Nýtt S.O.S. - 01.10.1957, Blaðsíða 7

Nýtt S.O.S. - 01.10.1957, Blaðsíða 7
Nýtt S. O. S. 7 en við nánari athugun sáu menn, að hér var um að ræða nöfn þeirra 4 skipa, sem herskipið hafði sökkt fram að þessu. Fyrir utan Clement voru það „Newton Beach” (4661 hr.t.) með maisfarm, „Ashley“ (4229 br.t.) með sykurfarm og svo „Huntsman" (8300 br.t.) stórt flutningaskip hlaðið ým- iskonar vörum, málmgrjóti, teppum, tei og mörgu öðru og var það á leiðinni frá Kalkutta til London. Þrjú fyrstu skipin höfðu verið skotin í kaf, en varðmenn höfðu verið látnir um borð í „Huntsman'- og var það nú einnig á leiðinni til móts við Altmark. Þegar Altmark hafði stöðvað vélarnar og lá orðið kyiTt ekki langt frá herskip- inu, lét Dau skipstjóri róa sér um horð í það og var vel tekið á móti honum af skipherranum og honum boðinn góður vindill. „Við konium hér með ríkulegt herfang. herra skipstjóri," sagði Langsdorff skip- herra. „Úr fyrstu þremur skipunum gát- um við ekkert tekið með, en „Huntsman" er hlaðinn ýmiskonar gæðavörum. Eg ætla að reyna að senda eitthvað af þeim heim.“ „Hafið þér einnig tekið fanga?“ spyT Dau skipstjóri. „Auðvitað! en engan af Clement nema skipstjórann. Skipshöfnin fór í bátana og réri yfir til strandarinnar, því að við lág- um rétt út af Pernambuco." Þá kímir Dau skipstjóri. Skipshöfnin á Altmark beið auðvitað í röðum út við borðstokkinn, í mjög miklum taugaæs- ingi, eftir því að sjá dansmeyjarnar, og muncli hún nú verða fyrir miklum von- brigðum, því það voru engar fegurðar- dísir, sem kontu um borð, og þótt að vísu margir hinna herteknu manna væru klædd- ir ekki ólíkt því, sem dansmeyjar eru stundum, í mjög mislit og sundurleit föt, þá voru þeir gjörSneyddir öllu kvenlegu aðdráttarafli. Þennan dag bættist ekekrt fólk við um borð í Altmark. En daginn eftir, þann 17. október, kom „Huntsman“ snemma um morguninn og lagðist nærri Altmark. Allir þeir, sem ekki eru á vakt koma nú að taka á móti gestunum. Ekki færri en 48 myndavélum er nú stefnt að gestunum, tilhúnar að taka myndir. Menn vilja gjarn- an, þegar heim er komið sanna frásagnirn- ar með myndum. Fyrsti báturinn var nú dreginn að Altmark. Hann var fullur aF f<)Iki, sem ekki var gott að greina, því það húkti niðri í bátnum. Þó sá skipshöfn- in á Altmark brátt, að hér var ekki að~ ræða um amerískar dansmeyjar, heldur indverska sjómenn og kyndara, 67 að tölu. Þeir stigu nú um borð í Altmark og viku brátt feimnislega til hliðar og létu ekki á sér bera. í hinum mislitu skikkjum sínum, sem eru fallegar, og með kurteis- legri framkonni vekja þessir rnenn þó á sér athygli, þótt þeir ekki beinlínis veki hrifn- ingu þeirra, sem liafa búizt við einhverju meiru. Einnig þessum mönnum, sem flest- ir voru skinhoraðir og höfðu tekið „bæna- te]>pið“ sitt með sér, varð að sjá fyrir mannsæmandi vistarverum. Ekki geta þeir að því gert, þótt þeir hafi verið teknir til fanga. Nokkur geymslurúm hafa þegar verið tæmd. Það er skortur á dýnum og- þess háttar Iianda svo mörgum mönnum. Langsdorff skipherra vissi hvað hann gerði þegar hann kom með Huntsman. Hamp- og teppafarmurinn kom sér vel í staðinn fyrir dýnur og var mikið af teppum flutt frá Huntsman út í .Altmark. Indverjarnir höfðu sennilega aldrei á. ævi sinni liaft eins mjúkt undir sér og þeir htifðu nú. Hvert lagið á fætur öðru aF teppunum liafði verið látið undir þá, svo

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.