Nýtt S.O.S. - 01.10.1959, Side 10

Nýtt S.O.S. - 01.10.1959, Side 10
io Nýtt S O S með fýlusvip. „Hann gerir mig þó aldrei Iiöfði styttri! “ „Nei,“ svaraði Fulmer og giotti við. „Til þess þyrfti hann líka stól þar sem þú ert annarsvegar!” Samt var það svo, að Tosty var ekki fyllilega rótt, er hann barði að dyrum hjá skipstjóranum. „Kom inn!“ Það var rödd skipstjórans sjálfs. Tosty Allan opnaði járnhurðina og skaust inn fyrir nærri tvöfaldur. Hann hugsaði með sér: Hvenær skyldu þessir herrar í sjó- hernum láta búa skipin dyrum, sem hæfa venjulegum mönnum? „Gott kvöld, bátsmaður," mælti Pullen. „Eg held, að við höfum sést áður.“ „jú, herra. Og — öh — öh —. Gjörið svo vel að afsaka, herra skipstjóri! Eg vissi ekki — þarna á bryggjunni . . .“ Pullen glotti. „Allt í lagi, bátsmaður. Eg get ekki losað mig við þennan gamla leðurjakka. Hann er frá því að ég var á tundurspillinum. Og ég gríp til hans aft- ur og aftur. En ég hef nú ekki gert yður boð að koma á minn fund þess vegna. Seg- ið mér, hvernig fellur yður að kafa í mjög köldum sjó?“ „O, jæja, ég læt það vera,“ svaraði To- sty og var nú þungum steini af honum létt. „En af því að þér spyrjið, þá neita ég því ekki, að mér fellur betur að kafa í volgum sjó.“ „Það eru nú svo sein engar volgar laug- ar í sambandi við ísbrjótana, bátsmaður. Sjórinn, sem þér eigið að kafa í er kald- ari en þér hafið nokkru sinni komizt í kynni við. Þér treystið yður í þetta, er ekki svo?“ „Það er hægt að kafa í sjó hversu kald- ur sem hann er, ef hann bara frýs ekki.“ „Ágætt, Allan! Þá gangið þér að því vísu, að þér kafið í sjó, sem er svo kaldur. að hann er á mörkum þess að frjósa. Ann- ars segja haffræðingarnir, að þessir kafarar hérna um borð séu framúrskarandi á sínu sviði. Og — ég held, að þeir hafi á réttu að standa. En hvað segið þér um öll þessi boðorð, bátsmaður?" „Við höfum kafað nokkrum sinnum til reynslu hérna í höfninni. Oliver og Fulm- er eru gamalreyndir. Eg þekki þá frá fyrri dögum. Og hinir hafa verið þrautþjálfaðir á kafaraskóla. Eg hugsa, að það sé allt í bezta lagi með þá.“ „Ágætt. Eg ber fullt traust til yðar, All- an. Þér munið fyrst og fremst hafa sam- starf við Morten lautinant, skipherra á „Pogo“. „Pogo, herra skipherra?“ „Já. Þér eruð svo nýlega kominn, að yð- ur er ekki ljóst, að hér hafa hlutirnir sitt sérstaka heiti. Skipið, ég og þér sennilega líka. Sjáið þér til; ég hugsa málið á þess- um forsendum: íshafsferðir eru hundleið inlegar. Þessi uppnefni eru nauðvörn, skiljið þér? Nauðvörn gegn einveru og leiðindum á þessu íshafssvæði. Þér kynnist því von bráðar, er við komum á ísasvæðið. Og enn eitt, bátsmaður: Verið elcki strang- ur við undirmenn yðar að óþörfu. Menn verða fljótt uppnæmir fyrir smámunum hér norðurfrá." „Eg þori að fullyrða, skipherra, að hjá okkur köfurunum kemur enginn stéttar- munur til greina undir yfirborði sjávar. Það eru engar stjörnur eða önnur virð- ingarmerki á gúmmísamfestingunum okk- ar!“ Skipherrann glotti enn. „Hjá ykkur köf- urunum virðist þetta sjónarmið eiga við bæði ofan og neðansjávar skilst mér. Það er ágætt þannig.“ Allan bátsmaður kvaddi á þann hátt.

x

Nýtt S.O.S.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.