Nýtt S.O.S. - 01.10.1959, Síða 21

Nýtt S.O.S. - 01.10.1959, Síða 21
Skipverjar stóðu á öndinni. ísjakar & reki hafa reynzt langsamlega hættulegast- ir vágestir í allri siglingasögunni. ()g nú hatði Labrador rekizt á svo að utn nnin aði. ísstykkjum rigndi yfir skipið. Nokkrar sekúndur riðaði borgarísjakinri til og frá. Ef honum hvolfdi mundi hann sennilega skella ofan á skipið og mylja það undir sig. Menn biðu í ofvæni þess, er nú mundi ske. En ekkert skeði! Smám saman kyrrðist borgarísjakinn. „Hæga ferð afturábak!" var skipað í brúnni og þumlung eftir þumlung þokað- ist skipið frá glitrandi ísnum. Eftir fá- einar sekúndur var skipið: „Hálfa ferð afturábak!" og þá: „Fulla ferð afturábak.“ Labrador var laus! Sterka stálbrynjan hafði borgið honum. Hún hafði komið í veg fyrir, að ísinn skæri byrðinginn eins og hnífi væri brugðið á hann. Þann veg hafa mörg skip farizt allt fram á þennan dag. Norðuríshafið hafði sent útvörð sinn í veg fyrir skipið. Hann hefði hæglega getað orðið því örlagadómur. Nákvæmlega viku seinna, hinn 14. júlí 1957, fékk Tosty Allan og félagar hans nóg að starfa. Nýtt og óvenjulegt starf. Loks birti upp og þá var skipið statt úti fyrir strönd .Labradors. Vindur var aðeins þrjú til fjögur stig, en margar grynningar var að varast á þessari leið. Þetta kom engum á óvart, þvert á móti hafði Labra- dor leitað uppi þessar grynningar. Það var gert í þeim tilgangi, að reyna að finna nýja leið, enn norðar en í fyrra skiptið. Nú var afráðið að láta kafará ryðja með- alstórum klettunr úr vegi, sprengja þá í sundur, og gera með þeim hætti örugga skipaleið. Þetta kalla kafarar að „hoppa eins og engispretta." ---------------------- Nýtt S O S 21 Tosty Allan skipaði öllum köfurum sín- um til þessa verks. Fyrsta sprengingin var framkvæmd' á 12 metra dýpi. Hitastigið var nákvæmlega o. Því varð að hafa snör handtök að koma sprengjunum fyrir. Þessa aðferð höfðu kafararnir æft hvað eftir annað. Þetta gekk skjótt fyrir sig. Nokkur liögg með hamrinum og sprengi- efnitiu var komið fyrir í holunni. Svo varð að flýta sér upp eins og mest mátti verða. Brátt ólgaði sjórinn þar sem kletturinn liafði verið. Strax á eftir fór Allan niður til þess að athuga árangurinn. Það var alls ekki eigandi á hættu, að viðhafa þessa aðferð í Bellotsundi. Kraft- miklar sprengingar gátu hægiega lokað sundinu sem skipaleið. En það var hægt að láta allstóra kletta ,,hoppa“ úr vegi. Aferðin þótti gefa góða raun. Labrador hélt áfram ferð sinni hægt en öruggiega. Nú var farið um Baffinflóa, ut- an við Baffineyna, en ekki um Foxe-Bassin og Boothiaflóa eins og í fyrri ferðinni. En þar senr svo að segja hver metri þess- arar leiðar var NÝ LEIÐ. varð að fara mjög hægt, mílu eftir mílu, og margvísleg- ar athuganir framkvæmdar af köfurum og haffræðingum. Koptarnir voru á sífelldu ferðalagi, komu varla um borð nema til þess að taka eldsneyti. Svo rann upp 23. júlí. En sá dagur átti sína sögu og verður nú frá því greint nán- ar. Það var um hádegi, er kvað við gjall- andi aðvörunarhringing um allt skipið. Þessi aðvörun kom upphaflega frá kopta nr. 1, er sendi hana um loftskeytatæki sitt. Hann sendi eftirfarandi: „Flugvélin steyptist niður. Flugmaður og farþegi báðir slasaðir, en ekki veru- lega. Þurfum nauðsynlega á hjálp að

x

Nýtt S.O.S.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.