Nýtt S.O.S. - 01.01.1961, Blaðsíða 15

Nýtt S.O.S. - 01.01.1961, Blaðsíða 15
Dasch hélt áfram að tala: — Segið Hoover, að ég fari nú beina leið til Washington til jress að ná tali af honum persónulega, og viljið Jrér gera svo vel að skrifa niður á blokkina hjá yður nákvæmlega tímann, sem jretta sarntal okkar fer fram á núna! Það sem lögreglumaðurinn skróði. Lögreglumaðurinn hlustaði á og andvarpaði Dasch gat ekki vitað um Jrað í ákafa sínum að tilkynna komu sína, að ríkislögreglan fékk dag lega fjölda upphringinga frá rugluðu fólki, sem Joóttist vera Hitler eða Mussolini, eða sein til- kynnti, að Roosevelt forseti hefði verið myrt- ur, gullinu hefði verið stolið úr kjallar ríkis bankans, ,eða að Japanir og Þjóðverjar hefðu landað hér og þar Jrúsnndum saman. Þess vegna var þessi tilkynning Dusch sérstaklega hæversk. McWorther hafði við hliðina á sér skýrslu samstarfsmanns síns Charles Lammans frá því um morguninn, en honum datt ekki í huga að líta á hana. Þar hefði hann fundið tilkynningu sjóherstjórnarinnar um það, sem fundizt hafði á Long Island af þýzkum vopnum og sprengi efni. Hann ýtti bara möppunni til hliðar, tók hatt sinn, kvaddi og fór. Var hægt að ásaka hann fyrir Jtað? Dasch, sem stóð enn fyrir framan þöglan símann, gat ekki vitað, að McWorther hafði ekki einu sinni gert sér Jrað ómak að skrifa niður hjá sér stafaða orðið Prætorius, liann vissi það heldur ekki, að við dagsetninguna 13. júní 1942 á tilteknum tíma stóð þetta skrifað: — Ruglaður maður hringdil Tveir samsærismenn. Peter Burger, sem einnig hafði ákveðið á skólanum í Schloss Quents að svíkja áætlun Hitlers, hafði á leiðinni yfir hafið ti! Banda ríkjanna fengið það álit á Georg Dasch, að hann hefði ef til vill tekið sömu ákvörðun Sama kvöldið, sem þeir komu til New York voru þeir úti að skemmta sér. Báðir biðu eft- ir því að geta kynnst nánar hugsunum og áætl unum hvors annars. Tækifærið gafst, Joegar Dasch í „Radio City“ stanzaði fyrir framan hið fræga veggmálverk eftir mexikanska málarann Diego Rivera, sem sýnir kúgun fólksins undir ofríki kúgarans. Kannski var það engin tilviljun, að hann nam þarna staðar. — Já . . . þeir eru kúgaðir. En við? sagði Georg allt í einu. — Eigum við ekki rétt á frelsi? Að andartaki liðnu höfðu báðir kastað grím- unni. — Gott! Eg er sammála þér í einu og öllu, Georg, sagði Peter Burger. En við segjuin ekki eitt orð um þetta við Heinz og Quirin. Þeir eru „brúnir“ báðir tveir! En þú getur reitt Jrig á mig! Dasch sagði vini s'ínum frá símtalinu um morguninn við lögregluna — samtal, sem átti að tryggja þeim „uppgjöf" svo fljótt sem verða mátti, áður en þeir ef til vill yrðu gripnir og teknir af lífi sem njósnarar. Honum datt ekki í hug, að McWorther hefði yfirleitt ekkert skrif- að niður af Jrví, sem jDeim fór á milli. Af sörnu ástæðum hafði hann lýst upp andlit sitt með vasaljósinu frammi fyrir Cullen, Jiegar Jreir gengu á land, til þess að hafa hann sem vitni. — En — sagði Peter Burger hugsandi. — Hvað gerist nú, ef Jreir finna sprengiefnið í sanclin- um á Long Island? Georg brosti. — Hafðu engar áhyggjur af því, Peter! Eg held, að þer hafi nú þegar tekið allt það dót. Eg skal segja Jrér, ég lét hakakrosshúfu verða Joar eftir með þýzku dagblaði, sem vindurinn hefur sennilega borið allt upp að hervarðstöð- inni! Peter Burger rak upp skellihlátur. — Og ég! Eg skyldi eftir búnt af þýzkum sígarettum ásamt eldspítustokk frá Lorient í Frakklandi liggjandi í sandinum. Aðstaðan var nú öll orðin mjög spaugileg og þeir hlógu og föðmuðust. Dasch trúði nú sam- særismanni sínum fyrir því, að hann ætlaði að heimsækja Edgar Hoover í Washington, en það lægi nú ekkert á. Hann taldi sig öruggan, þar sem hann hafði tilkynnt sig hjá lögleglunni í New York. Og það var svo margt, sem hann langaði til að upplifa, áður en . . . NÝTT SOS 15

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.