Nýtt S.O.S. - 01.10.1957, Blaðsíða 8

Nýtt S.O.S. - 01.10.1957, Blaðsíða 8
8 Nýtt S. O. S.----- vd fíeri um þá. Einnig voru gangar og íbúðir um borð alþakið teppum. Eftir að fangarnir af Huntsman höfðu verið látnir niður 'komu báðar skipshafnirnar af skip- ununi sem Graf Spee hafði sökkt um borð í Altmark. Það voru Englendingar, og urðú þeir nú að láta sér vel líka að vera þarna með Indverjunum. Fyrsti stýrimað- ur á Huntsman bauð yfirmijnnunum á Altmark þegar í stað hjálp sína við að koma löndum sínum fyrir um borð og láta þá Iilýða. Þeir láta sér nefnilega fátt um finnast um allar þessar breytingar og hlýða treglega öllum fyrirskipunum. Sumir Englendingarnir ala von í brjósti tun að fangelsisvist J^eirra muni ekki standa lengi. Ensk herskip munu fljótlega gera enda á þessu og hertaka Altmark. Skipstjórarnir og eldri yfirmenn á hin- um brezku skipum fá sérstakar íbúðir. F.kki aðeins vegna Jjess að Jjað eigi betur við lieldur einnig af varúðarráðstöfunum. Það er Jjví minni liætta á að skipshafn- irnar komist undir álirif Jjeirra. Það gæd komið fyrir að uppreisn brytist út um borð og reynt yrði að taka skipið með valdi. Þetta verður að hindra. Að kvöldi Jjessa dags hafa allir fangarn- ir um borð í Altmark verið látnir niður í skipið. Huntsman rekur nú eitt og yf- irgefið á öldum hafsins, eftir að búið er að taka nokkuð af tefarmi hans og flytja um borð í Altmark. Skipherra á Graf Spee hefur nú horfið frá Jjví að senda skipið heim. Hann álítur að til þess vanti menn. Ef tekin yrðu nokkur skip á þennan hátt framvegis yrði auðvitað að manna Jjau, og baráttuhæfni orrustuskipsins mundi þá líða við Jjað, ef til bardaga kæmi. Þá kenmr til kasta tundurskeytanna. Skipið sekkur mjög hægt. Hinir áhuga- sömu myndatökumenn verða þarna af góðu tækifæri Jjví inyrkrið færist nú óðum yfir, svo ekki er hægt að táka myndir. Klukkan 23 sekkur svo Huntsman að lok- um og hafnar á botni Guineaflóans. Lífið um borð. Þessa nótt hverfur einnig Admiral Graf Spee af sjónarsviðinu. Hirgðaskipið Alt- mark siglir nú eitt síns liðs um útliafið. enn með Jjað fyrir augum að hitta her- skipið seinna. Fangarnir hafa nú gert líf- ið uni borð tilbreytingameira. Þeir hafa komið með ýmis konar viðfangsefni með sér til að eyða tímarium. Umfram allt er Jjað viðgerningur fólksiris um borð sem nokkrum heilabrotum veldui'. Fangarnir fá sama matarskammt og skipshöfnin, 500 gr. brauð, 125 gi'. kjöt, 40 gr. smjör, 100 gr. hýðisávöxt, hrísgrjón og kálmeti, 20 gr. kaffi. 25 gr. sykur, 75 gr. brauðofaná- lag og fio gr. kartöflur. Te fá allir eins og Jjá íangar í. Kokkarnir og bakararnir fá meir en nóg að gera, að seðja allan þenn- an hóp, Jjví tala hinna hungruðu hefur aukizt um meira en helming, eða 153 menn. Mataræði lndverjanna veldur nokkrum áhyggjum. Þeir neita Jjráfald- lega að borða þann mat sem Evrópumenn- irnir borða. Þeir konia fram með sinn eig- in matsvein sem nú vinnur stöðugt í eld- húsinu með matsveinunum á Altmark. Þessi nýi kokkur býr til einhvern leyndar- dómsfullan mat handa löndum sínurn, og horfir matsveinninn á Altmark tortryggn- islega á meðan það er gert. Þennan mat Jjorir enginn að leggja sér til munns nema Indverjarnir. Sérstaklega er það kaka, sem steikt er í heitri feiti, sem virðist vera að- al fæða Indverjanna, og borða þeir ó- hemjulega mikið af þessu. Þessi kaka er svo vond á bragðið, eftir því sem fyrsti

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.