Nýtt S.O.S. - 01.02.1960, Síða 16

Nýtt S.O.S. - 01.02.1960, Síða 16
Ef þetta er ekki lagað í tíma, getur vélin orðið ónýt, svo að ekki sé hægt að gera við hana. I því tilfelli, sem hér um ræðir eru Wiebe og Striibe sammála um, að hægt sé að laga þetta. Hvernig sú viðgerð lítur út, og hvernig hún 'er framkvæmd í svo mikl- um þrengslum, geta þeir einir dærnt um, sem séð hafa. Hver blettur í vélarúminu er reiknaður í fersentimetrum eða jafnvel millimetrum. Menn meiða sig meira og minna á fingrunum og bölva í hljóði. Ef svo er um venjulega hreyfingu á bátnum að ræða, sveiflast bullan til og frá og getur hún þá brotið ýmsa fíngerðari hluta vélarinnar, eins og t. d. rör og olíugeyma, og hent gæti það, að jnenn yrðu þá að vaða olíuna upp í hné. Viðgerðarmennirnir halda fast um vélahlutana, þrýsta þeim að sér eins og um nýfætt barn sé að ræða. Þeir vita vel, hvað það hefur að þýða, ef þeir brotna, því af fæstum eru til varahlutar. Strúbe hendist farm og aftur um vélarúmið. Hann bölvar við og við, ef eitthvað gengur illa. Að lokum tekst þeim að losa stúkuna. „Nú eru þeir á skautum heima og vona að brátt fari að hlýna í veðri. Heldurðu, að þeir kærðu sig um að kafa með okkur?“ „Áreiðanlega ekki,“ svaraði Wiebe og^horfir á þegar Strube er að enda við að losa vélstúkuna. í sama augnabliki hljómar viðvörunarklukkan. „Flugvélar!“ Mennrinir líta hver á annan sem snöggvast. Þeir eru í nokkrum tauga- æsingi. Svo segir einn þeirra: „Þetta er bölvuð vitleysa. Hvernig geta þær verið hér?“ „Nei, það er engin vitleysa, heldur bláköld alvara." Varðmaðurinn fremst á stjórnborða ætlaði varla að trúa sínum eigin augum, þegar hann kom auga á eldglampa út við sjóndeildarhring. Hann horfði nú í allar áttir. Eldglampinn var horfinn, en í stað hans mátti sjá lítinn svartan punkt á himninum. „Við skulum atliuga Metox-tækin. Hvað segja þau?“ En Metox-tækin urðu ekki vör við neitt. Nú var ekki lengur vafi á, að hér var um flugvél að ræða. Hún var fyrst eins og fluga að sjá, en færðist nú óðum nær. 16 Nýtt S O S

x

Nýtt S.O.S.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.