Nýtt S.O.S. - 01.10.1959, Qupperneq 16

Nýtt S.O.S. - 01.10.1959, Qupperneq 16
16 Nýtt S O S Þá kváðu allt í einu við ógurlegir brestir og brak. ísinn, sem liafði hindrað för skipsins, brotnaði! Labrador minnti einna helzt á hest, sem tekur feikna við- bragð, er hann finnur til undan sporum reiðmannsins. Hann rak trjónuna í íshell- una eins og hundur, sem bítur frá sér í ofsareiði. Labrador var aftur laus úr viðjum og hélt áfram för sinni. „Hvernig lætur skipið að stjórn?“ spurði skipherrann, er hann kom aftur á stjórn- pall. „Það sækir nokkuð á stjórnborða, Sir,“ svaraði siglingafræðingurinn. „Stýri eða skrúfa hlýtur að hafa orðið fyrir einhverj- um skemmdum. En skipið lætur samt sæmilega að stjórn og fer með fullum hraða.“ Pullen skipherra kinkaði kolli án jress að mæla. Svo mælti hann til siglingafræð- ingsins: „Hann er talsvert þéttur.“ „Já, jjað má nú segja, Sir. En skipið er sannarlega gott.“ Og jiað var vissulega sameiginlegt álit allra urn borð. „Hann er fjandanum sterk- ari. Annars hefði hann ekki þolað ]retta.“ Fjórum klukkustundum síðar sást Ed- isto greinilega nokkur hundruð metra framundan. Það sýndist vera barnaleikur að komast þá vegalengd í samaburði við það, sem búið var. Labrador dró nokkuð úr ferðinni, en hélt sitt strik, þráðbeint og örugglega unz hann hafði brotið ísinn allt að stefni ísbrjótsins bandaríska. Þetta var djarflega gert og ekki á færi annarra en mikilla skipstjórnarmanna. Hefði illa til tekizt gat svo farið, að skipin rækjust sarnan með Jreim hræðilegu afleiðingum, sem Jrað liefði haft í för með sér. Kopti flutti dráttartaug milli skipanna og næsta morgun hóf Labrador að draga Edisto og var lnindrað metra bil milli skipanna. Þá er Edisto var kominn á frían sjó, var honum ekkert að vanbúnaði að fara allra sinna ferða hjálparlaust. En áður mundi Allan bátsmaður og kafararnir fjór- ir þurfa að taka til hendinni. Já, Jrað mundi verða nóg að starfa í neðra! Pullen skipherra stjórnaði sjálfur köf- unarstarfinu. Tosty Allan fór fyrstur nið- ur í ískaldan sjóinn. Það var vandalítið að gera áætlun um, hve lengi liann mundi verða niðri: Eftir fimm mínútum mundi hann svo loppinn á liöndum, að hann gæti ekki lialdið á neinum hlut. Eftir sex mín- útur mundu fótleggir og handleggir verða stífir af kulda, en að sex mínútum liðn- um mundi verða lífshættulegt að vera lengur niðri. Sem sagt, fáeinar mínútur niðri í senn og þá varð að koma upp aftur. Þegar upp kæmi, mundu menn svo taka á rnóti köf- urunum og fylgja Jreim niður í lilýjuna í skipinu. Tosty Allan rann hægt niður í dimrnt djúpið, kafarabúningurinn féll fast að líkamanum. Kuldinn var nístandi bit- ur. Nú stóð hann andspænis skrúfublöð- unum. Tosty Allan flýtti sér að rannsaka skrúfublöðin og hann komst að raun um, að Jjau voru allmikið beygð. Labrador hefði ekki mátt vera öllu lengur fastur í ísnum, Jjví j^á liefðu skrúfurnar hans feng- ið sömu útreið. En nú hafði hann ekki lengur ráðrúm til þess, að athuga bakborðsskrúfuna: hann gat varla hreyft hendurnar, fingurn- ir voru orðnir tilfinningalausir er hann kom upp á yfirborðið hjá bátnum ,,Pogo“. Gene Fulmer fór nú niður til Jress að skoða bakborðsskrúfuna, en Oliver fór að athuga stýrið. F.n á meðan höfðu aðrir menn hröð handtök og drógu kafarabún-

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.