Nýtt S.O.S. - 01.10.1959, Side 28
28 Nýtt S O S
Það var engu líkara en kveikt hefði verið
í víðsvegar um skipið. Fyrirbrigði þetta
fer þó að verða skiljanlegra, þegar þess er
gætt, að skipið var sérstaklega byggt fyrir
hitabeltisferðalög og því vel útbúið að
loftræstingu, þannig að dragsúgur hlaut að
verða mikill í hinum löngu göngum þess,
stigum, lyftugöngum og veggsvölum, með-
an stefnt var á móti storminum með 18
mílna hraða á klukkustund í 20 mínútur
að minnsta kosti, eftir að eldsins varð vart.
Loftskeytamennirnir voru þrír á Morro
Castle, yfirloftskeytamaðurinn, George
Rogers, og aðstoðarmenn lians, George Al-
agna og Charles Maki.
Maki var á verði kl. 3 um nóttina, þeg-
ar eldsins varð fyrst vart. Hann vakti þá
þegar Rogers og Alagna.
Meðan Alagna var að klæða sig, sá hann
út um gluggann á svefnklefa sínum bjarm-
ann af eldinum. Hann leit á klukkuna,
þegar hann kom inn í loftskeytaklefann
— hún var 3. Fyrir utan heyrði hann gefn-
ar skipanir og að vatnsslöngur voru dregn-
ar eftir þilfarinu, en í fjarska heyrðist æs-
ingakenndur kliður frá farþegunum.
Maki var nýlega setztur við tækin aftur,
þegar Rogers kom. Hann stjakaði honum
frá og tók sjálfur að sér gæzlu þeirra.
Alagna fór út á þilfarið til þess að kynna
sér horfurnar. Bátaþilfarið bakborðsmegin
stóð í björtu báli. Á næsta þilfari fyrir neð-
an hann stóðu karlmaður og kona og
horfðu út á hafið, hljóð og áhyggjufull.
Alagna fór því næst upp á stjórnpallinn.
Þar var svarta myrkur. Skipið var ennþá
á siglingu og því engin liós höfð í stýris-
húsinu. Á stjórnpallinum virtist allt vera
í upplausn og óreiðu. Loksins tókst hon-
um að vekja athygli Warms á sér, en eng-
ar fyrirskipanir voru gefnar, og fór hann
því við svo búið niður í loftskeytaklefann
aftur.
„Þetta er óslökkvandi bál,“ sagði hann
við Rogers.
Maki var enn í klefanum. Reykinn var
farið að leggja upp um rifur á gólfinu, og
varð Rogers að halda fyrir vitum sér votu
handklæði til að verjast köfnun.
Alagna reyndi varalýsinguna. Ekkert
ljós kom. Hann skipti um öryggi, en allt
kom fyrir ekki. Vararaflögn skipsins var
eyðilögð.
Alagna lagði enn af stað upp á stjórn-
pallinn til þess að ná tali af Warms. Eld-
urinn hafði enn færzt í aukana. Alls stað-
ar ríkti stjórnlaust ofboð. Sumir unnu þó
að því að setja skipsbátana á flot,‘ aðrir
hlupu skefldir fram og aftur um þilförin.
Ópin og óhljóðin heyrðust neðan af neðri
þilförunum. Hamingjan hjálpi þeim,
hugsaði hann, sem enn eru luktir inni í
vistarverum sínum niðri í skipinu.
Við loftskeytatækin gat Rogers ekkert
annað gert en hlustað þögull á skeytavið-
skiptin á 600 m. bylgjulengdinni, meðan
hann grúfði sig fram yfir borðið og sogaði
að sér mengað andrúmsloftið gegnum
rennvott handklæðið. Engin skipun hafði
verið gefin um að senda út SOS, en með
sendingu þess hefði á svipstundu mátt
stöðva öll önnur viðskipti og kveðja fjölda
skipa til hjálpar.
Honum brá heldur í brún, þegar hann
heyrði allt í einu, að e/s Andrea Lucken-
bach spurði landstöðina í Tuckerton,
hvort nokkur vitneskja lægi fyrir um skips-
bruna í nánd við New Jersey. Tuckerton
kvað nei við því.
Það er athyglisvert, að kl. 2,12 skyldi
eldbjarminn frá Morro Castle sjást frá
skipum í margra mílna fjarlægð.. Virðist
ástæða til, að þegar hér var komið, hefði