Nýtt S.O.S. - 01.10.1959, Side 9
Nýtt S O S 9
en þessi leið yrði fullreynd. Árið 1940
lagði enn einn leiðangur af stað, og nú var
haldið úr höfn á mótorskonnortunni „St.
Road“, en foringi leiðangursins var Larson
lögregluforingi í kanadisku riddaralögregl-
unni. Þetta var fífldjarft f)'rirtæki. Larson
lagði upp í leiðangur þennan að vestan,
en fjórum árum síðar hélt Larson enn af
stað og lagði upp frá austurströndinni.
Hann komst heilu og höldnu á leiðarenda,
einnig í síðara skiptið. Þessi frækilega ferð
var heldur ekki talin liafa raunverulegc
gildi, utan það að vera mikið afrek í sigl-
ingasögunni.
Nú líður enn áratugur eða fram til árs-
ins 1954, en þá fer „Labrador 11“ norð-
vesturleiðina frá Kyrraliafi undir stjórn
Robertsons skipherra. En nú var ólíku
saman að jafna, ferð Amundsens á ,,Gjoa“
og Larsens á skonnortu sinni, því Labra-
dor II var hið traustasta skip og búið
fidlkomnustu tækjunr, enda dró sjóhers-
stjórnin og Pullen skipstjóri alls ekki clul
á það. Nú var stuðzt við aldarlanga reynslu
í norðurhafssiglingum; skipið var búið
fullkomnustu tækjum til heimskautssigl-
inga. Skipið var 6500 lestir að stærð, knú-
ið sex dieselvélum, sem hver hafði 1200
hestöfl. Það var 90 metra langt, 23 metra
breitt og djúprista þess var 9 metrar.
Skipið var næstum eins stórt og „Queen
Mary“ og áhöfnin var 240 manns. Á byrð-
ing þessa volcluga skips var stálbrynja,
3,5 cm. þykk. Sorel-skipasmíðastöðin var
fimnr ár að fullgera þennan firna trausta
ísbrjót, sem skyldi sigra allar hættur norð-
uríshafsins — og gerði það.
En það var ekki flanað að neinu. Allar
áætlanir voru þrautreyndar. Vísindamenn
í þjónustu varnarmálanna héldu því fast
fram, að ef takast mætti að flytja birgðir
til varnarstöðvanna á nyrztu mörkum
landsins, þá kæmi aldrei annað til gieina
en sigla um Bellot-sundið. Sjóleiðin ein
kæmi til greina eða engin. En þetta 17
sjómílna sund var erfitt viðfangs. Þá var
ráðgert að fara um Lancastar-sund til
Amundsens-flóa. Tugir sérfræðinga í Jteim
skautasiglingum og haffræðingar settust á
riikstóla í Ottawa. Bellot-sund er allt ann-
að en árennilegt. Það er hrannað ís árið
um kring, sumir jakarnir á stærð við hæstu
hús. Aðeins einn maður féllst á sjónarmið
vísindamannanna. Sá maður var Robert-
son skipstjóri, er hafði öðlazt stónnikla
reynslu á þessu sviði, og jafnvel meiri en
nokkur nraður annar. Hann hafði fundið
opnar siglingaleiðir á ferð sinni og myndir
teknar úr lofti sönnuðu, að Norðuríshafið
er ekki allL ísi lagt jafnvel að vetrinum,
og að sumarlagi eru víða íslausar rennur,
opnar siglingaleiðir.
o O o
Svona horfði málið við, þá er Tosty
Allan bátsmaður tók við starfi sínu um
borð í Labrador. Raunar vissi hann þá
Iiarla lítið um það, hvaða hlutverk honum
var ætlað. Jafnvel ekki Iieldur, er Labra-
dor leysti landfestar í Halifax og hóf norð-
urferð sína.
Að kvöldi þess fyrsta dags ferðarinnar
kom vikadrengur í káetu kafaranna
þriggja og færði Allan þau boð frá skip-
herra, að hann ætti að koma á hans fund
ril skrafs og ráðagerða. Tosty Allan hafði
gegnt herþjónustu það lengi, að samvizk-
an var ekki sem bezt, er honum barst
þessi skipun. Honum datt í hug sá dagur,
er hann ræddi við manninn í olíublettaða
leðurjakkanum, er síðar reyndist vera sjálf-
ur skipherrann.
,,Jæja,“ sagði hann og glotti á ská til
Gene Fulmer, sem fletti gömlu dagblaði