Nýtt S.O.S. - 01.01.1961, Blaðsíða 17

Nýtt S.O.S. - 01.01.1961, Blaðsíða 17
Að lokuni lenti hann í sambandi \úð skrifstofu blaðafulltrúans í njósnadeildinni; og nú létti honum. Loksins! Á ný hóf hann upp sömu þuluna — að hann héti Davis, væri þýzk-amerískur, en á móti kyn- þáttaofsóknum . . . Lengra komst hann ekki. Stúlkan í símanum greip frarn í fyrir honum: — Kynþættir? Það heyrði undir náttúrufræði- deildina. Þér verðið að snúa yður þangað! Tólið var lagt á. Ef til vill hefði nú einhver gefist upp fyrir svo snilldarlegri fáfræði, en Georg var þrár og þolinmæðin sjálf. Hann leitaði áfram í síma skránni. Númer herstjórnarinnar: REPUBLIC 69000. Honum heppnaðist í gegnum marga skrifstofur, að ná sambandi við skrifstofu njósnasérfræðingsins Cammers ofursta. — Nei, þér getið ekki fengið að tala við of- urstann, herra minn. Hann situr til borðs með gesti, sem er hjá honum — jú-ú, það er hers- höfðingi, einn af vinum hans frá herskólanum í IVest Point. Hvað segið þér — hvað? Jú að vísu, hann er hér í húsinu, en uppi. Nei, það má ekki undir neinum kringumstæðum trufla hann! En það var ekki svo létt að losna við Georg Dasch, og hann lét ekki slá sig út af laginu. — Klukkan er nú ekki nærri tólf enn, sagði Georg, — og það borðar enginn maður undir sólinni hádegisverð svo snemma dags. Stúlkan: — Jú, það get ég fullvissað yður um! Vegna benzínskömmtunarinnar getur ofurstinn ekki notað sinn eigin bíl; hann kemur á hverj- um morgni klukkan sjö frá Virginíu með ein- hverjum kunningja sínum. En kumiingi hans ekur á hverjum degi heim klukkan 3 til þess að losna við umferðina, sem er á vegunum síðari hluta dagsins. Þessvegna neytir ofurstinn liádegisverðar svo snemma . . . Herinn hafði sýnilega ekki heldur tima til að hlusta á aðvörun um nýja Pearl Horbour-árás, snilliuppfinningu Hitlers, sem átti að yfirganga Japani. Leynilögreglumaður Hoovers. Hvað gat hann nú gert? Sennilega var bezt að hringja til Hoovers sjálfs. REPUBLIC 71000. Að þessu sinni skeði þó svolítið. Stúlkan í símanum sagði: — í augnablikinu getið þér ekki náð sambandi við neinn, en gefið mér símanúmer yðar, svo hringjum við til yðar. Hringingin kom, þegar Georg var í baði. Hann þurrkaði sig í flýti og hraðaði sér til sím- ans; það létti yfir honum, þegar hann heyrði hörkulega og óþolinmóða karlmannsrödd í sím- anum. — Eg hafði nær því gefist upp við þetta, — hversvegna svöruðuð þér ekki strax! Þér talið við Traymor, leynilögreglumann á skrifstofu Hoovers. Þér vilduð fá persónulegt viðtal við herra Edgar Hoover? Getið þér sagt mér, um hvað er að ræða? Georg lagði sig allan fram til þess að gefa nógu stutta en glögga skýringu áður en tólinu yðri fleygt á. — Nafn mitt er Georg Davis, ég bý á May- flotver. Eg er foringi fyrir hóp átta Þjóðverja, sem kornu frá Þýzkalandi til þess að sprengja upphernaðariðjuverin og mikilvæga staði. Eg hef áríðandi tilkynningu að flytja herra Hoover sjálfum; satt að segja hef ég áður snúið mér- til Iierstjórnarinnar . . . Traymor tók fram í fyrir honum með þessari venjulegu athugasemd, hvort hann gæti ekki lit- ið inn á skrifstofuna til sín. — Nei, svaraði Dasch, — það er of seint. Þá vil ég heldur tala við Cramer í herstjórninni. — Já, en eftir hálftíma þá? — Það er strax betra. En ég vil ógjarnan vill- ast. Og ég er búinn að fá nóg af þessum skrif- stofubáknum yðar. Getið þér ekki sent einhvern hingað til þess að sækja mig? Taymor samþykkti það, en hann lét sér ekki nægja að senda einn mann. Þeir komu fimm í stórum cadillac — og á þann hátt varð Banda- ríku stjórninni loks kunnugt um hernaðaráætl- un Prætorius. En það var á síðustu stundu! Georg Dasch var nokkrum dögum síðar á Hótel Millard, sem er nálægt skrifstofum Hoovers, ásamt Traynor og heilum hóp leynilögreglumanna og vélrit- ara, sem voru að skrifa allt upp um hernaðar- NÝTT SOS ------------- 17

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.