Nýtt S.O.S. - 01.01.1961, Blaðsíða 16

Nýtt S.O.S. - 01.01.1961, Blaðsíða 16
Georg Johannes Dasch lét þess vegna nokkra daga líða. Ekkert lá á! Georg Dasch hélt hinum úr hópnum niðri með peningum og allskonar fortölum. En við samsærismann sinn, Peter Burger, sagði hann: — Eg verð að vera almennilega klæddur, svo að hann sjái, hver ég er; þess vegna verð ég að kaupa nýjan fatnað hjá Roger Peet. Meðal senatora og herforingja. Það reyndist dálítið erfitt að fá herbergi á Hótel Mayflower, glæstasta hótelinu í Washing- ton, en þar hafði Dasch áður verið þjónn, í „Stóra salnum“. Þegar hann loksins barði það í gegn, og hafði tekið upp farangur sinn með dýrasta smóking og jakkafötum frá viðurkennd- ustu klæðsket'averzlun í New York, var hann reiðubúinn að mæta atburðum örlaganna niðri í salnum þar sem íiann áður fyrr hafði þjónað. Það var ekki einungis það, að hann þekkti senatora og herforingja, sem hann heilsaði og bukkaði sig fyrir, en hann þekkti einnig þjón- inn við borð sitt og bauð honum út með sér um kvöldið; þeir stöðvuðust loks á bar einum, þar sem Georg trúði honum fyrir sínu mikil- væga hlutverki, og að Edgar Hoover sjálfur biði hans. Louis fannst sagan svo góð, að liann gaf næsta drykk við bardiskinn. Leyniskjölin í fórum amerísku lögreglunnar, upp á 6000 blaðsíður, fygja ferðuin Georg Dasch skref fyrir skref í Washington í tilraun hans til að gefa sig fram. Allt var skráð niður, jafnvel þýðingarminnstu samtöl. Þegar Dasch vaknaði næsta morgun á May- flower, greip hann strax eftir símaskránni til þess að finna símanúmer öryggis- eða upplýs- ingajajónustunnar. En nú er það svo, að am- erískar símaskrár eru hreinustu völundarhús og mjög erfitt oft að finna í þeim, en við hjálp gangastúlkunnar hepnaðist Georg Dasch uin síðir að finna nafnið upp 1 ýsingaþjón 11 sta und- ir flokknum U. S. GOVERNMENT. Leyniltígregla Roosevelts. Hann hringdi því upp númerið EX 3300. 16 --------- NÝTT SOS Ung stúlka, með málfar fólks utan af lands- byggðinni svaraði í símann. Hún virtist vera mjög undrandi yfir, að vera spurð um öryggis- jDjónustuna. — Hér er einungis um að ræða upplýsinga- þjónustu en engin leynileg rannsóknarþjónusta. — Eg vænti þess heldur ekki. En þér gætuð kannske veitt mér upplýsingar um hvar hægt er að ná í samband við hana. — O, já, já auðvitað, sagði hún og skipti yf- ir til leyniþjónustunnar í bústað forsetans, Hvíta hússinu. Dasch heyrði nú mjög þægilega rödd, sem tilkynnti að þetta væri hjá Secret Service. Dasch: — Ágætt. Hlustið nú á: Eg er njósn- ari og vildi gjarnan ljósta upp um áætlaðar árásir og skemmdarverk. — Árásir? Á hvað? — Á staði í New York. Hernaðarlega mikil- vægum stöðvum og----------- Röddin greip frarn í fyrir honum: — Mér Jjykir Jjað leitt, en hér höfum við aðeins með að gera persónulegt öryggi forsetans og pén- ingafals. Nii missti Georg Dasch þolinmæðina. — Hvernig dettur ykkur í hug að kalla þessa stofnurí ykkar leynijjjónustu! — Tja, það er nú sannarlega líka okkur hul- ið! En eins og þér skiljið, kemur hvorki stríð eða pólitík okkur hið minnsta við! Þér ættuð að reyna að setja yður í samband við ríkislögiægl- una. Númerið? Það hef ég sannarlega ekki hug- mynd um! Dasch ætlaði að segja eitthvað fleira, en tólið var þegar lagt á. Hernaðarlegar skrifstofustúlkur. Honum datt í hug, að sjálfur heyrði hann undir hinn þýzka heraga og yfirstjórnina í Ber- lín; hvað var þá eðlilegra en að ná til lögregl- unnar og Hoovers í gegnum herstjórnina í Pentagonbyggingunn i. Næsti hálftími fór í Jjað, að honum var vís- að af einni skrifstofustúlkunni til annarrar skrifstofu og þaðan af annarri skrifstofustúlku á Jniðja staðinn o. s. frv. án nokkurs árangurs.

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.