Nýtt S.O.S. - 01.10.1959, Side 33

Nýtt S.O.S. - 01.10.1959, Side 33
Nýtt S O S 33 fluttur um borð í Tampa ásamt lofskeyta- mönnunum báðum. Var Rogers fárveikur af völdum gasloftsins, sem myndazt hafði í loftskeytaklefanum, eftir að rafgeymarnir brotnuðu. Klukkan 5 síðdegis var skipið orðið al- elda stafnanna á milli. Sóttist ferðin seint því stormurinn stóð á hlið og hrakti skip- in af leið. Klukkan sex slitnaði dráttar- taugin og lenti í skrúfunni á Tampa, svo að minnstu munaði, að skipunum lenti saman. Varð Tampa að varpa akkerum og bíða þess, að annað skip kæmi til hjálpar. Morro Castle rak upp að ströndinni og lenti kl. 7,45 síðdegis skammt frá Asbury Park í New Jersey. F.ngar sönnur hefur en tekizt að færa á, hver var orsök eldsins og hvar hann raun- verulega átti upptök sín. o O o „TEMPLEMORE" BRENNUR. Hinn 29. september 1913 kom upp eld- ur í brezka vöruflutningaskipinu „Tempel- more“ 800 mílur austur af Virginiu-höfð- anum. Jones skipstjóri stóð á stjórnpalli, er 1. vélstjóri tjáði honum, að reykjar- svælu væri farið að leggja inn í íbúðar- herbergi sitt. Farmur skipsins var að mestu leyti baðmull, olía og timbur, og var því kvíð- vænleg tilhugsun að eiga í vændum elds- voða um borð. Skipstjórinn hraðaði sér með vélstjóran- um aftur á skipið. Er þangað kom, sáu þeir, að upp úr lestaropi rétt fyrir aftan vélarrúmið lagði þykkan reykjarmökk, og sló eldbjarma á reykinn. í lestinni var baðmull, og taldi skipstjórinn sennlegast, að kviknað hefði í henni sjálfkrafa. Vatns- gufu var hleypt inn í lestina frá eimkötl- um skipsins og auk þess dælt sjó niður um loftræsana. Að 10 mínútum liðnum virtist slökkvi- starfið hafa borið tilætlaðan árangur. Taldi skipstjórinn þó varasamt að treysta því um of og lét í varúðarskyni gera víð- tækár ráðstafanir, er grípa mætti til, ef eldurinn brytist út að nýju. Jones skipstjóri hafði rétt fyrir sér. 20 mínútum síðar, eða um miðnætti, kom 1. vélstjóri enn upp á stjórnpallinn og sagði, að eldurinn hefði brotizt út á nýj- an leik og væri nú einnig kominn í timbrið og olíubirgðimar. t sama mund varð aegileg sprenging i skipinu, svo að allt lék á reiðiskjálfi stafn- anna á milli. Var þegar augljóst hver hætta var á ferðum, og gaf skipstjórinn skipun um að kalla á hjálp. Loftskeytamanninum, R. Emanuel sagð- ist síðar svo frá: „Eg var að enda við móttöku frétta- skeytanna, þegar skipstjórinn kom inn í klefann til mín og gaf mér skipun um að kalla á hjálp. E/s Arcadian svaraði mér þegar í stað. Skipið var í 50 mílna fjar- lægð frá okkur og lagði í skyndi af stað til hjálpar okkur.“ Loftskeytamenn skipanna stóðu í stöð- ugu sambandi hvor við annan. Eftir að Ijósvélarnar stöðvuðust, notaði Emanuel varatæki skipsins, sem starfrækt voru frá sérstökum rafgeymum. Reykjarsvælan utan af þilfarinu gerði honum örðugt um andardráttinn, en hann var þó ennþá við starf sitt, þegar skipstjór- inn kom inn í klefann og skipaði honum að forða sér hið bráðasta. „Við urðum að hafa svo hraðan á,“ seg- ir Emanuel, „að mér vannst ekki tími til að bjarga öðru af eignum mínum en föt- unum, sem ég stóð í." Skipshöfnin barðist vasklega hinni von- lausu baráttu sinni. Eldurinn var kominn

x

Nýtt S.O.S.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.