Nýtt S.O.S. - 01.10.1957, Blaðsíða 30

Nýtt S.O.S. - 01.10.1957, Blaðsíða 30
•$(> Nýtt S. O. S. — aff fara yfir víglínu Þjóðverja — og það var erfiðleikum bundið, þar sem ungfrú Cavell var Englendingur. Mme. de Page var samt fús til að trúa því, að læknar og hjúkrunarkonur mældust ekki á kvarða þjóðernis eða stjórnmála, jafnvel ekki á stríðstímum. Hún minnti dr. Houghton á það, hversu vel ungfrú Cavell hefði skipulagt hjúkr- unarstöð dr. Page og hjúkrunarkvenna- skóla hans í húsinu nr. 149 við Rue de la Culture — fyrsta stofnun sinnar tegund ar í allri Belgíu. Það voru heldur ekki margir slíkir skólar í Evrópu. í sama tilgangi var dr. Howard Fisher frá Washington, D. C. á leið til Evrópu. Hann ætlaði að aðstoða mág sinn enskan við að koma upp sjúkrahúsi einhvers stað- ar í Frakklandi. Með honum var ung mágkona hans, Dorothy Conner frá Med- ford í Oregon. Þau þekktu Marie de Page, og það hafði jafnvel bori/t í tal, að þeir mágar gengju í félag við dr. de Page í La Panne. Þennan sama dag, miðvikudag, bar svo til, að dr. Fisher og Dorothy Conner kom- ust í kynni við Plamondon-hjónin. Það konr í Ijós, að herra Plamondon var kunn- ugur bróður læknisins, Wkalter að nafni, í Chicago. Charles Plamondon skráði þenn an samfund í dagbókarrissin, sem hann jafnan hafði tiltæk. Síðar þetta kvöld var Alfred Vanderbilt afhent loftskeyti, þar sem honum var til- kynnt, að bezti vinur hans og bekkjarbróð- ir frá Yale, Frederick N. Davies, fram- kvaemdastjóri byggingarfélags í New York, hefði dáið snögglega í New York. Þannig leið þessi miðvikudagur á haf- inu, að svo að segja allir — hvert sem erindi þeirra var yfir hafið — hlökkuðu .til þess að komast á ákvörðunarstað. En meðan þessu fór fram á miðviku- degi, var Schwieger, kafbátsforingi á U- 20, að byrja starfsemi sína við Old Head of Kinsale. Stór. brjóstmikil skonnorta með bætt og óhrein vindþanin segl, hafði sézt í aust- urátt, fáeinar mílur frá ströndinni. Earl of Latham flutti írskt svínakjöt, egg og kartöflur til Liverpool, 270 mílur til norð- austurs. Schwieger lagði fari sínu að hlið skút- unnar og kallaði til skipshafnarinnar, að hún skyldi þegar í stað yfirgefa skipið. Hún hlýddi. Æsihrifning fór um allan kafbátinn, þegar skytturnar þustu á þilfar að fall- byssunni. Varla voru skipsmenn komnir frá skútunni, er U-20 sendi fyrsta skeyt- ið í trésíður skipsins. Gulbrúnn reykjar- mökkur gaus upp, en skothvellurinn hljómaði út yfir hafið. Átta kúlum að auki var skotið að skip- inu, áður en það loksins lagðist á hlið- ina, masturstopparnir stungust undir öld- urnar. Skútan hvarf af haffletinum líkt og þreytt, útslitið gamalmenni. Þetta sama kvöld skaut U-20 tundur- skeyti að þrjú þtisund lesta norsku skipi, en hitti ekki. Er skipið tók að elta kafbát- inn, eins og það ætlaði að sigla hann nið- ur, gaf Schwieger skipun um að kafa neð- ar og hélt áfram að svipast um. Þessa nótt, er hann var að hlaða raf- geýmana, rak bátinn meðfram ströndinni í átt til St. Georgs-sunds. Það var svali í lofti og ferskleikablær yfir öllu, himin- inn var stjörnuheiður. Þessi nótt var einmitt að hans áliti á- kjósanleg fyrir starfsemi kafbáta. 7- Fimmtudaginn 6. maí vöknuðu margir

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.