Nýtt S.O.S. - 01.10.1959, Síða 27
Nýtt S O S 87
mátti og loka með rafmagni frá stjórnpall-
inum, útveggir yfirbygginga á þilfarinu
úr stáli, rafmagnsútbúnaður, sem gæfi til-
kynningar um eld, sem upp kynni að
koma, samskonar áhöld til að segja til um
reyk, 73 handslökkvitæki, 42 vatnsdælur,
10 björgnnarbátar, hver fyrir 70 manns og
ótal margt fleira.
Morro Castle var skip, sem hafði stranga
áætlun. í níu ferðum sínum frá því í
júní 1934 og fram í ágúst sama ár, hafði
það að meðaltali aðeins 8 klukkustunda
viðdvöl í aðalhöfn sinni, New York, á
hverjum laugardegi, og einnar nætur dvöl
í Havana.
í síðustu ferð skipsins frá Havana til
New York bar fátt til tíðinda, unz það
spurðist að kvöldi 7. september, að yfir-
stýrimaður skipsins, Warms, hefði komið
að skipstjóranum örendum í herbergi
sfnu.
Læknir skipsins hafði stundað hann
undanfarna daga vegna meltingarkvilla og
var banameinið annaðhvort talið stafa af
þeim sjúkdómi eða snöggxi hjartabilun.
Læknirinn, sem líkskoðunina annaðist,
fórst í brunanum og lík skipstjórans einn-
ig. Ekkert varð því sannað eða afsannað
um þann orðróm, að eiturbyrlun hefði
verið orsök Iiins skyndilega dauða hans.
( Dauði skipstjórans hafði það í för með
sér, að hátíðahöld þau, sem venjuleag fóru
fram kvöldið áður en komið var í höfn,
féllu niður. Farþegarnir gengu flestir
venju fremur snemma til náða. Klukkan
8 næsta morgun átti skipið, ef allt var
ineð felldu að koma til New York.
Klukkan 1,55 var siglt fram hjá vitanum
á Barnegat í aðeins þriggja mílna fjar-
lægð og stefnan tekin þaðan beint á hafn-
arvita New York-hafnar.
Það var úrhellisrigning og stormur um
nóttina. Sögum bar ekki saman um það,
hvenær eldsins hefði fyrst orðið vart, en
einn af þjónum skipsins sór það síðar við
réttarhöldin, sem haldin voru eftir brun-
ann, að stuttu fyrir klukkan þrjú þessa
nótt hafi hann orðið þess var, að eldur var
í skáp einum inn af lestrarsal skipsins á
1. farrými og var eldurinn orðinn all-
magnaður. Um sama leyti varð þess vart
úti á þilfarinu, að reyk lagði upp um loft
rásirnar, og var það þegar tilkyrint yfir-
mönnunum.
Warms fyrsti stýrimaður, sem tekið
hafði að sér skipstjórnina, sendi 2. stýri-
mann í rannsóknarferð. Ólíklegt þótti að
eldur gæti kviknað í farmi skipsins. í lest-
unum voru aðeins 750 smálestir af vörum,
flestum lítt eldfimum.
f skýrslu réttarforsetans við rannsókn
málsins, er komist svo að orði meðal ann-
ars:
„Eldurinn magnaðist með alveg óskilj-
anlegum hraða og lagði þegar undir sig á
B-þiIfarinu hvern salinn á fætur öðrum og
stöðvaði umferð eftir aðalstigunum niður
á lægri þilförin. Slökkvistarfið virðist og
allmjög hafa farið í handaskolum. Aðeins
eitt handslökkvitæki og 7 vatnsdælur voru
notuð í baráttunni við eldinn, og skipið
hélt áfram með fullri ferð, alllöngu eftir
að eldsins varð vart. Það var fyrst, þegar
eldurinn var orðinn óviðrdðanlegur með
öllu, að breytt var um stefnu og dregið
úr hraðanum. Stjórntæki skipsins biluðu
öll um sama leyti ásamt raflögnunum til
stjórnpalls, en engar tilraunir voru þó
gerðar, að því er séð verður, til þess að
nota í staðinn þann varaútbúnað, sem til
var.“
Það, sem aðallega gaf orðrómnum um
íkveikju byr undir báða vængi, var hinn
grunsamlegi hraði á útbreiðslu eldsins.