Nýtt S.O.S. - 01.10.1959, Síða 20

Nýtt S.O.S. - 01.10.1959, Síða 20
20 Nýtt S O S „Fjanclinn hafi það, við skulum konia aft- ur!“ Og — þeir áttu eftir að koma aftur . . . o O o Labrador var settur í þurrkví í Halifa*í er heim kom. Var nú hafin gagngerð at- hugun á skipinu. Kom þá í ljós, að norður- skautsísinn hafði klórað betur, en ætlað var í fyrstu. Gagngerð viðgerð varð ekki umflúin. Pullen skipherra og aðrir yfirmenn á Labrador settust ]dó ekki í helgan stein. Þeim var falið ásamt vísindamönnum og sérfræðingum í norðurheimskautssigling- um, að rannsaka til hlítar livert smáatr- iði þess árangurs, er náðist í þessari rann- sóknarför norður. Hvert smáatriði var þrautprófað og fellt inn í þá heildarmynd, sem náðist. Eftir þá reynslu, sem fékkst af ferð Edisto, mundi nú ekki farið sunn- arlega fram hjá Baffineyjum heldur norð- úr við Baffinland um Daviessund, þá um Lancastersund og framhjá Prince Regent- eyjum. Þetta var bundið fastmælum. En það, sem ekki var hægt að fastákveða var það, hvort Bellotsundið mundi reynast fært skipum. Það var enn hinn mik'i Jeyndardómur. \'ið þá spurningu glímdu menn næsta ár . . . Þá er kominn 1. júlí 1957. Labrador II leysir landfestar í Halifax. Skiplierra er enn Thomas C. Pullen. Stefn- an er tekin á Nýfundnaland. Nú voru mörg ný andlit um borð, en líka marg- ir sjómenn, sem höfðu komizt í kynni við Bellotsundið á liðnu ári, og voru nú full- ir eftirvæntingar vegna nýrra kynna. Þess- ir gamalreyndu sjóliðar voru ekki í nein- um vafa um, hvað lægi að baki þessari skipun um að fara til Nýfundnalands. Og nýliðarnir voru brátt leiddir í allan sann- leika í þessu efni. Ferðinni var heitið lengst í norður til Bellotsunds! Tosty Allan hafði ekki kosið að gera neinar breytingar á kafaraliðinu. Þeir fjór- ir, sem fóru síðustu ferðina, voru allir með nú, og Allan var hæstánægður með það. Þeir höfðu allir öðlazt mikla reynslu og voru menn harðgerðir með afbrigðum. Nýliðarnir meðal áhafnarinnar fengu að reyna það aðeins sex dögum eftir brott- för, eða 7. júlí 1957, hvað slík ferð sem þessi getur borið í skauti sínu. Labrador hafði brotizt gegnum breitt ísabelti án teljandi erfiðleika og var nú kominn inn í allbreiða rennu, þar sem var auður sjór, en þó með einstökum stór- um rekísjökum. Þá skall allt í einu á sót- svört þoka. Á þessum slóðum getur hún skollið á eins skyndilega og hendi er veif- að. Labrador hélt áfram ferð sinni eins og ekkert hefði í skorizt. Menn fylgdust af gaumgæfni með ratsjánni. Fyrir atbeina hennar hafði þokan, hinn gamalkunni ó- vinur allra siglingamanna, misst brodd sinn. Til vonar og vara lét yfirmaður sá, er stjórnaði vaktinni, fjölga mönnum á vakt. Það var þessi aukavakt uppi í siglu skips- ins, sem raunverulega bjargaði Jdví. Það munaði ekki hársbreidd að illa færi; mátti ekki muna parti úr sekúndu! Allar vélar voru settar á fyllstu ferð afturábak, og nú gaf að líta fyrir stafni skipsins hvítan risavegg: Borgarísjaka. ísbrjóturinn dró úr hraðanum og það var sem hann titraði stafna á milli. En það virtist næstum heil eilífð unz 12 hnúta ferð hans minnkaði niður í 8 — 7 — 6 — 5 — 4 — 3 —2 — En samt sem áður, skrið- urinn var svo mikill, að Labrador rakst á borgarísjakann.

x

Nýtt S.O.S.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.