Nýtt S.O.S. - 01.06.1960, Side 28
lagsins í Hamborg. Vikum saman hefur hann legið aðgerðarlaus í höfn-
inni í La Coruna á Vesturströnd Spánar. Og enginn af áhöfninni bjóst
við því, að nokkur verkefni byðist slíku skipi á bezta tíma ársins.
Mesti annatíminn var venjulega þá, er haust- og vetrarstormarnir geys-
uðu á Atlantshafinu.
Þrátt fyrir það, er áhöfnin stöðugt viðbúin og fjarskiptaþjónusta fell-
ur aldrei niður.
Ef slys ber að höndum er tíminn mikils virði, og sá dráttarbátur, sem
fyrstur er á vettvang fær það verk að vinna, að draga hið viðkomandi
nauðstadda skip til hafnar.
„Wotan" er tilbúinn að leggja af stað á stundinni. Sama er að segja
um samskonar skip annarra þjóða, t. d. Breta, Frakka og Spánverja.
Þeir eru viðbúnir eins og spretthlaupari á_alþjóðlegu íþróttamóti, sem
bíður þess eins að skoti sé hleypt af.
í sama bili og loftskeytamaðurinn á Wotan tók á móti fyrsta neyðar-
kallinu hringdi hann aðvörunarbjöllunni.
Þá var klukkan 2 eftir miðnætti, en samt þutu allir á fætur án þess
að mögla og brátt var hver maður á sínum stað.
Þetta er sannarlega vel þegið tækifæri til nokkurrar tilbreytingar eft-
ir hinar leiðinlegu hafnarlegur — já, og svo vonin í háum björgunar-
launum!
Er þetta þá aðeins dans kringum gullkálfinn?
Er það aðeins verzlun og hagnaðarvon, sem veldur því, að menn ráð-
ast til starfa á slfk skip?
Sumir láta liggja að því, þegar há björgunarlaun eru greidd. En þá
er því gleymt, að þessi skip liggja mánuðum saman í höfn með ærnum
kostnaði, það verður greiða hafnargjöld, fæði, eldsneyti, laun og svo
framvegis, en allt þetta hefur í för með sér gífurlegan kostnað.
Það gleymist líka oft, að ekki sjaldan hrífa þessi skip feikna verðmæti
úr greipum Ægis, og oft er það svo, að áhafnir dráttarbátanna hætta
eigin lífi í þessum björgunarleiðöngrum.
Það skyldi þó ekki falla í gleymsku, að allir sannir sjómenn fara fyrst
og fremst þeirra erinda, að bjarga nauðstöddum félögum.
Fáum mínútum eftir að merki var gefið, er þeir, sem vakt áttu á
Wotan, konmir á sinn stað. Landfestarnar eru leystar og svo er haldið
af stað í áttina til Ocenan Layer, sem er í 600 sjómílna fjarlægð, sam-
kvæmt því, sem staðan hefur verið tilkynnt.
28
Nýtt. S O S