Nýtt S.O.S. - 01.10.1959, Qupperneq 14

Nýtt S.O.S. - 01.10.1959, Qupperneq 14
14 Nýtt S O S virðist vera takmarkalaus, svo langt sem augað eygir. Og að hálfri klukkustund liðinni er endi bundinn á óvissuna: Það er enginn möguleiki að komast út fyrir ís- breiðuna. Og nú vaknar sú spurning, hvort unnt muni að koma F.disto til að- stoðar. Labrador mjakast inn í ísbreiðuna, að- eins mjakast. Svo virðist flugmönnunum á koptunum, sem suða kringum skipið eins og flugfiskar kringum tígrisdýr hafs- ins, hákarlinn. Og þessi sterklega byggði ísbrjótur heggur hvössu stefninu í ísinn, hvern metrann af öðrum, brýtur hann með sínum fir,oo tonna þunga. fsinn brotn- ar með miklu braki, það kvarnast úr ís- breiðunni, jakar, sem oft ná Iangt upp yfir borðstokk skipsins. Þá myndast nokk- urra metra rás, svo nötrar skipið og skekst, er það lyftir sér upp á skörina á nýjan leik. Svo er eins og það ætli að nema staðar, gefast upp. En þá brotnar ísinn undan þessum heljarþunga og enn opnast vök nokkurra metra að ummáli. Á þessu hefur gengið síðustu vikurnar, er farið hefur verið um stór íssvæði. F.n aldrei var ísinn eins þykkur og nú og aldrei reis hann jafn hátt. Þykkt íshellunnar mæld- ist sumstaðar 5 til 8 metrar. Hraði ísbrjóts- ins minnkar úr átta hnútum niður í einn. Þessi átján sjómílna leið til ameríska syst- urskipsins, er mundi aðeins taka eina klukkustund undir venjulegum kringum- stæðum, verður nú ekki farin á skemmri tíma en heilum degi eða jafnvel á enn lengrL tíma. Það er árdegis. ísinn þynnist ekki; þvert á móti. Hann hrannast fyrir framan skip- ið blágrænn og glitrandi eins og óhreint gler. F.n ísbrjóturinn heldur áfram ferð sinni, hann brýtur og heggur hvern metrann al öðrurn, hægt og bítandi. Ef Labrador hefði ekki sitt nýja skips- dælukerfi mundi hann sennilega sitja fast- ur í ísnum eins og bandaríski ísbrjótur- inn; jafn hjálparvana og skipið, sem hann átti að koma til aðstoðar. Þetta nýja dælukerfi hafa hinir nýju ís- brjótar tekið upp eftir kafbátunum. í stafni og skut hafa þeir tvo stóra vatns- geyma, sem eru tengdir saman með geysi- mikilli leiðslu. Á örfáum sekúndum er vatninu dælt í aftari geymana og skipið lyftir sér upp á ísinn, en um leið taka dælurnar að dæla í framskipsgeymana. í skjótri svipan þyngist skipið að framan um hundruð tonna og isinn brotnar und- an þessum firnaþunga. Og svo hefst sama hringrás vatnsins í geymunum að nýju og þannig koll af kolli. Og úr því sem komið er, hefur Labrador um aðeins eina leið að velja, að halda beint strik áfram. í svona miklum ís er ógerlegt að srnta við. Það er óþol og spenningur í skipverjum á Labrador. Hvernig endar þetta? Báðar vaktir eru á verði, allir tilbúnir að fram- kvæma hverja skipun eins fljótt og kostur er. Og þó veit hver einasti maður, að hann getur harla lítið gert, allt veltur á því, að ekkert bili, að vélarnar þrjóti ekki afl til að knýja skipið, að skrúfan brotni ekki og svo framvegis. Og svo skeði það, sem sízt skyldi. Það var að áliðnum degi. Taugaspenningurinn hafði minnkað; menn vita, að honum er samfara ójrörf á- reynsla og kæruleysi vill sigla í kjölfarið. í hvert sinn, er skipið lyftist upp á ísbrún- ina kom þessi spurning upp í huganum: Hefur hann það, tekst skipinu að brjóta ísinn? Ótal sinnum hafði Labrador haf-

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.