Nýtt S.O.S. - 01.10.1959, Qupperneq 23

Nýtt S.O.S. - 01.10.1959, Qupperneq 23
Nýtt S O S 23 Fyrst er að nefna „Magpie“ stóra neðar- sjávarklettinn í sundinu. í öðru lagi nokkrir niinni klettar, sem gerðu Larson svo erfitt fyrir, er hann reyndi við sund- ið 1941. í þriðja lagi voru svo grynning- arnar út frá Pemmican Rock vestast í sund- inu og var liaft fyrir satt, að leiðin væri ófær stórum skipurn vegna þeirra. Næsta morgun urn sólarupprás, hóf koptinn sig á loft og flaug eftir Bellot- sundinu, þessa 17 mílna leið. Að skammri stundu liðinni sendi hann svohljóðandi tilkynningu: „Sundið er ís- iaust!“ Þetta var fyrsta góða fréttin um langan tíma. En nú mundi verða nóg að gera fyr- ir Pogo og kafarana. Klukkan 10,30 hélt Pogo af stað út sundið. „Nú verðum við að láta hendur standa fram úr ermum piltar,“ sagði Tosty Allan. „Og ég hugsa, að sú vinúa verði okkur minnisstæð löngu eftir að henni er lokið.“ Hann reyndist sannspár. Fyrsta verkefni Pogo var ,að mæla dýpið. Annað verk- efni, kannske ennþá mikilsverðara, var að setja út miðunardufl. Loks var þriðja verk efnið, þar sem kafararnir komu til sög- unnar, en þeirra hlutverk var að láta klettadrangana, sem tálmuðu umferða „hoppa“ i'u vegi. Þetta var hin versta vinna niðri í ísköldum sjónum. Hitt var engu betra, að straumur er þarna svo mik- ill, að illstætt var á botninum og urðu kafararnir að vinna rammlega bundnir. Þeir urðu að láta draga sig upp, er þeir höfðu verið hæfilega lengi niðri. Er þeir komu urn borð í Labrador um kvöldið gaf Morten lautinant svohljóð- andi skýrslu: „Sundið er 50 til 100 faðma djúpt, sem þýðir, að skip af öllum stærðum gela siglt um það. Larsonkletturinn og kletta- sundið við Pemmican Rock er hægt að gera siglingafært með sprengingum. F.n —,“ bætti lautinantinn við lágum rómi, „við „Magpie" er ekkert að gera.“ Nei, við Magpie var ekekrt hægt að gera. Þar var kafað og klettur þessi kann- aður vendilega frá öllum hliðum. Nokkr- ar sprengingar voru gerðar til reynslu, sér- staklega sterkar sprengingar. En Magpie var svo stór klettur og þungur, að það var ógerningur að láta hann „hoppa“. Það eina, sem hefði unnið á honum hefði ver- ið risasprenging, sprenging, sem trúlega hefði haft það í för með sér, að sundið hefði lokazt. Þar með hefði draumurinn um norðvesturleiðina verið endanlega úr sögunni. Að kvöldi næsta dags skýrði Moren lautinant enn frá athugunum þeirra fé- laga: „Dýptarmælingum haldið áfram. Dýpi mikið. Siglingaduflin hafa ekki haggazt þrátt fyrir mikinn straum.“ Þessi tilkynning kostaði Alan Cavenagh siglingafræðing flösku af góðu wiskíi. Hann hafði veðjað við skipherrann, að þessi mikli straumur mundi slíta duflin upp. En hann lét flöskuna af hendi með glöðu geði, því missir hennar þýddi, að undirbúningsathugunum var lokið og nú var hægt að fara að leggja á sjálft sundið. Um kvöldið klukkan 21 lét Pullen skip- herra kalla saman alla foringja og undir- foringja skipsins. Hann kvaðst raunar ekki hafa rnikið að segja. Það væru aðeins fimm orð, en þau hefðu samt heimssögulega þýðingu: „Á morgun förum við sundið!“ Og þessi sögulegi morgunn rann upp 24. ágúst 1957. Dagur, sem átti eftir að verða skráður gullnum stöfum í bók sigl- ingasögunnar. Um klukkan níu um morguninn til- kynnti Pullen skipherra, að nú rnundi lagt

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.