Nýtt S.O.S. - 01.10.1957, Blaðsíða 18

Nýtt S.O.S. - 01.10.1957, Blaðsíða 18
i8 N ýtt S. O. S. |wf J óðs. En þangað ætlar Dau skipstjóri -sér ekki. A1 tmark er ekki herskip heldur þj.ónustuskip ríkisins seni samkvæmt þjóð- réttarlegum reglum má sigla um landhelgi hlutlausra ríkja í friði. En jafnskjótt og það fer inn í ldutlausa höfn koma önnur ákvæði til framkvæmda og það sérstaklega i .þessu tilfelli — þar sem skipið hafði fanga um borð — gætu ef til vill leitt til ky.rrsetningar. Dau skipstjóri ákveður því að halda áfram án lóðs. í Kristianssund væri svo rétt að taka lóðsá. Altmark hélt nú áfram lerð sinni -og stýrði með hjálp sjókorta þessa örðugu leið um skerjagarð Noregs og gætti þess vel að vera innan við landhelgina til þess að öruggt væri að árás yrði ekki gerð á það. I'að væri brot á alþjóðarétti og mik- ilvægt hlutleysisbrot ef óvinirnir réðust á Altmark fyrir iiinan landhelgislínuna. Ennþá sést enginn. Alla leiðina til Kristi- anssund sést ekki neitt skip. Þetta sannar þó ekki það að Englendingar viti ekkert um athafnir birgðaskipsins. Ef til vill biðu þeir á einhverjum stað fyrir utan land- helgina, þar sem þeir gætu búist við skip- inu, og mundu jjar ráðast á jiað. En fyrir utan Kristianssund er ekki neinn lóðsbát að sjá. í stað jjess kemur hinn norski tundurskeytabátur, Trygg, og nálgast Alt- mark með merkjum. Fær liann Altmark til að nema staðar og setur út bát sem rær út í birgðaskipið. Foringi tundur- -skeyfabátsins, sem er norskur sjóðliðsfor- ingi, kemur sjálfur um borð. Hann spyr kurteislega um stærð skipsins, um áhöfn jjess, einnig síðustu burtferðarhöfn og á- kvörðunarhöfn og ákvörðunarstað og bið- ur um að mega fá að sjá skipið og er hon- um leyft það. Ánægður yfir því að finna ækkert jiað, sem orsakað gæti að hailn yrði að taka í taumana, fer hann svo aftur frá borði. ..Hvernig gengur jiað með lóðsinn sem ég bið um?“ spyr Dau skipstjóri. ,,í Kristianssund er ekki hægt að fá neina lóðsa. há fáið Jær ])egar J)ér komið til Aalesund. F.n ég get látið yður fá lóðs,“ bætti hann við vingjarnlega. Dau skipstjóri tekur þessu boði fegins hendi, því hann vill halda áfram ferðinni hindrunarlaust. I.óðsinn kemur um borð og skrúfurnar á Altmark fara aftur á stað. Þessum formsatriðum er nú lokið, hugsar Dau skipstjóri. Fn hann vissi ekki um skipun yfirmanns annarrar flotadeildar í landhelgisgæzlu Norðmanna, C. Tank- Nielsen admiráls, í Bergen. Þessi skipun hljóðaði'þannig að beðið skyldi eftir hinu þýzka birgðaskipi þegar jiað kæmi með fangana upp að ströndum Noregs, og skyldi koma skipsins Jjegar tilkynnt. Þetta hafði verið gert fyrir fimm vikum meðan Altmark enn klauf öldur Suður-Atlants- hafsins í hyrjun ferðarinnar. Hinn norski yfirforingi var ekki ánægður með rann- sókn Trygg’s og sendi því norska tundur- skeytabátinn Snögg á stað með skipun um að rannsaka farminn í Altmark nákvæm- lega. Birgðaskipið var nú komið til Aale- sund og fór þá lóðsinn af Trygg þar í land, en 2 lóðsar sem beðið hafði verið um áð- ur komu um borð. Þessir menn voru ekki eins kurteisir og vingjarnlegir eins og hinn fyrri starfsbróðir jieira, en reyndi með ýmsum mótbárum að koma í veg fyrir að Altmark gæti Iialdið áfram ferð sinni. Þeir töluðu um mikinn fiskiflota sem væri þar nálægt og væri ekki hægt, vegna hans, að halda ferðinni áfram um nóttina. Dau skipstjóri getur jró komið jjeim í skilning um að hann verði að liraða sér og Altmark leggur af stað á ný.

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.