Nýtt S.O.S. - 01.10.1959, Síða 5
Nýtt S O S 5
hann sá rauðu röndina á ermi froskmanns-
ins.
„Thornas Allan froskmaður; einkaskip-
un,“ mælti Tosty, er hann kynnti sig.
„Skipað hér til starfa á 50. Bezt að þú til-
kynnir skipstjóranum það.“
„Það er þegar óþarft,“ svaraði maðurinn
og glotti. „Þér hafið þegar kynnt yður fyr-
ir honum."
„Hver?“ spurði Tosty steinhissa. „Eg?
Hvenær þá?“
„Rétt áðan.“
Tosty lét sjópokann lalla á þilfarið og
starði á manninn.
,,Hver? Maðurinn í leðurjakkanum?”
Varðmaðurinn kinkaði kolli og hló.
„Já. Það var Pullen skipstjóri, skip-
herra á Labrador.“
„Drottinn minn dýri!“ sagði Tosty og
klóraði sér bak við hægra eyrað. „Og ég
spurði hann, lwernig skipherrann á þess-
um kopp væri í umgengni!“
„Og hverju svaraði hann? spurði varð-
maðurinn forvitinn.
„Jú, það er nú það,“ svaraði Tosty og
svelgdist á.
,,Hann sagði, að hann gæti verið verri.
Fjandann sjálfan er ég að trana mér fram.
Hef móðgað þann gamla á fyrsta degi. —
Hvert er ferðinni annars heitið?“
„Veit enginn, herra froskmaður," svar-
aði varðmaðurinn. Sennilega til miðbaugs-
ins. Er það ekki þessi venjulega leið ís-
brjótanna? Þar eru þeir notaðir, er ekki
svo?“
„Hvað segirðu maður,“ hváði Tosty og
leit á varðmanninn, sem virtist skemmta
sér vel. „Það er furðulegt, að senda mig á
þennan dall.“
Hann tók upp pokann sinn og hélt á-
fram. Hann gekk fyrir taktliafandi yfir-
mann og kynnti sig. Yfirmaður þessi var
Neil Morten, lautinant.
„Allan bátsmaður?“ hváði hann, er
Torsty Allan hafði kynnt sig. „Þá eruð þér
yfirmaður froskmannanna okkar, báts-
maður?“
„Afsakið þér, herra minn, eru fleiri
froskmenn hér um borð?“ spurði Thomas
Allan.
„Fjórir auk yðar, bátsmaður. Við eigum
áreiðanlega eftir að vinna mikið sarnan.
Eg stjórna mælingabátnum, og þér kafið
sennilega frá honum.“
„Já, Sir,“ svaraði Tostv, bar höndina
upp að húfuderinu og kinkaði kolli.
Allan var nú vísað til káetu, er var á
afturþiljum skipsins. Skyldi hann búa þar
ásamt tveimur undirliðsforingjum. Þá upp-
götvaði hann, að þar var fyrir gamall fé-
lagi, Oliver undirliðsforingi.
„Halló!“ ávarpaði Tosty þennan ganrla
vin. „Hafa þeir nú líka tekið þig á leigu
á þennan fljótandi ísskáp?“
Hann ætlaði að heilsa með handar-
bandi, en maðurinn hristi höfuðið:
„Taktu bara í hendina á sjálfum þér,
fóstri. Eg þarf að hafa fingur mína heila!
Annars lröfum við ætlað þér eina kojuna
hérna, þegai' við fréttum, að þín væri von.
Það er betra fyrir þig að lúra í neðri
koju, þá hanga fæturnir ekki svo langt nið-
ur.“
„Hver er svo þriðji káetufélaginn okk-
ar?“ spurði bátsmaðurinn.
„Gent Fuhner; þú þekkir hann ekki.
Hann er einn af yngri kynslóðinni. F.n er
annars ágætur piltur.“
„Og hvað með köfunina?"
„Hef ekki hugmynd um það. F.g hef
enn ekki unnið með honum niðri. F.n
líklega er hann slarkfær, fyrst þeir eru
með hann hér um borð. Þeir hafa skrapað