Nýtt S.O.S. - 01.01.1959, Síða 12

Nýtt S.O.S. - 01.01.1959, Síða 12
12 Nýtt S. O. S. skipinu merki þegar það á að nálgast ströndina. Þann stað verðum við að finna, án þess að við sjáumst jDaðan. En við Joessa bölv- aða strönd eru hundruð slíkra staða. En Jiað verða að vera há tré nálægt strönd- inni, til J:>ess að þeir liafi gott útsýni. Við þurfum heldur ekki að leita í rnjög mik- illi fjarlægð.“ Skipstjórinn grípur sirkilinn, dregur liring um þann stað, sem skipin eru nú á. „Hérna eða hér nálægt mun lendingar- staðurinn vera, ef ókunna skipið hefur haldið rétta stefnu. Og því skyldi það ekki hafa verið ,á réttri leið? Þeir höfðu lands- 'sýn löngu fyrir sólsetur og gátu markað stefnuna eftir því.“ „Fyrirtak!" mælti annar stýrimaður glaður á svip, „þá vitum við alveg ná- kvæmlega, hvar við geturn átt von á að hitta þá. Við leggjumst í leyni og veiðum þá. Upp við ströndina, þar sem þér hafið bent á, Sir!“ „Þú mundir verða lieldur fljótráður til Jjess að komast í tölu góðra þrælaskip- stjóra, Cliff,“ mælti fyrsti stýrimaður. „Eg Jjori að veðja, að Jiessi helvítis dallur kem- ur ekki í ameríska landhelgi næstu þrjá sólarhringa." Skipstjórinn kinkar kolli íhugandi á svipinn. „Þér getið sem bezt haft rétt að mæla, Mr. Ladd. Þeir hljóta að vita, hverskon- ar skip Jrað er, sem við siglurn. Og ef Jreir eru ekki hreinir óvaningar, og það eru engir, sem starfa að þrælasölu, því þeir vita, að gálginn bíður að lokum ef út af ber. Þeir munu gera ráð fyrir, að við liggjum í leyni og þeir haga sér samkvæmt því. Það er ekki óhugsandi, að þeir fari á allt annan stað, ef þeir vita af kaupend- úm {Dar, Miami eða ef til vill í Texas. Ef þetta verður upp á teningnum, þái sjáum við Jrá aldrei framar. En ég trúi því ekki fyrr en ég tek á, að svo fari. Herrar rnínir, nú líður að vaktaskipt- um. En þið vitið, hvað ég legg til mál- anna. Við höldum Jaessari stefnu um sinn. Eftir fjórar stundir breytum við stefn- unni og höldum til strandarinnar. Farið Jrað langt frá landi, Mr. Ladd, að við sjáumst ekki þaðan, og hafið fleiri menn á varðbergi. Þeir mega ekki fá vitneskju um hvað við höfum í hyggju. Skilið?“ „Já, Sir!“ Fundi yfirmannanna er lokið. Ladd og Wilkins ganga út á Jjilíarið, en stórskota- liðsforinginn gengur til káetu sinnar, sem er fyrir framan stýrishúsið. Hann segir jafnan, að hann Jmrfi að hvílast vel, því svo mikið velti á, að hann liafi styrkar hendur. En skipstjórinn situr enn fyrir framan sjókortið, kveikir í pípunni sinni og star- ir hugsandi á dökka strikið við strönd Louisiana. „Einhvers staðar þarna,“ hugsar hann, „bíður Jjrísiglt skip frá Gullströndinni með nokkur hundruð manna, sem þeir hafa hneppt í ánauð. Maður verður að vita um staðinn með öruggri vissu og taka skipið þegar það er innan þriggja mílna markanna, en hefur þó ekki komið þrælunum í land. Því landslýður Suður- ríkjanna hefur ekkert á móti þrælasölunni, Jrvert á móti. Það er heppilegast að gera sér engar tálvonir." „Þeir sigla áreiðanlega langt út á haf,“ hugsar skipstjórinn, „og einhvers staðar reyna Jieir að ná landi að nýju. Líklega taka þeir allt aðra stefnu og nota annan tíma. Nú er bara að vita, hvenær þetta skeð- ur.“

x

Nýtt S.O.S.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.