Nýtt S.O.S. - 01.10.1957, Blaðsíða 23

Nýtt S.O.S. - 01.10.1957, Blaðsíða 23
Nýtt. S. O. S. 23 nú spyrja um hverskonar skip jretta sé. Norðmennirnir iialda sér að hinu sama, þeir morsa: „Segið okkur hvaða skip þetta er!“ Það er þögn. F.kkert svar, engin merki. Um hálfrar stundar þögn ríkir, sem er þrungin æsingarkenndri óvissu. Hið ókunna skip liggur kyrrt nærri norsku skipunum. Það lítur út fyrir að hér sé um viðbótarstyrk að ræða handa Norð- mönnunum til að vernda Altmark. „Kontið með kaðalstiga. á bakborða!“ kallar skipandi rödd yfir til Altmark. Það er byrjað að morsa um borð í liinu ó- kunna skipi. Dau skipstjóri spyr: „Hvaða skip er þetta?“ En hið ókunna skip svarar ekki. Skip- stjórinn á Altmark þarf ekki lengi að vera í óvissu um, hvers konar skip þetta sé og hver tilgangurinn er. „Snúið þér skipinu upp í vindinn, eða við skjótum á yður,“ er því næst morsað yfir til þeirra, og jrá erti menn um borð í Altmark ekki lengur í neinum vafa um að hér sé um enskt skip að ræða en ekki norskt. Hið enska skip hlaut að hafa virt að vettugi hina norsku landhelgislínu, og án jress að blygðast sín er ráðist til atlögu á hið þýzka birgðaskip, sem var í land- helgi hlutlausrar þjóðar. Þetta var enski tundurspillirinn Cossack, skiplierra P. L. Vian. Altmark eykur nú liraðann og þeg- ar skipin eru komin nokkuð lengTa inn í fjörðinn er ljóskastara þess stefnt á kinn- ung brezka skipsins til að sjá hvort það veitti Þjjóðverjum eftirför. Dau skip- stjóri á enn bágt með að trúa að Bretarn- ir geri alvöru úr ógnun sinni. Með því að ráðast á eða skjóta á hið þýzka skip myndu Bretar rjúfa hlutleysi Norðmanna og svo að segja skora Noreg á hólm og hinir norsku tundurspillar mundu þá verða neyddir til að skerast í leikinn og verja Altmark orrusta milli tundurspilla þess- ara tveggja ríkja mundi því þýða það sama og friðslit milli Noregs og Bretlands. En til þess máttu ekki koma, þótt gott væri, að ná í hina 300 fanga um borð í Altinark. F.n þarna skjátlast hinum þýzka skipstjóra. Skipherrann á hinum brezka tundurspilli hafði fengið strangar skipan- ir um, frá yfirstjórn brez.ka flotans, að ná í Jjessa fanga og jrað jafnvel þótt það væri gert á móti vilja Noregsstjórnar. Árásin er þess vegna hafin. Menn um borð í Alt- inark vita nú hverju þeir eiga von á. Nú er ekki lengur hægt að láta fangana fara upp á jnlfar og sprengja skipið í loft upp. Til þess er ekki neinn tími. Á fnllri ferð tekst Dau skipstjóra að stýra skipi sínu þannig, að afturhluti þess snýr stöðugt að mótstöðumanninum, sem hefur siglingaljósin uppi. Allir björgun- arbátarnir eru nú einnig undirbúnir und- ir að verða látnir á flot. Dau skipstjóri vill reyna allt sem liægt er til þess að komast hjá því að lenda í bardaga við árásarmenn ina á tundurspillinum. Altmark er ekki neitt herskip og má þess vegna ekki heyja neins konar baráttu í hlutlausri landhelgi. Cossack keniur nær og beygir á stjóm- borða. Altmark hagar sér þannig að það hefur tundurspillinn stöðugt fyrir aftan sig. Við hentugt tækifæri lætur Dau skip- stjóri vélarnar ganga með fullri ferð aftur á bak. Afturhluti þýzka skipsins stefnir nú beint á miðja brú tundurspillisins svo örlög hans virðast vera ráðin. Hinn mikli þungi birgðaskipsins, sem er 10.000 tonn að stærð, hlýtur að valda mikilli eyðileggingu um borð í tundur- spillinum. F.n P".nglendingarnir hafa kom- ið auga á hina miklu hættu sem steðjar að, með öllu afli véla sinna, sem hafa

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.