjög lítill, og það er ákaflega erfitt fyr- ir hann að komast í árásarfæri, nema hann geti athugað og séð fyrir stefnu þess skips, sem árás skal gerð á. F.f þessu var sleppt fannst Turner stríð- ið vera sér fjarlægt. Lusilania gat kom- izt langt fram úr öðrum þýzkum skipum, nema herskipum. Á skipinu voru þegnar hlutlauss lands, það var óvopnað og flutti engar bannvörur, en þótt skipið væri að- stoðarskip lyrir flotann, hafði flotamála- ráuneytið ekki tekið það í sína umsjá.. Næstum allir, að skipstjóra meðtiildum,. liöfðu fyllstu ástæðu til að telja sig ör- ugga á þessu skipi. Turner var sjálfur varaliðsforingi í Kon- unglega flotanum. Nú var hann orðinn 63 ára að aldri og átti aðeins eftir 4 ár til að komast á eftirlaun hjá félaginu, Þess-

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.