Nýtt S.O.S. - 01.10.1959, Side 13

Nýtt S.O.S. - 01.10.1959, Side 13
Nýtt S O S 13 ísbreiðu, þar sem ferlegir jakarnir voru á sífelldri hreyfingu. Þá gall við liá og hvell rödd í hátal- aranum: „Loftskeytamaður til skiplierra! Loftskeytamaður til skipherra! Loftskeyti frá bandaríska ísbrjótnum „Edisto“! Eg endurtek: Loftskeyti frá bandaríska ís- brjótnum „Edisto“: Höfum misst skrúf- una, liggjum í samfelldum ís, þurfum á hjálp að lialda!“ Þá fylgdi nákvæm frá- sögn af stöðu skipsins og skeytið endur- tekið. Fyrst í stað mælti enginn orð af vörum. Mundi þá flestum um stund verið luvgsað til þess, í hvílíkum helgreipum menn voru norður þar. Næst kæmi kannske röð- in að skipinu þeirra, kannske brotnaði skrúfan og ísinn mundi jafnt og þétt þjarma að hinu vanmáttuga skipi. Yfir- mönnunum varð strax ljóst; h\að þetta uggvænlega skeyti fól í sér. Þeir fóru sam- stundis að reikna af kappi. Sjókort tekin fram og mælistika. Og þegar Pullen skip- herra kom á stjórnpall var Harris Mac Lean siglingafræðingur búinn að reikna, hversu fjarlægðin var mikil. „Hann er staddur 18 sjómílur í norðaustur frá okkur skipherra." Labrador átti mikilsverðu rannsóknar- hlutverki að gegna, hlutverki, sem var tal- ið hafa stórmikla þýðingu varðandi varn- ir landsins. En í átján milna fjarlægð var skip í háska statt. „Sendið skeyti til Wills flotaforingja," skipaði Pullen. „Förum til aðstoðar ís- brjótnum Edisto.“ Skipun í vélarrúm: All- ar sex vélar fulla ferð áfram! Stefna tekin á Edisto! Báðar vaktir til starfa!" Um leið og þessi skipun var gefin hófst ferð, sem enginn, sem þátt tók í henni, mun nokrku sinni gleyma. Tosty Allan vissi hvað hans beið, er skipun barst um, að báðár vaktir skyldu tafarlaust taka til starfa. Hann fór í kaf- arabúninginn, spennti súrefnisflöskurnar þrjár á bakið. Fram að j)essu hafði Labra- dor siglt innan um lausa jaka, er ollu ekki neinum teljandi erfiðleikum. En nú, eftir tæpra tveggja rnílna leið, er svo komið, að ekki er að sjá framundan annað en enda- lausar raðir borgarísjaka. .4 stjórnpalli bíta menn á jaxlinn, er þeir sjá Jiessi fer- legu ísbjörg rísa fyrir stafni. En Jreim er ekki í hug að láta bugast, þeir hafa öðlazt rnikla reynslu í íshafsferðum. Nú mátti lieyra skýrar og greinargóðar skipanir í hátalaranum: „Spurning til radsjárvaktar: Hve mikil er víðátta ísbreiðunnar?" Orstuttu síðar kemur svarið: „Það sézt ekki út yfir ísbreiðuna!" „Orðsending frá brúnni: Koptinn til- búinn að fara á loft. Leitið vandlega um ísbreiðuna að beztu leiðinni fyrir ísbrjót- inn!“ Eitt af því, sem íshafsleiðangrar nútím- ans hafa fram yfir Jrá eldri, eru koptarnir. Fyrir atbeina þeirra eru því miklu meiri líkur fyrir því, að draumurinn gamli um norðvesturleiðina geti orðið að veruleika. Koptarnir-hefja sig til flugs með mikl- um dyn í lofti. Fyrstur fer stóri koptinn. Hann hefur tvo hreyfla og tekur beina stefnu afram. Litlu koptarnir fljúga hins- vegar í stórum sveig út frá skipinu til bak- borðs- og stjornborðshliða. Þetta eru kopt- ar af Sikorski-gerð, litlir 'og léttir. Þeir eiga að athuga hversu langt ísbreiðan nær til hliða. Á stjórnpalli hvíla augu allra a hátalaranum og menn leggja eyrun við, því hann hefur verið stilltur á beint samband við flugmennina frá loftskeyta- klefa. Fregnirnar, sem flugmennirnir senda eru ekki uppörfandi, því ísbreiðan

x

Nýtt S.O.S.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.