Nýtt S.O.S. - 01.10.1959, Side 30
30 Nýtt S. O. S.
það varð ekki kunnugt á stjómpallinum
fyrr en kl. 2,45 eða 2,50. Ákvörðun um að
senda út SOS var tekin kl. 3,18 eða ofur-
lítið seinna og þá fyrst, er Alagna hafði
gert hverja tilraunina á fætur annarri til
þess að hafa áhrif á skipstjórann í þá átt.
Á leið sinni aftur í loftskeytaklefann tald-
ist honum til, að hann hefði tafizt 4—5
mínútur.
Það þarf því engum getum að því að
leiða, eins og réttarskjölin bera með sér,
að eldurinn var fyrir þó nokkrum tíma
orðinn gersamlega óviðráðanlegur, þegar
loks var tekin ákvörðun um að kalla á
hjálp.
Jafnskjótt og Rogers hafði hafið send-
ingar sínar, réðst Alagna enn einu sinni til
uppgöngu á stjórnpallinn til Warms til
þess að skýra honum frá því, að kallað
hefði verið á hjálp. Jafnframt lét hann
skipstjórann vita, að Rogers mundi ekki
geta haldizt við í klefanum öllu lengur.
Ekkert svar. Warms var alveg utan við sig,
að því er Alagna segir.
Stefnu skipsins hafði verið breytt, þann-
ig að reykjarmökkurinn stöðvaði ekki
lengur umferðina eins og áður milli loft-
skeytaklefans og stjórnpallsins. Rogers var
enn á verði. Dauf Ijósglæta varpaði drauga-
legum bjarma á hann gegnum reykinn og
náttmyrkrið. Hann hafði fæturna uppi á
stólrimlunum — gólfið var orðið of heitt
til að hafa fæturna á því. Þegar hér var
komið, heyrðu þeir, sem hlustuðu óþreyju-
fullir á orsendingar hans: „Get ekki hald-
izt hér við öllu lengur. Eidurinn er kom-
inn undir klefagólfið."
Klukkan var þá um 3,35.
Banvænt gasloft hafði myndazt í loft-
skeytaklefanum frá sýrunni, sem runnið
hafði út um gólfið úr rafmagnsgeymum,
er sprungið höfðu vegna hitans. Var Rog-
ers orðinn nær því meðvitundarlaus af
völdum eiturlofts þessa og revkjarsvæl-
unnar, sem stöðugt fór vaxandi.
Alagna hljóp því tafarlaust upp á stjórn-
pallinn aftur og tilkynnti skipstjóranum.
að b'f Rogers væri í veði, ef liann yrði ekki
leystur af verði þegar í stað.
„Jæja, segið þér honum þá að fara út,“
svaraði Warms.
Og Alagna kom í síðasta sinn þjótandi
inn í loftskeytaklefann. Rogers var þar
enn þá, hálfmeðvitundarlaus.
„Komdu, Komdu!“ hrópaði hann. ,,Við
skulum liraða okkur út héðan!“
„Nei ,ég má ekki fara frá tækjunum,"
umlaði í Rogers.
„Stýrimaðurinn segir, að þú megir
fara!“ hrópaði Alagna og reyndi að lyfta
honum af stólnum. En Rogers var svo
stór og þungur, að Alagna fékk ekki Iinik-
að honum.
Allt í einu datt honum snjallræði í hug.
Hann vissi, að kona Rogers hét Edith.
„Komdu Rogers!" hrópaði hann í eyra
honum, „langar þig ekki til að sjá Edith
aftur?“
Þetta hreif. Rogers reis þunglega á fæt-
ur, og Alagna tókst með miklum erfiðis-
munum að koma honum út úr klefanum.
Eldurinn hafði nú teygt sig inn um op-
inn glugga á loftskeytaklefanum. Glugga-
tjöklin féllu logandi niður á bekk í klef-
anum, og kviknaði þegar í honnm. Vegg-
irnir voru farnir að sviðna og springa
vegna hitans.
„Eg skreiddist út úr klefanum,“ segir
Rogers, „o glenti í glóandi eldhafi, að þvf
er mér virtist. Eg botna ekkert í því enn-
þá, hvernig ég komst upp á stjórnpallinn."
Stjórnpallurinn var mannlaus. Rogers
og Alagna voru þar einir stundarkorn —
allir aðrir höfðu lagt á flótta. Stiginn nið-