Nýtt S.O.S. - 01.10.1959, Qupperneq 22

Nýtt S.O.S. - 01.10.1959, Qupperneq 22
22 Nýtt S O S halda.“ Og loks var gefin upp staða kopt- ans. En staða sú, er flugmaðurinn gaf upp, var „Peter Point-fjall.“ Fjall þetta er að- eins nokkur hundruð metra hátt, en i 11 - kleift og hlíðar þess ísi þaktar. Raunveru- lega er jrað ókleift og stormhviður skella þar á, þá er ntinnst varir. Af þeim sökum má heita útilokað að lenda þar á þyril- vaengju. Kopti nr. 2 átti nú að athuga al',- ar aðstæður í námunda við fjallið. Hann fór strax af stað til þess að undirbúa björg- unartilraunir eða bjarga mönnunum þá þegar, væri þess nokkur kostur. En hálfri klukkustund síðar barst enn neyðarkall til Labrador: „Kopti nr. 2 eyðilagðist í stormsveip. Áhöfnin heil á húfi.“ Nú þurfti að bjarga fjórum mönnum á „Peter Point". Og sennilega voru tveir koptar gerónýtir. Tveir koptar af þremur, sem þeir höfðu meðferðis. En hvernig átti nú að bjarga þeim félögum, eftir að fyrstu björgunartilrauninni hafði lokið með missi annarrar flugvélarinnar? Yfirmenn skipsins komu saman á skyndi- fund og niðurstaðan varð sú, að aðeins ein lausn væri fyrir hendi: Þriðji og síð- asti koptinn. sem hafði tvo sterka hreyfla, varð að fara. Þetta þýddi, að það varð að leggja síðasta og stærsta koptann og flugmann á honum í þessa hættu. En þessi kopti þurfti stærra svæði til lendingar en lúnir koptarnir. Og nú var ekki annars kostur en bíða betra veðurs, annað hefði verið hið mesta flan. En það var annað en gaman að bíða meðan fjórir menn húktu uppi á fjallstindi í nístandi heim- skautskulda, vatns- og matarlausir og haf- andi ekkert til að skýla sér með. Eitt var víst. Það varð að færa þeim vistir, hvað sem tautaði. Hinsvegar var erl'itt að finna lausn á þeim vanda, hvern- ig það mætti ske, að flytja vatn og matar- birgðir upp á fjallið. F.f kopti kæmist það nærri. að unnt væri að kasta niður mat- vælurn og vatnsdunkum, þá ætti hann að geta lent án áhættu og bjargað hintun fjórum nauðstöddu mönnum. En nú hafði einmitt annar koptinn farið flatt á því að fljúga of nærri fjallinu. Ef mat- vælum væri kastað úr það mikilli hæð, að koptinn væri óhultur, mundu vistirnar sennilega eyðileggjast og væru mennirnir þá engu betur settir. F.inn vísindamannanna á Labrador kom þá með hugmynd, er gæti orðið til bjarg- ar. Maður þessi hét Arthur Collins og vann að rannsóknum á hafísnum. Hugmynd Collins var sú, að frysta mat- vælin og vatnsdunka inn í stórar íshell- ur, fljúga svo með birgðirnar til Peter Point og varpa þeim niður úr 60—70 metra hæð. ísinn nnindi að vísu splundr- ast, er hann lenti á fjallinu, en niður- suðudósir og vatnsdunkar mundu verða heilir! Næsta dag, er bar upp á 24. júlí, heppn- aðist að bjarga Jreim félögum af stóra koptanum. En nú mundi verða að Ijúka ferðinni — og ferðalokin voru fyrir mestu — án þess að geta gripið til annarra flug- véla en stóra koptans. Þrátt fyrir það ákváðu yfirmenn leið- angursins einrónra að halda ferðinni á- fram. Og Jrann 21. ágúst var ferðinni Jrar kom- ið, að Labrador náði Bellotsundi norðan- verðu og hafði þá farið um Prince Regent- sund. Nú mundi koma í ljós, hvort sú reynsla, er leiðangursmenn höfðu aflað sér síðastliðinn vetur, mundi koma að tilætl- uðum notum. Það, sem verða mundi verst- ur þrándur í götu Labradors var þetta:

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.