Nýtt S.O.S. - 01.10.1959, Qupperneq 31
Nýtt S. O. S. 31
ur á neðra þilfarið var liulinn þykkuni
reykjarmekki — eina leiðin til undan-
komu var því lokuð, að því er séð varð.
„Jæja, George,“ sagði Rogers, „það lítur
út fyrir, að við eigunt ekki framar að
sjást, en við getum þó að minnsta kosti
huggað okkur við að hafa gert skyldu okk-
ar, áður en yfir lauk.“
Þeir höfðu hugsað sér að stökkva niður
á þilfarið næsta fyrir neðan, en vegna
þess, hve hátt það var, ákváðu þeir að
klifra fyrst niður eftir brúarveggnum, svo
langt sem þeir kæmust, og láta sig síðan
falla þaðan niður á þilfarið.
„Eg vildi heldur eiga á hættu að bein-
brjóta mig,“ sagði Alagna, „en stikna ti!
bana.“
Skyndilega bar vinhviða reykinn burt
frá stiganum, og Rogers og Alagna neyttu
færisins og sentust eins og kólfi væri skot-
ið niður á þilfarið. Þaðan komust þeir svo
fram á skipið, þar sem skipstjórinn var
fyrir með 18 skipverjum öðrum og 2 far-
þegum.
Að nokkrunt mínútum liðnum var
stjórnpallurinn orðinn alelda. Það mátti
því ekki tæpara standa, að þeir slyppu það-
an lifandi. Hliðargluggar skipsins sprungu
hver af öðrum vegna hins gífurlega hita.
Nokkrir bátar sáust á leið til lands með
aðeins fáeina skipverja innanborðs. Warms
kallaði til þeirra og skipaði þeim að snúa
aftur til hjálpar farþegunum, sem enn
voru um borð í skipinu eða flutu í sjónum
umhverfis það.
Þeir heyrðu ekki eða létust ekki heyra,
hvað hann sagði.
Umhverfis skipið var orðið krökt af
fólki, sem hafði varpað sér fyrir borð, og
óx sá hópur liröðum skrefum. Út um einn
hliðargluggann hékk konuhandleggur mátt
vana niður með skipshliðinni. Út um
annan glugga hafði kona, svo til nakin,
þrengt sér niður að mitti. En þá stóð hún
föst. Þeir, sem frammi á skipinu voru
hvöttu hana eftir megni. „Eg kemst ekki
lengra, ég kemst ekki lengra!“ hrópaði hún
í örvæntingu.
Að lokum tókst henni þó að þrengja
sér út. Féll hún í sjóinn, og var fallhæðin
svo mikil, að hún missti meðvitundina.
Ókunnugt er um, hvort henni hefur verið
bjargað.
Af 318 farþegum var 228 bjargað. Marg-
ir þeirra komust aldrei vegna eldsins ná-
lægt björgunarbátunum, en renndu sér á
taugum niður eftir skipshliðinni eða köst-
uðu sér fyrir borð. Fjölda þeirra var bjarg-
að af bátum frá skipum, er síðar komu á
vettvang, City of Savannah, Monarch of
Bermunda og Andrea F. Luchenbacli.
Eins og oft vill verða, þegar um stór-
slys er að ræða eins og þetta, kenndi nokk-
urrar beiskju hjá einstökum farþegum og
áhöfn skipsins hvorum í annarra garð.
Sökuðu farþegarnir skipshöfnina um heig-
ulshátt og ragmennsku og töldu hana hafa
verið óhæfa til að gegna starfi sínu, en
skipshöfnin hélt því hins vegar fram, að
farþegarnir hefðu flestir orðið svo óviðráð-
anlegir af skelfingu, að ekkert hefði verið
hægt að gera þeim til hjálpar.
Það leið heil eilífð fannst þeim, sem
biðu framá, þangað til ljósin sáust frá
fyrsta hjálparskipinu. Það var steypiregn,
en vegna hitans frá bálinu urðu menn þess
ekki varir nema að litlu leyti. Rogers not-
aði handljós við orðsendingar til skipanna,
jafnóðum og þau komu. Það tók smám
saman að birta af degi. Björgunarbátun-
um umhverfis skipið fór stöðugt fjölgandi.
Eimskipið Monarch of Bermunda kom
skyndilega í ljós og fór svo nálægt hinu
nauðstadda skipi, að akkerisfesti þess