Nýtt S.O.S. - 01.10.1959, Qupperneq 24
24 Nýtt S O S
af stað inn sundið. Miklar rannsóknir
höfðu verið framkvæmdar áður en á-
kvörðun var tekin um að sigla um sund-
ið, þessa hættulegu 17 sjómílna leið.
Allt var tilbúið til þess að varpa báðum
akkerum skipsins fyrirvaralaust, hver ein-
asti maður beggja vakta var á sínum stað.
Hver einasti geýmir skipsins hafði verið
fylltur til þess að þrýsta Labrador eins
djúpt og kostur var. Það var gert til þess,
að ef svo illa tækist til, að skipið strand-
aði, átti að dæla úr geymunum öllu til
að létta það.
Pogo fór um hundrað metra á undan
skipinu og mældi dýpið jafnt og þétt og
tilkynnti Labrador jafnóðum niðurstöður
mælinganna, Fyrsti stýrimaður stóð sjálfur
við stýri ísbrjótsins.
„Er allt tilbúið?“ spurði Pullen skip-
herra.
,Já, Sir! “
„Þá af stað!“
Labrador hélt nú inn Bellotsundið með
i2.hnúta liraða. Það var undarleg tilfinn-
ing, sem greip Tosty Allan, er hann sat
á þilfari Pogo í fullum kafarabúningi og
Iiorfði á hið glæsilega, hvíta stefni Labra-
dor nokkurn spöl á eftir bátnum. Hugur
hans var í uppnámi, þetta var í senn æs-
andi og þrúgandi tilfinning. Síðasti og
erfiðasti áfangi norðvesturleiðarinnar var
hafinn. Nú mundi hver metri þessarar
leiðar eiga sína sögu.
„Eg þori að veðja,“ sagði Gene Fulmer,
„að Labrador verður eignaður allur heið-
urinn af þessari ferð.“
„Nú jæja, hverjum öðrum mundi bera
sá heiður?“, sagði Oliver.
„Nú jæja. Kannske Pogo. Pogo og okk-
ur,“ svaraði Fulmer og glotti við. „Hver
fer fyrstur mn sundið, þessi stóri kuggur
þarna á eftir, eða við?“
Þeir lilógu, en þeir voru of spenntir
til þess að hláturinn væri eðlilegur.
Leiðangurinn var nú fjórar mílur inni
í sundinu og Pogo vísaði leiðina. Fjórar
mílur, en ekki lengra. Þá skall á storm-
ur, og hann blés beint á móti fallstraunm-
um, sjórinn varð svo úfinn, að við lá, að
Pogo mundi hvolfa þá og þegar. Menn
urðu að ríghalda sér á þilfarinu.
„Snúið við tafarlaust!" Skipun þessi
kom frá Labrador. En það var liægara
sagt en gert að snúa við. Á Pogo voru ein-
vörðungu þaulreyndir sjómenn, en sjald-
an eða aldrei höfðu þeir komizt i krapp-
ari dans en að komast þessa hundrað metra
leið til móðurskipsins.
I.abrador varð að nema staðar til þess
að taka áhöfn Pogo um borð.
Það tók ekki nema nokkrar mínútur, en
kannske voru það hættulegustu mínút-
urnar í ferðinni allri.
Straumur og stormur hafði nær lirakið
Labrador upp á grynningarnar og Pogo
dansaði eins og korktappi á öldunum.
Það var sannarlega afrek útaf fyrir sig að
innbyrða mælingabátinn, en enginn var
neitt að fjasa um það.
Pullen skipherra stóð steinþegjandi í
brúnni. Hann hafði hendurnar í buxna-
vösunum. Hann horfði hvasst út á sund-
ið framundan. Þetta sund ætlaði að verða
býsna erfitt viðureignar. Það mundi verða
erfitt hverju skipi, þó auðveldara væri í
stjórn en Labrador.
o O o
Sundið þrengdist mjög. Það var eins
og klettaveggirnir beggja vegna ætluðu að
króa skipið inni. Siglingaleiðin, sem Pogo
hafði mælt daginn áður var lítið breiðari
en skipið sjálft. Stefnan, sem stýrð var,
varð að vera rétt. Þar mátti engu skeika.
Þegar Labrador var í miðju sundinu