Nýtt S.O.S. - 01.10.1959, Side 29

Nýtt S.O.S. - 01.10.1959, Side 29
Nýtt S O S 29 átt að vera búið að gefa loftskeytamönnun- um skipun um að kalla á hjálp. Hins veg- ar gat Rogers ekki starfsskyldu sinnar vegna látið neitt uppi um það, að eld- bjarminn, sem um ræddi, væri frá skipi hans. Skömmu síðar kom Alagna aftur. „Allt er í megnustu óreiðu á stjórnpallinum,“ sagði hann, „yfirmennirnir Jrvælast þar hver fyrir öðrum eins og vitfirringar, og ég hafði engin tök á að ná tali af skip- stjóranum.“ Klukkan var þá nákvæmlega 3,15 — Jrriggja mínútna Jragnarbilið var að hefjast á 600 m. bylgjulengdinni. Til þess að vekja á sér athygli og und- irbúa jarðveginn fyrir SOS, sem auðvitað hlaut að verða sent eftir nokkrar mínútar, sendi Rogers nú í byrjun Jragnarbilsins hina almennu kvaðningu, CQ, til allra stöðva, ,,As 3 mins — bíð í 3 mínútur," kvað þegar við frá Tuckerton. „Nei,“ svaraði Rogers, „verið viðbúnir háskatilkynningu." í lok þagnarbilsins, kl. 3,18, endurtók Rogers kvaðninguna, en í sama bili slokn- uðu ljósin í klefanum og tækin stöðvuð- ust. Varatækin voru þegar sett í samband, og Alagna lagði af stað ennþá einu sinni upp á stjórnpallinn, en losaði sig fyrst við björgunarbeltið, sem var honum mjög til trafala. Þetta var 3. eða 4. ferð lians á fund skip- stjórans. í næstu ferð á undan hafði hon- um tekizt með miklum erfiðismunum að ná tali af Warms. „Nokkrar fyrirskipanir?" hafði hann spurt. „Allt í lagi,“ var eina svarið sem hann hafði fengið, og með það hafði hann hald- ið niður í loftskeytaklefann til Rogers. Að þessu sinni sagði hann Wanns, að ástandið færi að verða óþolandi í loft- skeytaklefanum og Rogers myndi ekki öllu lengur haldast þar við vegna lúta og reykj- arsvælu. Ef þessu færi fram, mundi hann kafna, áður en honum gæfist kostur á að kalla á hjálp. Warms brá sér afsíðis og spurði um leið eins og úti á þekju: „Eru loftskeyta- tækin í lagi, getum við sent SOS?“ „Auðvitað," svaraði Alagna, „þess vegna hef ég alltaf verið að koma hingað.“ • „Ágætt, sendið þá SOS.“ „Og hvar erum við staddir?" spurði Al- agna. „20 mílur suður af Nýja-Skotlandi,“ svaraði skipstjórinn. Alagna þaut af stað aftur. En nú var orðið með 'öllu ófært sömu leið til baka vegna Iiitans og reykjarsvælunnar. Hann hljóp því upp á stjórnpallinn aftur til þess að reyna að ná þaðan símasambandi við Rogers. En það var ekki til neins, síminn var bilaður — allar raflagnir til stjórnpalls- ins gereyðilagðar. • Aftur í loftskeytaklefann varð hann þó að komast, hvað sem Jrað kostaði. Og með því að fara allskonar krókaleiðir niður um neðri þilförin tókst honum að komast leið- ar sinnar, hálfblindaður af svælu og reyk. „Jæja, Rogers,“ hrópaði hann um leið og hann kom auga á Rogers í gegnum hálfopnar klefadyrnar. „Sendu út SOS. Við erum 20 mílur suður af Nýja-Skot- landi.“ Og neyðarmerkin flugu út í ljósvakann með fullri orku stöðvarinnar, SOS, SOS, SOS, de KGOV, KGOV (kallmerki skips- ins). Klukkan var 3,23 f. h. Rúmur hálftími var liðinn, síðan yfirmennirnir höfðu fengið að vita um upptök eldsins, en um

x

Nýtt S.O.S.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.