Nýtt S.O.S. - 01.10.1959, Qupperneq 19

Nýtt S.O.S. - 01.10.1959, Qupperneq 19
Nýtt S O S 19 ekki unnt að greina frá djúpsævinu þegar siglt var um sundið. Þrátt fyrir þessa nið- urstöðu ákvað Pullen skipherra, að freista þess samdægurs, að brjótast í gegn á I.abra- dor. Labrador sigldi nú inn Bellotsund með hægri ferð. Ratsjáin var stöðugt í gangi svo og bergmálsdýptarmælir. Sú spurn- ing brann á allra vörum, hvort þetta skip, sem hafði gengið ferðin svo vel frarn að þessu, mundi komast leiðar sinnar í þessu óárennilega sundi. I þetta sinn bar sundið sigur af hólmi en ekki ísbrjóturinn! Allt í einu tifar vélsíminn á ,,Fulla ferð til baka! Fyrir stafni voru grynningar, sem hefðu getað búið skipinu sinn skapadóm. Klukkustundu síðar var aftur komið á grunnt vatn og enn voru vélarnar knúð- ar ítrasta afli afturábak. Nú var svo komið, að mjög sterkur straumur rak skipið áfram. Var þetta alls ekki hættulaust og mjög erfitt að stýra skipinu í straumhörðu sundinu. Þann 23. september voru enn miklar grynningar framundan, en þá var Labra- dor kominn nokkuð langt inn í sundið. Pullen skipherra fór sjálfur margar rann- sóknarferðir í kopta til þess að athuga all- ar aðstæður í sundinu, sem virtist ætla að verða ærið örðugt viðureignar. Fjórum sinnum neyddist hann til að hverfa frá, en í hvert sinn virtist ekki vanta nema herzlumuninn að markinu. Og nú, er Pullen flaug yfir sundið sá hann þá sjón, er olli því, að hárin risu á höfði hans. í sundinu miðju var slíkur ógnarstraum- ur, að hann var sem ólgandi röst yfir að líta. Um háflóð mundi ekkert hafa borið á þessum stríða straumi. Meira að segja rnundi Pogo hafa farið hér um án þess að áhöfnin hefði séð nokkuð athugavert. En nú, er lágsjávað var, mátti greinilega sjá kletta og klungur á stóru svæði, aðeins nokkur fet undir sjávarmáli. Þar lá dauð- inn vissulega í leyni og mundi hafa búið skipi og mönnum aldurtila, ef ekki hefði verið aðgætt í tíma. Eftir stefnu ísbrjóts- ins að dæma, mundi hann hafa farið að- eins örfáa metra frá klettunum. Straumur- inn hefði hæglega getað borið skipið upp á þessi hættulegu sker. Og þá hefði verið úti um ísbrjótinn Labrador. Þessar tálm- anir voru áreiðanleg örðugasti hjallinn á leiðinni. Og nú var auðsætt, að heimskautaveðr- áttan ætlaði að fara að sýna þessum ferða- glópum í tvo heimana. Bylur stóð af Som- merseteyjum, jakarnir rákust saman eins og graðungar, sem setja undir sig hausinn, og öldurnar risu hátt, þar sem var auður sjór. í slíkum veðraham hefði verið óðs manns æði að halda ferðinni áfram. Labra- dor lagðist þá í landvar undan Baffineyju. í heila viku geisaði svartabylur með miklum stormi, þá létti upp og varð heið- skírt veður, en aðeins einn dag. Svo hófst sami darraðardansinn á nýjan leik. Heim- skautssumarið var liðið. Veturinn var skollinn á og þar með loku skotið fyrir framhald leiðangursins. Pullen skipherra var þungt fyrir brjósti, er hann skipaði svo fyrir, að nú skyldi snú- ið við heim á leið. Leyndardómar Bellot- sunds voru enn ókannaðir. Þeim hafði aðeins heppnazt að lyfta örlítið fortjaldi leyndardómanna. Margur maðurinn gnísti tönnum af vonbrigðum er stefnan var tekin í austur- átt — heim. „Við komum aftur!“ hrópuðu þeir. -

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.