Nýtt S.O.S. - 01.10.1957, Blaðsíða 3

Nýtt S.O.S. - 01.10.1957, Blaðsíða 3
Xankskipið >>Alimark« ,.Herskip framundan á stjórnborða!" Tilkynningin kom frá formasturstoppn- um. Allr frá dögun á þessum september- degi var þilfarsxaktin stranglega á vevði í tankskipinu „Altmark", sem nú er statt í miðju Norður-Atlantshafi. f tvo daga hafa menn þar um borð verið að leita að herskipi, ekki einhverju óákveðnu her- skipi, heldur sérstöku herskipi, sem fáir vissu af á þessum slóðum. Fyrir einni viku síðan vissu allir, að Altmark var eitt hið stærsta og hraðskreiðasta tankskip, sem til var nú á tímum. I'að var á leiðinni frá Port Arthur í Texas með olíufarm til F.v- rópu. En áhöfn þess skips lét aldrei sjá sig, hvorki í heimahöfn sinni, Hamborg, né öðrum höfnum í Evrópu. Gegnum út- varpið bárust stöðugt ógnandi fréttir að heiman um ófrið, sem gæti brotizt út á hverju augnabliki, þangað til Dau skip- stjóri fékk að lokum símskeyti með leyni- letri frá flotastjórninni í Berlín. Frá því augnabliki hafði Altmark sínu eigin ætlún- arverki að sinna. Þetta skip var hvorki byggt sem verzlunarskip né herskip, held- ur sem birgðaskip sjóhersins, sem átti að hafa það ætlunarverk að vera fljótandi birgðaskemma fyrir herskip á hafi úti, sem voru langt frá heimalandinu. Síðan fyrra heimsstríðinu lauk átti Þýzkaland ekki framar neinar nýlendur, og réð ekki yfir neinum hjálparhöfnum á ókunnum stöðum, sem gætu orðið til stuðnings herskipum í fjarlægum Iröfum. Starfssvið slíks birgðaskips er ekki ein- göngu undir stærð eldsneysisgeymanna. komið, skotfæri, matvæli, varahlutir f vél- ar og ýmis hergögn, allt þetta er bráð- nauðsynlegt herskipum, sem verða við og- \ ið að endurnýja birgðir sínar, ef þau eiga að geta haldið uppi hernaði sínum lil lengdar. Það, sem önnur flotaveldi, er eiga margar fjarlægar nýlendur, hafa eign- azt fyrirhafnarlaust, hefur Þýzkaland orð- ið að afla sér með því að byggja fjölda birgðaskipa. Eitt af þessum stóru, hrað- skreiðu birgðaskipum var Altmark og var það lilaðið öllum hugsanlegum hlutum, sem herskip þurftu með, sem héldu uppi. hernaði fjarri heimalandi sínu, og höfðu verið byggð sex slík skip, sem öll voru eins. Árið 1938 var Altmark, sem sagt tilbúið til að gegna skyldu sinni sem birgða skip. Það hafði þá tekið þátt í æfingum jrýzka flotans í Spánarhöfum og með or- ustuskipunum „Gneisenau" og „Admiral Graf Spee“ í Norðuratlantshafi. Á milli þessara flotaæfinga hafði svo skipið siglt á rnill Mið-Ameríku og Evrópu með olíu, sem alltaf varð dýrmætari og ómissanlegri fyrir hinn vaxandi þýzka flota og einnig" iðnað landsins, sem stöðugt jókst. En olíu- farmur sá, sem Altmark nú var með, átti ekki eftir að renna inn í olíugeymslur Hamborgarhafnar, heldur — samkvæmt skipun flotastjórnarinnar — um borð í Admiral Graf Spee til að reka hinar átta stóru dieselvélar þess skips. Fyrir þremur dögum, þann 3. september 1939, höfðu England og Frakkland sagt

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.