Nýtt S.O.S. - 01.10.1959, Blaðsíða 25
Nýtt S O S 25
breyttist fallstraumurinn. í fyrstu var
hann á eftir skipinu og jók nokkuð hraða
þess. Nú varð hann beint á móti og dró
úr hraðanum. Nú voru fallaskipti. Sjórinn
varð eins og sjóðandi hver: Þarna var
kletturinn Magpie.
Svitadroparnir glitruðu á enni stýri-
mannsins, er klettarnir voru að baki.
Segja mátti, að hver einasti maður um
borð stæði á öidinni.
Og nú skeði nokkuð, sem enginn rnundi
gleyma í bráð. Thomas C. Pullen skip-
herra gekk út á brúarvænginn bakborðs-
megin og steytti hnefana að klettunum!
Menn hnipptu hver í annan og svo hlógu
þeir. En hláturinn hljóðnaði bráðlega.
Bellotsundið átti enn eftir að klóra þeim.
Allt í einu var samfelld íshella framund-
an, lagnaðarís, sem náði þvert yfir sundið.
„Morten lautinant komi til viðtals við
skipherra!“ görguðu hátalarar skipsins. En
sú orðsending var ekki nauðsynleg, því
skipstjórinn á Pogo var þegar kominn á
stjórnpall.
„Segið þér mér, Morten," sagði skip-
lierrann. „Haldið þér að við höfum auðan
sjó bak við íshelluna?"
„Eg held það, Sir. Pemmican Rock
liggur nokkrar mílur framundan og þar
er íslaus sjór.“
Nú varð Pullen skipherra að taka á-
kvörðun, kannske þá örlagaríkustu i ferð-
inni allri. Og þá ákvörðun varð að taka
tafarlaust.
Það er sem sé aðeins um tvo kosti að
velja. Annaðhvort að gefast upp og snúa
við, eða reyna að brjótast gegnum lagnaðar
ísinn. Það var ekki skemmtileg tilhugsun
að lara nú að leggja í þennan geisiþykka
lagnaðarís í sundi, sem var aðeins hundrað
metra breitt. En enginn mundi nokkru
sinni vita um þá innri baráttu, sem Pull-
en skipherra háði þessar sekúndur, sem
hann hafði til umráða. Allra augu í brúnni
rnændu á hann. Manninn með svarta
skeggið, breiða nefið og svörtu augun, er
gneistuðu af lífsorku ísbrjótsskipstjórans.
Þessi augu urðu tinnuhvöss. Svo skipaði
hann rólega, en ákveðið: „Allar vélar fulla
ferð áfram!“ En stýrimanninum gaf hanir
svohljóðandi skipun: „Haldið stefnunni í
miðiu sundinu!"
Sumum hefði nú kannske dottið í hug
að hrópa ferfalt húrra fyrir skipinu og
skipherra, svo sem til þess að auka sjálf-
um sér kjark með dunandi hrópi. En
þeir vildu ekki blekkja sjálfa sig með
þeim hætti. Enginn æpti fagnaðaróp, eng-
inn sagði orð.
Þeir krepptu bara lmefana, þegar stefni
Labrador brunaði inn í ísinn með miklu
braki. Og svo hófst gamli djöfladansinn,
stefnið hófst upp á ísskörina og braut
hana niður með ferlegu braki og brestum.
Tvæim klukkustundum seinna var þraut-
in unnin. Labrador var aftur á auðum
sjó á Pell-sundinu.
„Jæja,“ sagði Pullen skipherra og beindi
máli sínu til annarra yfirmanna í brúnni,
„þá er björninn unninn. Þetta er lyki!!-
inn að djúpleiðinni."
o O o
Þetta skeði 24. ágúst 1957.
Nokkrum dögum síðar, eða 3. septem-
ber, hitti Labrador II. þrjú strandgæzlu-
skip í James Ross-sundinu, eins og ráð-
gert hafði verið löngu fyrirfram. Þessi skip
voru „Storis", „Spar“ og „Bramble".
Og nú var snúið við. Skipin þrjú sigldu
í kjölfar Labrador um Bellotsund.
Þetta var fyrsta skiplestin í sögunni, er
fór norðvesturleiðina.
Nokkrum vikum síðar kom stór ísbrjót-
ur með töluna 50 málaða stórum, svört-