Nýtt S.O.S. - 01.10.1959, Síða 17

Nýtt S.O.S. - 01.10.1959, Síða 17
Nýtt S O S 17 inginn af Tosty Allan. Ellefu sinnum varð að fara niður til þess að athuga skemmd- irnar, en að þeim athugunum öllum lokn- um fluttu þeir skipherranum fáorða skýrslu um niðurstöður sínar: „Báðar skrúfurnar eru beygðar, en hvergi brotnar. Stýrið hefur við nána at- hugun ekki reynzt skennnt og skipsskrokk- urinn ekki heldur.“ Nú kom til kasta Thomas C. Pullen skipherra, hvað gera skyldi að fengnum þessum upplýsingum froskmannanna. Þeir voru kallaðir „vitfirringar" í gamni, því það þótti sem næst óðs manns æði að kafa niður á milli jakanna í sjó þar sem er kaldara en í venjulegum ísskáp. „Stefna á Bellotsund!“ fyrirskipaði Pull- en skipherra. „Fulla ferð áframl" Enginn um borð hafði neitt við þessa ákvörðun að athuga. Þvert á móti tóku þeir henni með glöðu geði. Morten laut- inant sagði, um leið og hann spýtti fyr- irlitlega út fyrir borðstokkinn beint á jaka, sem lónaði. framhjá: „Við skulum sýna ykkur livað við getum, helvítin ykk- ar.“ En þeir sýndu þeim það ekki. o O o Síðdegis 20. september — á fullri ferð um íssvæðið — barst loftskeyti frá Mason flotaforingja, sem var yfirmaður ratsjár- þjónustunnar á norðursvæðinu. Flota- foringinn skipaði Labrador að snúa við! Tilfellið með Edisto hafði fært mönnum heirn sanninn um, hversu hættulegt er, jafnvel fullkomnustu ísbrjótum, að vera einir á þessum slóðum. Og eftir að Edisto snéri heimleiðis, var ekkert skip nálægt, er gæti komið Labrador til aðstoðar, ef slys bæri að höndum. „Hverju á ég að svara, Sir?“ spurði loft- skeytamaðurinn Pullen skipherra. Pullen skálmaði fram og aftur á stjórn- pallinum með hendur í vösum. Hann var ekki árennilegur útlits. Nú, þegar þeir stefndu á Bellotsundið, nú átti að snúa til baka. Pullen hélt áfram að ganga um gólf og svaraði engu. „Sir?“ spurði loftskeytamaðurinn hik- andi. „Ekki neinu meðan við erum á þessu svæði hérna“, svaraði Pullen skipstjóri. Allt í einu brá fyrir strákslegu glotti á vörum hans: „Við skulum sjá til, hvernig okkur gengur hérna.“ Og svo fór um sjóferð þá, að Mason flotaforingi varð að bíða heilan dag eftir svari ísbrjótsins Labrador. Það var ekki fyrr en næsta dag, að Pullen sendi svar- skeyti sitt. En einmitt þann morgun komst Labrador úr íssvæðinu á auðan sjó. I skeyt- inu segir, að ferðinni sé haldið áfram í stefnu á Bellotsund. Virtist ekkert vera varhugavert um framhald ferðarinnar eins og á stóð. Framundan var íslaus sjór og nú væri meiri líkur til, að förin mætti heppnast en nokkru sinni fyrr. Skipherrann beið svarsins óþreyjufull- ur. Er svarið kom litu menn hvorir á aðra fullir undrunar. Frá flotastjórninni hafði borizt mjög stutt og laggott svar: „Hundraðasti og nítjándi sálmur, hundr- aðasta og þriðja vers. Mason.“ „Sa-kið biblíuna tafarlaust!“ skipaði Pullen skipherra. Og þá var fundinn lykillinn að þeim boðskap, er sjóherstjórnin flutti Labra- dorsmönnum. Þar stóð svart á hvítu: „Hversu sæt eru fyrirheit þín gómi mín- um, hunangi framar munni mínum." Menn hentu garnan að þessu um borð og skipið bar hratt áfrarn í stefnu á Bell- otsund. Koptarnir voru á lofti, en urðu að vera í námunda við skipið, því storntar

x

Nýtt S.O.S.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.