Nýtt S.O.S. - 01.10.1957, Blaðsíða 9

Nýtt S.O.S. - 01.10.1957, Blaðsíða 9
Nýtt S. O. S„ 9 stýrimaðurinn á .\ltmark sagði þegar hann vildi reyna að leggja sér hana til munns, að hann fékk undir eins hvelfisuppköst. Það er því óskiljanlegt hvernig Indverj- arnir fara að njóta hennar með sannri gleði. Dagurinn hjá föngunum er nákvæm- lega sundurliðaður. Kl. 6.45 er vaknað á morgnana og kl. 19 að kvöldi er kvöld- ganga. Eftir þann tíma verður að ríkja alger kyrrð á skipinu. Tvisvar á dag, fyrri hluta dags og seinni hluta dags, mega fangarnir vera uppi á þilfari í þrjá stundarfjörðunga í hvort skipti til að anda að sér fersku lofti og hreyfa sig. Annars er vandiega gætt að því að þeir hindri ekki að neinu leyti starf- semi skipsmanna, og eru þeir undir eftir- liti meðan þeir dveljast niðri í herbergj- um sínum við ýmis konar dægrastyttingar. I’að er oft gaman að sjá þegar fangarnir eru uppi á þilfarinu. Alltaf eru það Ind- verjarnir í hinum marglitu fötum sínum, sem vekja eftirtekt. Suöðugt hafa þeir „bænateppið" sitt með sér, sein þeir krjúpa niður á, og beygja höfuð sín í þá átt sem þeir halda að borgin Mekka sé. bannig biðjast þeir fyrir f þögulli anda- gift og muldra eitthvað milli tannanna. Hn Hindúarnir, sem eru meðal þeirra, til- heyra öðrum ættflokki og hafa aðra trú, biðjast fyrir á öðrum tíma og fara öðru- vísi að; þeir eru ekki Múhameðstrúar. Miklum hluta dags eyða jreir í að jrvo sér. Það gera þeir af trúarlegum ástæðum. Á meðal J:>essara manna er einn Paria sem tilheyrir þeim trúflokki sem er fyrirlitinn meðal Indverja og álitinn úrhrak og lægst- ur allra flokka. Þessir menn lifðu gleði- snauðu og aumkunarverðu lífi. Þessi mað- ur er alveg einangraður, jxigull, og aleinn situr hann á þilfarinu og má ekki einu sinni borða með félögum 'sínum. Það er merkilegt og óskiljanlegt hvernig Indverj- ar halda þessa trúarsiði sína og það engu síður í fangavist, þar sem venjulegast all- ir fangarnir verða að halda saman. Mannabústöðunum niðri í skipinu er haldið \el hreinum og rækilega loftræstir við og s ið. Aukin birta lýsir þessi herbergi ve! upp. Salernisspursmálið hefur líka fyrsta daginn verið Ieyst á hinn be/ta hátt. Það eina sem veldur föngunum sorgar er reykingabannið. Altmark er fyrst og fremst tankskip og hefur gasolíu um borð. Af óvarkárni gæti hæglega kviknað í, og ga:ti slíkt haft hræðilegar afleiðingar í för með sér. Það hafa þess vegna verið teknar af föngunum allar eldspýtur og kveikjarar, og létu þeir þá í Ijósi gremju sína yfir því. Skipslæknirinn gerir allt sem hann getur til að halda föngunum við heilsu, og komi eitthvað fyrir sem veldur þeim sársauka eða lasleika bætir hann úr því með þeim meðulum, sem hann hefur yfir að ráða. Alvarleg tilfelli sem krefjast Röntgen- rannsóknar og einnig stærri tannaðgerðir verða að bíða betri tíma, þangað til bæði skipin hittast aftur, því í herskipinu er einungis til þau verkfæri, sem nauðsyn- eru til slíkra hluta. Það vandamál að veita hinum raörgu föngum bæði skjól og fæði um borð í Altmark hefur verið betur leyst en marg- an grunaði. Þó að flestir fangarnir tækju rúm sín með sér og yfirleitt allt sem jreir áttu og fluttu um borð í Altmark var þar þó engum þrengslum fyrir að dreifa. Menn viðurkenndu, að við betra var ekki að búast og mátti segja að allt væri í hinu be/ta ástandi um borð. En hvernig verða mun jiegar Admiral Graf Spee á næstu vikum bætir við hundr- uðum nýrra'fanga, vita menn }x> ekki. F.n

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.