Nýtt S.O.S. - 01.10.1959, Síða 4
4 Nýtt S O S
hann loks stóð andspænis hinu konung-
lega skipi kanadíska flotans, er bar töluna
5°.
Skip 50. Allan nam staðar og horfði á
skipið. Hann hafði þegar verið á mörg-
rirfi skipum kanadiska. sjóhersins. Því olli
sérgrein hans, en hann var froskmaður.
Hann hafði aldrei fyrr verið á ísbrjót. Og
nú var hann ráðinn á þetta skip, ísbrjót
með töluna 50, glæsilegt skip af nýjustu
gerð, eitt fullkomnasta skip sinnar teg-
undar, ef trúa mátti fullyrðingum yfir-
manna á matsölum sjóhersins. Nafn þessa
skips, sem hafði einkennistöluna 50, var
LABRADOR II.
Thomas Allan, venjulega kallaður Tosty
í kunningjahópi ,horfði rannsóknaraug-
um á skipið. Þetta var traustlega byggt
skip, brúin var breið og mikil. Yfirbygg-
ingin var að mestu miðskips, en upp úr
henni gnæfði tvísett sigla með ratsjárloft-
neti.
Á afturþiljunum voru tveir risastórir
kranar og þrír koptar, einn mjög stór af
gerðinni H U P og tveir litlir Sikorski-
koptar, sem voru eins og lítil börn við
hliðina á stóra bróður. Auk þessa sá Tosty
marga litla léttbáta á afturþiljunum. Þá
voru tveir stórir lendingarprammar, tveir
vélbátar og einn mælingabátur.
,,Nú, jæja,“ sagði Tosty við sjálfan sig.
„Svona eru þá ísbrjótarnir úr garði gerð-
ir. En það er mér hulin ráðgáta, hvað þeir
ætla að gera við froskmann á svona skipi.“
Hann stefndi nú að landgöngubrúnni.
En þá kom sjómaður í veg fyrir hann.
Hann var minni vexti en Tosty, en virt-
ist líta stórt á sína persónu.
Tosty leit hvasst á þennan náunga í ó-
hreina leðurjakaknum, og mannkertið
virti Tosty fyrir sér á svipaðan hátt.
„Halló,“ sagði litli sjómaðurinn og
benti með vísifingrinum á stóra, rauða
sunduggana á sjópoka Tosty’s. „Froskmað-
ur, ha?“
Tosty kinkaði kolli til samþykkis. „Verð
það sennilega,“ svaraði hann tómlátlega.
„Humm,“ rumdi í sjómanninum. „Þess-
ir uggar þínir eiga víst að sýna, að hér er
á ferðinni hetja kanadiska sjóhersins.“
Hann sagði þetta ekki óvingjarnlega, en
með dálítið spottandi hreim í röddinni og
glotti við. En Tosty tók þetta ekki illa
upp. Hann sló risahrammi sínum kump-
ánlega á axlir sjómannsins og sagði: „Þú
ert ekkert blávatn, vinurinn. Og líttu bara
á skóna mína!“ Hann benti manninum á
fótabúnað sinn. „Stærð 46. Fyrirfinnast
ekki í birgðum kanadiska sjóhersins nógu
stórir sundskór handa mér. Eg verð að
láta smíða þá sérstaklega. Skilurðu það,
kunningi?“
Sjómaðurinn hló.
„Jú, ég skil þetta, herra kafari. Frosk-
maður með eigin útbúnað.“
„Rétt er það,“ svaraði Tosty. „Ert þú
líka á þessum kopp jrarna, ísbrjótnum á
ég við?“
„Já,“ svaraði maðurinn, „hef verið á
honum nokkra mánuði.“
„Og ert skipaður á hann?“
„Já, svo má það kallast.“
„Jæja, ég ætla nú að fara um borð og
tilkynna komu mína,“ mælti Tosty.
„Hverskonar maður er liann þessi Pullen
skipstjóri? Er hægt að lynda við hann?“
„Já,“ svaraði maðurinn og glotti. „Það
gengur allt sæmilega. Eg held, að hann
gæti verið verri.“
„Jæja, látum okkur sjá, hvernig fer.“
Tosty kinkaði kolli í kveðjuskyni, sveifl-
aði poka sínum á herðarnar og hélt á-
fram upp landganginn.
Varðmaðurinn heilsaði stuttaralega, er