Nýtt S.O.S. - 01.01.1961, Blaðsíða 5

Nýtt S.O.S. - 01.01.1961, Blaðsíða 5
stormspáin lætur ekki að sér hæða. Það er að skella á veðurofsi. Urn hádegi á jóladag er korninn mikill storm- ur og stórsjór. Sjóirnir flæða yfir skipið fram- anvert, það heggur og veltur á víxl. Stormurinn færist í aukana og hann dregur mjög úr ferð skipsins. Farþegarnir eru fyrir löngu horfnir til klefa sinna og' hafa lagzt þar fyrir, flestir sjóveikir. Á annan jóladag er veðurofsinn orðinn slík- ur, að fáir af áhöfninni hafa komizt í annað eins. Það er skollið á fárviðri með 175 km vind- hraða eða meira. Annað eins fárviðri hefur ekki geysað á Norður-Atlantshafi síðustu hálfa öld- ina. Carlsen skipstjóri hefur ekki vikið af stjórn- palli síðan á aðfangadagskvöld. Dyr að brúnni eru auðvitað lokaðar, en ef stigið er út á brú- arvænginn er allt á kafi í sælöðri. * Að morgni þess 27. desember birtist báts- maðurinn, Arthur Jansson, allt í einu í brúnni. „Sir!“ kallar hann, en ávarpið kafnaði í veð- urgný. Þá kallar hann aftur: „Sir!“ Carlsen snýr sér við og hann verður undr- andi, er hann sér æsinguna í svip bátsmanns- ins. Bátsmaðurinn hrópar: „Skipið hefur rifnað, Sir!“ „Hvað segið þér?“ hrópaði skipstjóri á móti og þrífur í bátsmanninn. „Hvað eigið þér við?‘ „Skipið hefur rifnað á móts við stjórnpallinn. Þvert yfir þilfarið og næstum því niður að sjáv- arborði. Það getur orðið hættulegt, ef vélarnar eru látnar vinna með sama krafti áfram.“ „Það verður ekki gert, bátsmaður, ég læt draga af þeim,“ svaraði skipstjórinn. „Förum af stað, við skulum skoða þetta.“ Það er ekkert þægilegt að verða að fara út til að skoða skemmdirnar. Skipstjóri og bátsmað- ur verða að ríghalda sér við hvert skref. En skipstjórinn verður að sjá með eigin augum, Iivað hefur skeð. Þá fyrst getur hann gert sín- ar ráðstafanir. Klukkutímum saman vinna skipverjar að því, við hin erfiðustu skilyrði, að sjóða saman rif- una. Þeir hafa rafsoðið plötur yfir rifurnar og nú er ekki þurr þráður á þeirra skrokk. En spurningin er, hvort bráðabirgðaviðgerðin dug- ar. En þeir vona það. FÖSTUDAGUR OG------------SOS. Föstudaginn 28., um klukkan 10 fyrir hádegi, birtist bátsmaðurinn á stjórnpalli. „Sir, viðgerðin hefur bilað. Sprungan hefur stækkað og nú gapir hún alla leið niður að vatnsborði. Það er kominn sjór í lestina, ég hef . . .“ í þessari andrá skellur ægilegur sjór á skip- inu, stærri og kraftmeiri en nokkru sinni fyrr. Sjórinn er um 60 feta hár, hvítfyssandi veggur, brattur eins og fjall, ógnandi og illúðlegur. Sjó- mennirnir í brúnni horfa agndofa á þessi býsn. Hafið, miskunnarlaust, ískalt, grængolandi og hryllilegt, hrífur skipið á arma sína, lyftir því með ægikrafti. Mennirnir, sem grípa dauða- haldi hvar sem hönd á festir, missa fótanna. Svo, er ósköpin eru um garð gengin, er skipið ferðlaust og slagsíðan um 60 gráður. Það er ó- þarfa erfiði fyrir hásettann við stýrið að vera nokkuð að hreyfa það. Hann víkur sér að skip- stjóranum. „Skipið er með hliðarhalla. Það lætur ekki að stjórn!“ Síminn í vélarrúmi hringdi. Carlsen gengur sjálfur að símanum. Það er erfitt að fóta sig á hallandi gólfinu. Yfirvélstjórinn, George Brown, er í símanum: „Það verður að stöðva vélarnar, skipstjóri. Sjórinn streymir inn í lest nr. 3. Dælurnar eru í gangi, en hafa ekki við.“ ,,Er ekki hægt að dæla sjó í hliðargeymana til þess að jafna eitthvað hallann?“ spurði skip- stjórinn. „Það er ógerningur, skipstjóri. Þegar slagsíð- an er orðin svona mikil, kemur ekkert slíkt að haldi. Vonandi halda skilrúmin." Skömmu seinna kemur yfirvélstjórinn svo á stjórnpallinn. „Sjórinn eykst í skipinu“, segir hann. „Hjálparvélarnar eru nú einar í gangi, Ijósin loga því með eðlilegum hætti og enn er nægileg upphitun." Ábyrgðin leggst með vaxandi þunga á skip- stjórann unga. Farþegarnir, áhöfnin, dýrmætur NÝTT SOS ---------------- 5

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.