Nýtt S.O.S. - 01.01.1961, Blaðsíða 14

Nýtt S.O.S. - 01.01.1961, Blaðsíða 14
ur nazisti frá Hamborg, drakk sig blindfullan í „Bar des Deux Mondes“, og tilkynnti öllum sem heyra vildu hvílíkur fyrirmyndarnjósnari hann væri. Leiðtogi hópsins, Georg Dasch varð á vegi vasaþjófs, sem stal öllum hinum fölsku skilríkjum hans, og álitlegri fjárupphæð. Hinn liernaðarlegi leiðsögumaður þeirra frá Berlín, lautinant Kappe, lenti í miklum erfiðleikum með að ná í nýja pappíra áður en þeir legðu af stað. Auðvitað þorði enginn að tilkynna Hitler, hvað skeð hafði — allir liugsuðu um það eitt að losna við þau óþægindi, sem búast mátti við þaðan. Einræðisherrann fær sjaldan að \ ita sannleikann og aldrei, ef boðberinn er í hættu. Eftirstríðsörlög. Voru þessir menn Joá bara undirmálsmenn og ekkert annað? Nei, alls ekki, þeir voru allir framkvæmdasamir og hugaðir, og nokkrir þeirra vel gefnir, en þeir lifðu í umhverfi, sem braut niður móralinn. Dasch, 39 ára, var fæddur í Þýzkalandi keisaratímans, faðir hans féll í fyrri heimsstyrjöldinni, móðir lians varð síðar borg- arráðsmeðlimur í flokki sósíaldemókrata í Weimarlýðveldinu, en hann sjálfur varð fórnar- dýr atvinnuleysisins. Hann komst sem laumu- farþegi til Ameríku, og hafði svo þokkalega framkomu, að honum var leyft að setjast þar að. Þar vestra hafði hann fyrirtaks lifibrauð og þénaði drjúgan pening sem þjónn á fyrsta flokks veitingastöðum, fyrst á Waldorff og Plaza í New York, og að lokum á lúksushótel- inu Mayflower í ríkisstjórnarborginni Washing- ton. Hann varð svo amerískur, að hann leit á Am- eríku sem sitt nýja föðurland; tuttugu og sjö ára gamall giftist liann amerískri stúlku af ít- ölskum ættum, og þau fóru í brúðkaupsferð til Evrópu og dvöldu á dýrustu og beztu hótelun- um. Þegar heim kom aftur til Bandaríkjanna var liann á góðri leið með að fá Bandarísk borgararéttindi — en þá skall yfir hin mikla kreppa 1930. Við erfiðleikana, sem nú blöstu við blossaði á ný upp ástin til heimalandsins og þegar Hitler kom til valda þremur árum síð- ar, fór leið Georg Dasch að liggja æ oftar til 14 ---------- NÝTT SOS Yorkville, þýzka hverfisins í New York, þar sem nazisminn nú breiddist út og hrifningin á Hitler endurlífgaði nú aftur ættjarðarstoltið. Þegar svo styrjöldin brauzt út, fékk Dasch og aðrir Þjóðverjar tilkynningu frá þýzka sendiráð- inu um að þess væri óskað, að þeir kærnu heim til Þýzkalands. Dasch liikaði ekki. Hann lagði af stað þegar í stað til Evrópu yfir Japan. En það var dálítið annað að heyra um nazismann og hrífast vestur í Ameríku, en að lifa undir þvingunum hans og ófrelsi heima fyrir, og verða allttf að liafa gát á hugsun sinni og tali. Það varð fyrir honum eins og aðstoðarmanni hans í skammdarverkahópnum, Peter Burger, — Ameríka varð landið sem þeir þráðu. Samtal við leynilögreglumann! Og nú voru þeir komnir til Bandaríkjanna! Eftir konm sína um morguninn 13. júní 1942 til New York innrituðust Jreir inn á sitt hvert hótelið, hver fyrir sig með álitlega peningaupp- hæð, en Dosch sjálfur geymdi stríðsktssa þeirra sem innihélt á annað hundrað Jrúsund dollara. Varla hafði Dasch lokið við að fá sér bað eft- ir erfiðleika næturinnar, er hann fór inn í síma- klefa á hótelinu og hringdi til ríkislögreglunn- ar. Lögreglumaðurinn Dean McWorther tók og fékk þegar í stað óstöðvandi orðaflaum í eyrað. Hann skildi ekki helminginn af Jrví, sem hinn sagði, svo Dasch gerðist óþolinmóður. — Hlustið þér ekki á! Takið heldur blýant og skrifið niður, að sem ég segi yður. Eg er Þjóðverji! I nótt kom ég hingað til Ameríku — Augnablik! Eitt augnablik! Ef þér hafið eitthvað að tilkynna mér, getið þér þá ekki kornið í skrifstofuna til mín. — — Nei, kemur ekki til mála! svaraði Dasch ójjolinmóður, Jjetta er mjög áríðandi, og sá eini sem ég kæri mig um að tala við er yfirmaður lögreglunnar, Edgar Hoover. Þér verðið strax að hringja til hans í Washington og segja hon- um, að Franz Daniel Prætorius hafi hringt til yðar — ég skal stafa það fyrir yður: P sem Pét- ur, R sem Róbert . . . McWorther reyndi að segja eitthvað, en

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.