Nýtt S.O.S. - 01.10.1959, Side 15
Nýtt S O S 15
i/t upp að franian, hundrað sinnum, þús-
und sinnum! Hve oft, vissi enginn. En allt
í einu er þessi vanabundna hreyfing skips-
inserofin.
Labrador hófst upp á ísbrúnina — en
ekkert skeði. Enginn brestur — ekkert.
Skipið sat fast í ísnum!
„Skipun í vélarúm: Allar vélar fyllstu
ferð áfram!“
Skrúfan rótaði upp sjónum í rásinni,
sem skipið hafði skilið eftir sig. I>að var
sem skjálftakippir færu um skipið, það
þokaðist áfram um nokkra þumlunga, en
var svo grafkyrrt. Fremri geymarnir \oru
fyrir löngu fullir, en allt kom fyrir ekki.
„Hæga ferð afturábak!“ var næsta skip-
un frá brúnni.
En Eabrador hreyfðist ckki hænufet.
,Arið verðum að hreyfa skipið!“ kallaði
skipherrann. Slíka skipun er öllum ís-
brjótaskipstjórum þvert um geð að þurfa
að gefa, en hér var ekki annars kostur.
betta þýddi ítrasta álag á skip og vélar
og er venjulega síðasta úrræði strandaðs
ísbrjóts og hið eina, sem gæti koinið að
gagni.
Helmingnum af vatninu í framgeymun-
urn var nú dælt úr þeinr í skutgeymana.
\',atni því. sem eftir var í framgeymunum
var þá dælt inn í stjórnborðsgeyminn.
Skipið tók þá að hallast á stjórnborðshlið
eins og því væri þrýst niður af ósýnilegu
afli.
Þá var vatninu dælt í bakborðsgeyminn
og nú var eins og þetta mikla bákn hikaði
sem snöggvast, svo tók það að hallast á
bakborðshliðina og þá var enn dælt inn í
stjórnborðsgeyminn.
210 tonn af vatni voru því á stöðugri
hreyfingu úr einum geyminum í annan,
svo þessi stóri ísbrjótur vaggaði til og frá
uppi á ísskörinni. Skipverjar voru renn-
sveittir þrátt fyrir nístandi kuldann og það
var eins og þeir finndu til með þessu
mikla skipsbákni, sem nötraði undaii á-
reynslunni. Og nú bættist það við, að vök-
in aftan við skipið var í þann veginn að
lokast, þrátt fyrir þessar hreyfingar þess.
Skipverjar á Labrador höfðu vissulega
þungar áhyggjur út af strandi skipsins
þarna á ísnum, en svo bættist ofan á ótt-
inn við það, að skrúfublöðin kynnu að
brotna. Þá mundu tveir hinna beztu ís-
brjóta heimsins sitja fastir í íshellunni.
Og það var með öllu óvíst, að skipin gætu
veitt ísnum viðnám lengur en nokkrar
klukkustundir er þau voru orðin ferðlaus.
Pullen skipherra þaut niður af stjórn-
pallinum. Hann hafði enga ró til að vera
þar lengur, þar sem skipsskrúfan var nú
í stórhættu. Hann skundaði aftur á skut-
þiljur og tók sér stöðu þar.
Fyrsti stýrimaður kom til móts við hann
stjórnborðsmegin.
Þeir gátu gefið yfirmönnunum í brúnni
til kynna með bendingum, ef stöðva þyrfti
hreyfingu skipsins fyrirvaralaust vegna
hættu á, að skrúfan laskaðist. Og næsta
klukkutímann þurfti þess með oftar en
einu sinni.
Ein klukkustund. Raunar hafði enginn
litið á klukkuna. Og jrað hefði víst enginn
tn'iað því, að ekki væri um lengri tíma en
klukkustund að ræða. Öllum fannst jretta
býsna langur tími.
Skipið kastaðist til beggja hliða á vfxl
og minnti á hval, sem borið hefur upp á
strönd og gerir örvæntingarfullar tilraun-
ir til að komast aftur út í djúpið. Vélarnar
gengu með fullri ferð en al 11 kom fyrir
ekki, ísinn hélt!
Labrador bifaðist ekki um eitt einasta
fet! Svo leið klukkustund, tvær klukku-
stundir!