Nýtt S.O.S. - 01.10.1957, Blaðsíða 29

Nýtt S.O.S. - 01.10.1957, Blaðsíða 29
-------Nýtt S. O. S. 29 og höfundum og það skiptir höfuðmáli". En hið skrítna var, að hann, sem bjó yfir afburðahæfileikum til að finna, hvort ein- liver höfundur var stuðnings verður og fundvísastur var allra manna á leikhæfi- leika hjá ungu fólki, hafði aldrei skrifað staf sjálfur og lék aðeins einu sinni í leik- riti. Leikhúsgestir voru ekki ávallt á sama máli og Frohman um listamennina. Just- us Miles Forman, sem var um borð í skip- inu, var dæmi þess. Hann hafði ferðazt um allan heim, var viðvaningslegur og gaf sig mjög að samkvæmislífinu. Skáldsögur Formans og timaritssögur liöfðu hlotið miklu meiri vinsældir en fyrsta leikrit hans, Bandið. Frohman skellti allri skuld- inni af misheppnuðum sýningum á stríðs- æðið, með því að leikritið fjallaði um þýzk-fædda Bandaríkjamenn. Charley Klein, sem einnig var um borð, var heppnari leikritahöfundur. Hann skrif aði leikritið, I.jónið og músin, og nokkur önnur mjög vinsæl, og það var hann, sem ætlaði að koma Forman, hinum unga, á framfæri við áhrifamenn í leikhúsmálum í London. Frohman var allt í einu farinn að hugsa um framtíð leikhússins, en sú hugsun hafði ásótt hann upp á síðkastið. Hann hafði nýlega látið í ljósi þá skoðun, að slangurmælt hismisleikrit og söngleikir kynnu að ryðja hinum stóru stofugaman- leikjum af sviðinu, og vitanlega drógu kvikmyndirnar mikið til sín. En maður, sem hafði umráð yfir rúm- lega 60 leikhúsum og hafði samið um allt að 500 leikrit á einu ári til flutnings í Ameríku, Englandi og Frakklandi, mátti varla sóa tíma í að velta vöngum. Þegar hnignun leikhúsanna kom honum í hug eða barst í tal, afgreiddi hann málið með þessari setningu: „Við munum varla lifa jrá stund“. Klukkan varð þrjú — svo fjögur, — tím- inn flaug áfram og með nóttinni kom skammvinn hvíld frá Jrrautnm. Frohman jnufti að efna til veizlu, áður en ferð- inni lyki, en í nótt gæti liann legið rólegur í rúmi sínu, hlustað á vélastunurnar og sjávarniðinn, fundið skips og sjávarilm- inn. Hann var að glíma við vélræna gátu og var að hugsa um hauststarfsemina. Það var jafnan hans starf. Lusitania fór yfir hina ímyndnðu hálf- leiðarlínu jressa nótt. Miðvikudagurinn 5. nraí rann upp, hlýr og bjartur, eins og dagurnin áður. Sjór- inn var sléttur og ládauður. Marie de Page reyndi heldur að sneiða hjá Tlieodote Pope og andatrú hennar, en sóttist fremur eftir samvistum við Jam- es Houghton frá Troy í New York-ríki. Hann var á leið til starfa með manni henn ar í belgiska sjúkrahúsinu í La Panne. Mme. de Page hafði hugsað sér að vera farin á undan dr. Houghton, en bæði mundu þau hafa hafa komið yfir hafið um svipað leyti. F.n hana langaði til þess. að ræða við hann frekar um hið mikil- væga starf, sem þeirra beið, og einnig að vera eins lengi í ferðinni og hún frekast sá sér fært. Af þeim ástæðum hafði hún skundað inn á skrifstofu Cunard-línunnar á síðustu stundu og spurt um far. Lækn- irinn trúði henni fyrir því, að hann hefði undirritað nýja erfðaskrá á föstudagskvöld ið, áður en hann fór. Hún yppti öxlum og lét þess getið, að hún væri forlagatrúar og ánægð með það. Meðal þeirra, sem hún gerði ráð fyrir að geta ráðið til starfa, var Edith Cavell,. sem stödd var í Brússel. En þá yrði Editln

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.