Nýtt S.O.S. - 01.08.1957, Blaðsíða 34

Nýtt S.O.S. - 01.08.1957, Blaðsíða 34
34 Nýtt S. O. S. vegna var hann talinn Itel/.t til of gamall, ]j(')tt ,enn væri hann ekki farinn að láta á sjá. Hið sarna mátti segja nm Archie Bryce. Hann var áður yfirvélstjóri á Aquitania, en færður til, er það skip var tekið í umsjá Flotamálaráðuneytisins. Turner óskaði þess, að allfr þeir. sem settir höfðu verið til hliðar, hefðn jafn- mikla reynslu og þeir Bryce. Landherinn, Flotinn, Landgönguliðið og Flugherinn tóku fyrst og fremst unga menn, en létu Lusitaniu eftir öldunga að meirihluta á- hafnar eða þá flautaþyrla eins og Walter Scott Quarrie, 22 ára gamlan umsjóna- mann Ioftræstikerfisins, sem ættaður var frá Mön ög var nú á sinni fyrstu ferð. Bryce hafði vakið athygli Turners á snáð- anum, svo sem væri hann einskonar furðu- gripur, en það var almannarómur, að frá Mön kæmu einungis „Manarkettir." En það var einnig annað, sem dró að sér athygli Turners, um leið og liann gekk burt frá Bryce. Quarrie var í sinni fyrstu ferð, 22 ára að aldri. Á }3eim aldri var Turner orðinn fullgildur sjómaður. Hann gekk í berhögg við einlægar ósk- ir föður síns, sem var sjálfur skipstjórn- armaður, um að hann lærði til prests. En Will strauk og réði sig sem káetudreng — allt freraur en að gerast kirkjunnar mað- ur og „sálnahirðir“, eins og hann orðaði það. Fyrsta skipið, sem hann réðst á, bark- skipið Grasmere, rann á blindsker í stormi nálægt Belfast og fórst. Hann hafnaði ein- clregið aðstoð, en bjargaði sér á sundi inn- an um brimskafla og blindboða á land. Hann var syndur eins og selur. Um 13 ára aldur var Will skráður á „Clipper“-skipið White Star. Þá var hann orðinn vikadrengur á þilfari og sigldi fyr- ir Cióðrarvonarhöfða í fyrstu ferðinni. Þegar White Star kom til Guanape-eyj- anna, varð hann furðu lostinn, er hann liitti föður sinn þar, en þá var hann skip- stjóri á seglskipinu Qiieen of the Nation. WiII skipti um skip og á næstu árum sigldi hann um víða veröld á skipum með föður sínum. Hann þjálfaðist vel í sjó- mannsstgrfum á næstu árum, því að hann réðist á hvert skipið á fætur öðru, hina frægu „fullriggara," svo sem War Spirit, Duncraig, Royal Alfred, Prince Frederick, Thunderbolt og Royal George. í frístund- um sínum las hann bækur um siglingar og siglingafræði og missti aldrei sjónar á jjessu eina markmiði sínu-----að verða skipherra. „Eg var alltaf fyrsti maður í mastur á seglskipunum,“ sagði hann, „en einu sinni sigraði mig Grikki nokkur. ög hann hlýt- ur að hafa átt apa fyrir nálægan forföður." Eitt sinn, er hann var annar stýrimað- ur á Thunderbolt, sem var á leið til Cal- cutta á monsoon-tímanum, var hann að dorga fyrir hölrunga og sat uppi á rá. Þá spratt flugfiskur skyndilega upp úr haf- inu, réði á hann og steypti honum í hafið. Fyrsti stýrimaður fleygði til hans björg- unarhring. A honum gat hann haldið sér uppi í So mínútur, þangað til skipshöfn- in hafði unnið það leiðinlega verk að breyta seglunum, snúa þeint og beita upp í vindinn, og loks að setja léttbát á flot til að taka hann upp. Meðan á þessu stóð var hann umkringdur hákörlum, sem hann hélt i hæfilegri fjarlægð með buslu- gangi og hrópum. Hann rak hnefann undir neðri kjálkann á einum hákarlin- um. Will Turner skreið upp kaðalstigann, rennandi blautur, og gekk upp í lyfting- una á Thunderbolt, sem valt óþyrmilega í ölduganginum. Skipstjórinn, hörkutól af gamla skólanum, beið hans þar.

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.