Nýtt S.O.S. - 01.01.1961, Blaðsíða 7

Nýtt S.O.S. - 01.01.1961, Blaðsíða 7
hann Presthus, senr árið áður bjargaði eina manninum, sem komst lífs a£ vopnaflutninga skipinu „Indian Enterprise“, brezka flutninga skipið „Sherborne" og flutningaskipið „Arion“ sem var með þýzka áhöfn. * Loks rann upp laugardagsmorguninn 29. des ember. Og enn fjölgar skipunum sem hafa hrað að sér á vettvang eftir að hafa heyrt neyðarkall- ið. Nú Iiafa m. a. bætzt í hópinn hergagnaflutn ingaskipið „General A. W. Greeley" og vöru- flutningaskipið „Golden Eagle“ frá Bandaríkj unum. Storm og sjó hefur lægt eitthvað lítils háttar um nóttina, en hafrót er enn mjög mik- ið. Þrátt fyrir það hafa skipstjórarnir á South- land, Sherborne og General Greely skipað svo fyrir, að björgunarbátar skuli hafðir klárir, ef á þurfi að halda. Westtfal Larsen siglir hring- inn í kringum Flying Enterprise. Skipið fer mjög Iiægt, og það er dælt í sjóinn um 500 tunnunr af olíu til þess að lægja brotsjóina. Um klukkan 8 er fyrsta björgunarbátnum rennt niður með skipshlið Southlands. Olíu- skipið setur líka mótorbát á flot. Fyrsta stýri- manni, Leif Myrwang, er falin stjórn á hon um, og áhöfnin er 9 manns. En mótorinn fer ekki í gang. Báturinn kastast harkalega upp að skipshliðinni og stýrið brotnar. Bátverjar þjóta upp kaðalstigann og eiga fótum fjör að launa, en bátinn rekur á brott. Um klukkan 9,48 hefst björgun farþega og áhafnar Flying Enterprise. Bátarnir, sem berj- ast gegn stormi og stórsjóum, geta ekki lagt að skipinu vegna slagsíðunnar. Þeir bíða átekta eihs nærri flakinu og hættandi er á. Carlsen stjórnar sjálfur björgunarstarfinu um borð. Hann lætur farþegana koma upp á þilfar allir í sundvestum. Sumir eru í náttfötum ein- um og hafa sveipað um sig teppum eða yfir- höfnum. Hásetar og þjónar hjálpa þeim við að fara í sundvestin. Carlsen skipstjóri segir fólkinu, hvernig kringumstæðurnar eru umbúðalaust. „Bátarnir, sem þér sjáið þarna, geta ekki enn sem komið er lagt að skipinu. Þér verðið að stökkva fyrir borð. Það verður fest lína í hvern og einn og það er. ekkert að óttast, sundvestin halda ykkur uppi og svo taka bátarnir ykkur upp án tafar. Konurnar fara auðvitað fyrst.“ Skipstjórinn talar kjark í farþegana. Konurn- ar hika, þær stara á ógnandi öldurnar allt að tíu metra háar, með ótta í augum. Engin fæst til að taka svo djarflega ákvörðun. Þá lætur Carlsen nokkra rnenn af áhöfninni stökkva út- byrðis, ti! þess að sanna konunum, að þetta er ekki lífshættulegt. En þær liika enn, þó þær sjái, að mennirnir eru allir teknir upp í bát- ana eftir fáein sundtök. Loks verður fimmtug kona, Mrs. Muller, til þess að láta sig falla niður í djúpið. í svipinn hverfur hún undir yfirborðið, svo kemur höfuð og handleggir upp úr sjónum. Southland, sein er í aðeins 7 metra fjarlæð frá skipinu, tekur sjómennina um borð. Konunni heppnast einnig vel að komast til báts- ins. En farþegana brestur enn kjark. Björgunarbáturinn bíður átekta, en er sýnt var, að biðin yrði til einskis, hélt hann aftur til Southlands. Klukkan 10,15 var hann aftur kominn í nám- unda við Flying Enterprise. „Látið fólkið stökkva út af skipinu að aftan, skipstjóri!“ kallaði stýrimaðurinn á bátnum. „Það er auðveldara fyrir okkur!“ Carlsen varð strax við þessum tilmælum. „Takið eftir!“ hrópaði skipstjórinn gegnum hávaðann. „Nú læt ég í hvert sinn tvo menn mína fylgja einum yðar farþeganna. Það er ekki hættulegt. Sjómennirnir hjálpa yður, þegar niður kemur!“ Klukkan 10,10 fleygja konurnar sér í sjóinn. Á eftir koma svo aðrir farþegar. * Nú kom Sherborne á staðinn. Skipstjórinn á því skipi áleit heppilegt að varpa niður bjarg- hringjum til fólksins. Báttirinn frá Southland tók nú upp 10 manns, þeirra á meðal þýzka far- þegann Rolf Kastenholz og konu hans, sem hrakti alllangt frá skipinu, lenti í olíubrák og synti samfleytt í 25 mínútur. Var hár hennar allt samanklístrað af olíunni, er hún náðist. Síðast tók báturinn upp meðvitundarlausa konu, en tveir hásetar gættu þess að hún sykki ekki. Eftir vel heppnað björgunarstarf lagði báturinn að Southland klukkan 12,02. Klukkan 12,25 var samr bátur enn kominn að Flying Enterprise. En þá vildi svo slysalega til, NÝTT SOS ---------------- 7

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.