Nýtt S.O.S. - 01.02.1960, Page 12

Nýtt S.O.S. - 01.02.1960, Page 12
„Tveir menn fram í kinnung. Lækkunarstýri opin að framan 10. aftan tveir!“ Augu hans víkja ekki af dýptarmælinum. Allir eru þegar önnum kafn- ir. Þungahlutföllin eru allt önnur en venjulega, nú er báturinn hlaðinn. Tekst að halda honum á réttum kili undir yfirborðinu? Lætur hann að stjórn svona hlaðinn? En lautinant Wiebe er heldur ekkert lamb að leika sér við. Nú er dýp- ið 40 metrar, og enn er báturinn réttur,, nú 60 metrar, 80 metrar, 100 metrar, allt í reglu ennþá. Ekkert hefur komið fyrir. Alls staðar frá öllum stöðvum berast tilkynningarnar, öruggar, viss- ar . . . U — 178 getur kafað, hvað sem fyrir kemur, kafað niður í djúp öryggisins, eða djúp dauðans. * Og næstu daga gengur lífið um borð í kafbátnum sinn venjulega gang. Strúbe athugar tortrygginn vélarnar, gætir að olíuleiðslunum og tempr- ar sjálfur olíuna, ef með þarf. Með 10 mílna hraða á vöku heldur nú þessi grái bátur heimleiðis yfir hina þungu undiröldu hins mikla Indlandshafs. Sjö mánuði liafa vélarnar verið í stöðugri notkun og í sjö mánuði hefur áhöfnin stöðugt unnið og stritað í brennandi sól hitabeltisins. Framundan er tveggja mánaða ferð, ferð um óþekkt svæði, þar sem óvin- irnir eru alls ráðandi. Nokkrum sinnum hefur viðvörunarbjallan hringt. Flugvélar óvinanna uppgötvuðu með tækjum sínum kafbátinn áð- ur en þær komu sjálfar í sjónvídd. Tæki hans voru einnig farin að gefa sig af ónógu eftirliti sem ekki var að furða. Jin allt gengur vel. Báturinn plægir steingrátt hafið fjarri öllum siglingaleiðum óvinanna. Stundum er hraðinn undir yfirborðinu minnkaður úr 6,5 sjómílum niður í 4 sjómílur til að leggja ekki of mikið á vélarnar. Það er oft dýpið, sem heldur verndarhendi sinni yfir bát og áhöfn. Oft kemur kafbáts- mönnum það einkennilega fyrir sjónir, að á þessum slóðum geta þeir , haldið áfram óáreittir allan daginn, en í Atlantshafi eða Biskayaflóa, 12 Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.