Nýtt S.O.S. - 01.01.1961, Blaðsíða 6

Nýtt S.O.S. - 01.01.1961, Blaðsíða 6
farmurinn og skipið; mannslíf og verðmæti eru í lians hendi, hans eins. Hann verður einn að ákveða, hvað nú skuli gera. Tvær klukkustundir eru liðnar síðan risa- brotsjórinn skall á skipinu á óheppilegustu stundu. „Eg verð að kalla á hjálp,“ sagði skipstjórinn við stýrimanninn, sem stjórnaði vaktinni, „það er óhjákvæmilegt. Eg læt senda út neyðarkall." Hann gengur inn í kortaklefann, skrifar stöðu skipsins á blað og fer inn í loftskeytaklefann. „Sendið út neyðarkall. Staðan er hér á blað- inu. Látið mig vita tafarlaust þegar einhvei svarar!“ „Já, Sir!“ Klukkan er 1257 um hádegi þann 28. desem- ber, er neyðarkall Flying Enterprise er sent út í geiminn. * Þetta er ekki eina neyðarkallið, sem heyrist frá skipi þessa óvenjulegu ofviðrisviku milli jóla og nýjárs 1951. Á Norður-Atlantshafi og Norðursjónum voru hvorki fleiri né fæna en 29 skip í háska stödd, skip af öllum stærðum og gerðum. Átta skip sökkva. Meðal þeii'ra, sem fórust var nýtt flutningaskip þýzkt, „Irene Old endorf", sem sökk með rnanni og mús um 15 sjómílur frá Brokum. Á skipinu var 21 manna áhöfn og hafnsögumaður.*) „KONUR OG BÖRN FYRST!“ Mörg skip heyrðu neyðarkall Flying Enter prise, senr voru ýmist nærstödd eða fjarri, en flest höfðu þau nóg með sig. Er þá fyrst að nefna bandaríska flutninga- skipið „Southland“. Skipstjórinn, William P Lawton, fær þær upplýsingar, að hið nauð- stadda skip muni vera sem næst 350 sjómílur frá Cape Lands End í Comwall. Um klukkan 01,00 breytir Southland stefnunni og siglir með ýtrasta hraða, eða eins og sjólagið frekast leyf- ir, á leið til slysstaðarins. Lawton kallar á loft- skeytamanninn: *) Sjá Nýtt SOS, 1. hefti, 1957: „Örlög Irene Oldendorf.” 6 ---------- NÝTT SOS „Þér verðið í stöðugu sambandi við skipið! Látið mig vita án tafar allt, sem Flying Enter prise sendir út!“ Hálftíma seinna, klukkan 01,25, kemur loft- skeytamaðurinn og fer mikinn: „Flying Enter- prise liefur tilkynnt 45 gráða hliðarhalla, Sir!“ „Fjörutíu og fimrn gráður, og það í þessum sjógangi? Það getur aldrei farið vel!“ Og skip- stjórinn lætur enn auka ferðina. Ekki leið á löngu unz loftskeytamaðurinn birtist enn: „Áríðandi tilkynning, Sir! Flying Enterprise liefur tilkynnt, að útlitið sé nrjög slæmt.“ „Klukkan 02,00. Miklir sjóir skella stöðugt á þilfarinu!" „Aukið enn hraðann um hálfa mílu!“ skip- aði Lawton skipstjóri. Loks um klukkan 05,00 sést Flying Enter- prise í grárri morgunskímunni. „Himininn sé oss næstur!" lirópaði skipstjór- inn á Southland, er' hann kom auga á skipið. „Lítið þið bara á þennan halla á skipinu! Og sjórinn eins og hann er nú! Ómögulegt að setja út báta.“ „Radio-samtal við Flying Enterprise, Sir!“ til- kynnti loftskeytamaðurinn. Það var Carlsen sjálfur, sem talaði, liann heilsaði skipstjóranum, skýrði frá ástandinu um borð og viðurkenndi, að ekki væri viðlit að setja báta á flot. • „Viljið þér gjöra svo vel, að vera í námunda við skip mitt til morguns?” „Sjálfsagt!" svaraði Lawton. „Sennilega læg- ir liann í fyrramálið og þá setjum við út báta. Vona, að allt gangi vel!“ * Þetta var hræðileg nótt fyrir alla farþegana á Flyirig Enterprise. Að morgni föstudags lágu þeir allir illa haldnir af sjóveiki í hvílum sín- um. En eftir að brotsjórinn mikli dundi á skip- inu, var þeim öllum skipað að fara á fætur og vera viðbúnir því versta. Þeir liúktu í göngun- um, hraktir og kaldir. Ekki var unnt að frarn- reiða heitan mat. Stundum heyrðist grátur kvenna gegnum stormhvininn og sjávarniðinn. Fleiri skip komu á vettvang. Þeirra á meðal er hollenzka mótorskipið „Noordam“, norska olíuskipið „H. Westfal Larsen", skipstjóri Jo-

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.