Nýtt S.O.S. - 01.10.1959, Qupperneq 11

Nýtt S.O.S. - 01.10.1959, Qupperneq 11
Nýtt S. O. S. 11 sem fyrirskipaður er í sjóhernum. Álit hans á skipherranum hafði ekki minnkað við þennan fund. Og allir skipverjar á Labrador báru óskoraða virðingu fyrir Thomas C. Pullen skipherra. Það var vel, því hann varð að gera rniklar kröfur til manna sinna. Svo var í þessari ferð og eigi síður í þeirri næstu. Næstu daga Iiélt Labrador í norðurveg. Klukkustund eftir klukkustund, mílu eft- ir mílu, dag eftir dag. Það er siglt fram- hjá Baffins-landi og inn í eyjaklasann úti fyrir nyrzta odda Kanada. En nú var ferð- inni hagað með óvenjulegum hætti. Aft- ur og aftur var vélsímanum hringt á ,,Stop“. Vísindamennirnir níu, sem kornti um borð í Halifax, gerðu margvdslegar athuganir, sem reyndust tímafrekar og sumar erfiðar. Og þessa daga gerðist það, að froskmenn irnir fimm köfuðu í fyrsta sinn í þessari ferð og nú var ekki lengur um neinar til- raunir að ræða. Þeim voru falin ákveðin verkefni, er þeir stigu niður í mælinga- bátinn, sem gekk undir nafninu ,,Pogo“, og úr honum fóru þeir niður á hafsbotn- inn. Sjávarhitinn var sjaldan langt frá frostmarki og ógerlegt að vera niðri leng- ur en nokkrar mínútur í senn. Verkefnin, sem köfurunum voru falin voru neðansjávarmælingar ýmiskonar og myndatökur. Svo virtist sem haffræðingar leiðangursins væru hinir ánægðustu með árangurinn. I öndverðum ágústmánuði var komið til Boothia-flóa. Og þá fyrirfannst enginn sá maður um borð, sem ekki leit út eins og sannur heimskautsfari. Þykk ullarpeysa með uppbrettum kraga var nú einskonar einkennisbúningur þessara norðurfara. Skeggvöxturinn var orðinn allmyndarleg- ur og sumum fannst í fyrstu dálítið skrýt- ið að sjá hina ungu sjóliða með alskegg. Allir voru með dökk gleraugu til varnar snjóbirtunni. Er komið var í Boothia-flóa, þar eru seg- uláhrif Norðurpólsins orðin mikil, jókst annríkið um borð að miklum mun. Haf- fræðingarnir voru alltaf að taka sjávarsýn- ishorn og krukkurnar þeirra urðu æ fleiri. En það var svo kalt í sjónum, að köfurun- um vanst aðeins tími til að skjótast niður á botninn, taka sýnishorn af sjó eða koma með ísmola, eða taka myndir. Þegar upp var komið, gátu þeir varla tekið við vindl- ingi vegna kulda. Fyrir nokkrum dögum hafði skipstjór- inn loks lyft hulunni af þeirri leynd, sem ríkti um þetta ferðalag. Töfraorðið var: Norðvesturleiðin! Það gekk enginn að því gruflandi, að þetta mundi verða erfið ferð, mjög erfið. Mönnum var þetta að minnsta kosti Ijóst, er komið var í Boothiaflóann, hafi þeir ekki vitað það fyrr. Það, sem í raun og veru duldist bak við þetta orð: Norð- vesturleið, var Heh íti — og aftur helvíti. Þetta ferðalag mundi áreiðanlega fela í sér miklar hættur, óvænta atburði, hver veit hvað kann að ske á þessum slóðum norðurhjarans. Leiðangursmenn höfðu komizt að raun um það, að veðrinu er ekki að treysta stundinni lengur. Það getur breyzt á einni mínútu úr glaða sólskini og heiðríkju I svartaþoku, já, svo svarta, að ekki sér fram fyrir stefni skipsins. fsinn var þó hættulegastur. Það vissu allir, jafnt yfirmenn í brúnni og óbreytt- ir sjóliðar. En þó ísinn væri ógnvekjandi, voru ótal hættur aðrar. ísinn getur komið eins skyndilega og þokan, hrannast upp á stórum svæðum og lokað öllum leiðum. Stormarnir gátu líka brostið á er minnst

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.