Nýtt S.O.S. - 01.10.1959, Síða 8
8 Nýtt S O S
en þeir, sem komu að vestan, komust
venjulega til Victoriueyju og lengra ekki.
Ferð Robertsons kapteins á Labrador var
sú eina, sem ekki misheppnaðist og það
mátti vissulega þakka hinum ágætu loft-
myndum. Fiir þessi var sú fyrsta, sem far-
in var norður fyrir nyrzta odda Ameríku.
En þessi leið, sem Robertson hafði valið
um Prins Wales-sund, var ófær birgða-
skipum. Leiðin var of fjarlæg radarstöðv-
unum og hún var ófær öðrum skipum en
ísbrjótum. Orðið, sem árum saman hafði
verið að bögglast fyrir ráðandi mönnum í
Ottawa, var eins og hangandi Demokles-
arsverð yfir höfðum þeirra. Nafnið var
stutt og laggott: Bellot-sund.
Sundið var mjótt og aðeins 17 sjómílna
langt. Það teygir sig eins og armur milli
Bootliia-skagans og Sommerset-eyjar. Væri
þessi leið fær, mundu öll vandamál leysast
varðandi þessa flutninga, en þarna virtist
ósigrandi þröskuldur í veginum.
Fyrirmenn í Ottawa rýndu í sögu norð-
urferðanna, eins og Pullen gerði seinna.
Þetta var saga fullhuganna, sem unnu
frábær afrek, en dýrkeypt. Sú saga hófst
1498, aðeins sex árum eftir að Kristófer
Kólumbus sigldi til Ameríku. Þá kom
ítali nokkur, Giovanni Calloto að nafni
til austurstrandar Ameríku. Þessi maður
var að leita auðæva Indíána eins og Kristó-
fer Kólumbus hafði gert sex árum áður.
Hann leitaði svo langt til norðurs, að
hann hafnaði í Hudson-fkianum. ís, storm-
ar og þokur neydclu hann til að snúa frá
og halda heimleiðis. Hann flutti þá frétt
til Bretlands, að í norðurvegi væri engin
fær leið norður fyrir Ameríku.
Engin fær leið í norðurvegi! Þessum úr-
skurði vildi Hudson kapteinn ekki una.
Arið 1609 lagði hann upp í sína fjórðu
norðurför og komst þá inn í flóa þann, er
síðan ber nafn hans: Hudson-flóann, en
þá hafði enginn komizt lengra 1101'ður.
Sex árum síðar komst Baffin í Baffinsfló-
ann og Smith-sund. Arið 1728 lagði Ber-
ing upp að vestan og náði til sunds þess,
er síðar ber nafn hans. 1831 uppgötvaði
Ross segulmögnun pólsins frá Boothia-
skaga. Og 1847 stóð heimurinn á öndinni
þegar fréttist hvarf Franklins skipstjóra í
I.ancaster-flóa, er hann freistaði þess að
komast þessa leið. 1852 gerðist það, að
fimm skip héldu norður í haf í leit að
Franklin skipstjóra og mönnum hans.
Þetta var hinn svokallaði Belcher-leiðang-
ur. Þá varð og nafnið Pullen þekkt í sam-
bandi við norðvesturleiðina. Afabróðir nú-
verancli skipstjóra á Labrador II, var sem
sé skipstjóri á „North Star“, er var eitl
hinna fimm skipa í Belcherleiðangrinum
og hið eina, er komst óskaddað úr heil-
greipum íss, storma og jxiku til sinnar
heimahafnar. Einasti árangur þessa ferða-
lags var sá, að vissa var nú fyrir því, að
norðvesturleiðin var raunverulega til, en
það var talið óhugsanlegt, að hún yrði
nokkru sinni farin. Nú líður og bíður
unz Roald Amundsen hafnar í Nome í Al-
aska árið 1906 á skipi sínu „Gjoa“. Þetta
var ekki vegleg skeið, því skipið var að-
eins 24 metrar á lengd og áhöfnin var sjö
manns. Afrek Amundsens vakti fádæma
hrifningu. Amundsen hafði sigrazt á norð-
vesturleiðinni! Ferðin tók hann þrjú ár,
þrjú löng ár í einangrun og mannraun-
um.
Svo líður og bíður og ekkert sögulegt
gerist. En norðvesturleiðin var samt ekki
gleymd, enda þótt hún væri á þeim árum
alls ekki talin hafa neina verulega þýð-
ingu í sambandi við samgöngur eða á
öðru sviði.
En Kandamenn voru ekki í rónni fyrr