Nýtt S.O.S. - 01.10.1959, Blaðsíða 32

Nýtt S.O.S. - 01.10.1959, Blaðsíða 32
32 Nýtt S O S straukst nálega við skipshliðina. Bátum var skotið út frá skipinu, og björguðu þeir alls 71 farþega. Fáir þeirra, sem björguðust náðu landi á bátum. Nokkrir syntu vegalengdina, 6 mílur eðá rúmlega það, þrátt fyrir óhag- stætt veður. Fiskiskipið Paramount, sem fyrst kom á vettvang, bjargaði 55 manns af sundi víðsvegar umhverfis skipið. Voru þeir flestir, að því er skipstjórinn sagði, í smá- hópum, héldust í höndur og hjálpuðu hver öðrum eftir megni. Börn og ung- lingar liéldu dauðahaldi í þá, sem eldri voru. „Það var aumkunarverð, en undar- leg sjón,“ sagði hann, „að sjá sumar kon- urnar í viðhafnarkjólum með alla sína skartgripi á sér.“ City of Savannah, sem kom á slysstað- kl. 6,16 um morguninn, bjargaði alls 60 manns, og deildu farþegar skipsins og á- höfn örlátlega út fatnaði sínum meðal hinna fáklæddu skipbrotsmanna. Með birtingu um morguninn kornu einnig á vettvang nokkrar flugvélar, og aðstoðuðu þær við björgunarstarfið með því að leiðbeina bátunum þangað, sem skipbrotsmenn voru fyrir, en það gerðu þær með því að steypa sér niður að stöð- unum og vekja þannig athygli á þeim. Aðrar flugvélar komu aðeins til þess að taka myndir af skipinu og umhverfi þess. Er þetta í fyrsta skipti svo kunnugt sé, sem flugvélar hafa verið notaðar við björgun úr sjávarháska. Klukkan 8 um morguninn kom toll- gæzluskipið Tampa. Hafnsögumaðurinn frá New York kom skömmu síðar og bauðst til að draga skipið til New York. Warms snéri sér að undirmönnum sín- um og bað þá að minnast þess, ef síðar kynni að verða krafizt björgunarlauna, að hjálpin hefði verið boðin að fyrra bragði, en ekki um hana beðið. Hann neitaði að yfirgefa skipið og ósk- aði eftir sjálfboðaliðum til þess að dveljast um borð með sér. Voru allir fúsir til þess nema tveir. Rogers og Alagna héldu kyrru fyrir um borð í skipinu. Frá því klukkan 8 um morguninn og til kl. 1 um daginn var látlaust unnið að þvf að koma dráttartaugum um borð í skipið. Taugina, sem var 12 þumlungar að gild- leika varð að draga um borð nteð handafli, því að gufuafl var auðvitað fyrir löngu þrotið. Akkerisfestina varð að saga sundur ineð venjulegri handsög, og tóku þeir báð- ir þátt í því starfi, Rogers og Alagna. Þeir fóru einnig niður í vistarverurnar frammi í skipinu og fluttu þaðan allt, sem unnt var, af sængurfatnaði og öðru, sem brunn- ið gat, og vörpuðu því fyrir borð. Niðri í bátsmannaklefanum fann Rog- ers kanarifugl, sem flögraði skelkaður fram og aftur í búri sínu. Vatt hann ut- an um búrið röku handklæði og tók það því næst með sér upp á þilfar. Fyrir björgun þessa var Rogers síðar gerður heiðursfélagi ýmissa dýraverndun- arfélaga á Frakklandi og Bretlandi. Klukkan eitt var haldið af stað með skipið í eftirdragi áleiðis til New York. Hálfum öðrum klukkutrma síðar bárust fregnir um það frá landi, að stormur væri í aðsigi, og sendi skipstjórinn á Tampa tilkynningu þess efnis um borð í Morro Castle, ásamt tilmælum um, að skipið yrði yfirgefið sem fyrst, því ekki mundi seinna vænna að bjarga mönnunum. Rogers og Alagna voru meðal þeirra, er síðastir fóru frá borði. Lentu þeir í bát, sem var hálffullur af líkum, og voru sum þeirra klæðlaus með öllu. Warms yfirgaf skipið síðastur og var

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.