Nýtt S.O.S. - 01.10.1959, Side 6

Nýtt S.O.S. - 01.10.1959, Side 6
(i Nýtt S. O. S. saman þessa fimm froskmenn sína hingað og þangað úr sjóhernum. Þeir náðu í mig af kafbát. Þetta er nú svo sem ekkert eftir- sóknarvert, Jæja, hvað um það. Isbrjótur og köfun? Mér verður kalt af tilhugsun- inni einni saman." „Veiztu hvað eiginlega stendur til?" spurði Tosty, er hann var að koma fyrir föggum sínum. „Hversu lengi ltefur þú verið hér?“ „Næstum tvo mánuði, og það eru marg- ar skoðanir uppi um það, hvað framundan sé. Eg hef mína skoðun um það.“ „Og hver er þín skoðun, mikli spek- ingur?“ „Hugsaðu nú málið svolítið. Getur þú ekki dregið neina ályktun af nafninu Iabrador?“ „Jú, að sjálfsögðu. Þeir hafa svo sem alltaf barið bumbur út af þessum koppi. Dýrasta skip sinnar tegundar. Og fær í allan ís!“ „Nei, ég á nú ekki við þetta. Manstu eftir nafni Robertson’s yfirforingja og hvenær hann var skipstjóri?“ „Áttu við O. C. Robertson kaptein?“ „Einmitt,“ svaraði undirliðsforinginn og tók vindling upp úr böggluðum pakkan- um. Hann fann engar eldspýtur og leit spyrjandi á Tosty, sem kastaði eldspýtu- stokk sínum til mannsins. „1954, ætli það ltafi ekki verið þá?“ tiddraði hann og hrukkaði ennið. „Frá Barrowhöfða um Prince of Wales-sund og svo til baka um Panamaskurðinn.“ „Labrador er fyrsta skipið, sem farið hefur norðvesturleiðina, það er að segja, ef við teljum ekki með þessa kugga, sem liafa reynt það áður.“ „Og svo . . .“ „Bíddu nú við. Það er bölvað, að sjá fyr- ir biigðum til radarstöðvanna, sem þeir hafa hrúgað upp á heimsskautssvæðunum. Elugvélar koma ekki að neinu gagni og skipin komast ekki þangað- Eg hugsa, að þeir ætli að senda okkur þangað uppeftir til þess að leita að beztu leiðinni. Og Ró- bertson hefur sýnt það svart á hvítu, að Labrador er fær í flestan ís. Eg hef heyrt, að leiðin um Prins Wales-sund sé ófær til birgðaflutninga. Ætli það sé ekki mein- ingin, að leita að annarri leið?“ „Líklega nokkuð erfitt hlutverk,” sagði Tosty. „O, já, þetta verður víst engin hvíldar- ferð.“ „En hvað við eigum að gera jrarna veit ég ekki með neinni vissu.“ „Nú, kannske þeir ætli að láta okktir leita að nýrri leið neðansjávar, ef engin finnst ofar,“ sagði undirforinginn og glotti. „Við bíðum og sjáum hvað setur. Við jnirfum varla að bíða lengi; undir- búningnum ætti að vera lokið, held ég. Dallurinn hefur farið nokkur þúsund mílur undir stjórn nýja skipherrans hérna meðfram ströndunum. Sennilega verður bráðum lagt af stað.“ o O o Slíkt hið sarna héldu aðrir skipverjar. Það hélt skipherrann, Thomas C. Pullen kapteinn að nafnbót, siglingafræðingur- inn Harris McLean höfuðsmaður, fyrsti vélstjóri, Dan Fairney, stýrimennirnir báð- ir, já, allir þessir 240, sent skráðir voru á skipið Jressa ferð. Bráðum hlýtur að verða lagt af stað! Enginn vissi neitt með vissu, nema ef til vill skipherrann og nokkrir aðrir æðst- ráðandi um borð, en auðvitað Jrögðu Jreir eins og steinar. Top secret! Haldist stranglega leyndu! Það var eins og þessum orðuin væri hvísl- að um allt skipið, allan Jrennan stóra,

x

Nýtt S.O.S.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.