Nýtt S.O.S. - 01.01.1961, Blaðsíða 18

Nýtt S.O.S. - 01.01.1961, Blaðsíða 18
aðgerð Prætorius eftir frásögn Dascli. Þár spyr Dashc allt í einu: — Hvers vegna senduð þið eiginlega fimm menn eftir mér í stað eins? — í sannleika sagt ,Georg, svaraði Traynor og hló — ég hélt, að þarna væri um vitfirring að ræða, og sendi fimm menn í því tilfelli að hann yrði að takast og setjast á vitfirringahæli. Jafnvel nú finnst mér sagan öll eins og frásögn og verk brjálaðs manns. Styrjöldin fyrr búin. Þannig leit allt út fyrir að ætla að ganga vel fyrir hermdarverkamanninum Georg Dasch sem vegna sniðugheita sinna losnaði við að verða gripinn sem grunaður — með dauðann sem afleiðingu, þar sem enginn lögreglumaður til þessa hafði gjört sér það órnak að skrifa nið- ur játningar hans, ekki einu sinni nafn hans, svo að „uppgjöf“ hans var hvergi staðfest. En það gekk nú ekki alveg þannig. Dagana 19.-24. júní sarndi hann játningu sína. Herbergi hans var einskonar aðalstöðvar, — og hvílík feikn vissi hann ekki, sem enn var hulið Bandaríkjamönnum! Þessi 39 ára gamli maður, sem aldrei hafði staðið í neinum veru- legum stórræðum eða komizt hátt til valda, hafði rnikla athyglisgáfu og glöggan skilning Allt það, sem hann ljóstaði upp árið 1942 við- víkjandi hermannafjölda þýzka hersins og vopnabúnaði hans í Rússlandi, um varnir Lori- ent, frönsku herskipahafnarinnar, um þýzka flugherinn getu hans og varnarmátt, um bar- dagaaðferð þýzku kafbátanna og hernaðarmátt — allt sýndi þetta sig síðarmeir að vera nákvæm- lega rétt í öllum atriðum. Hann hafði góðar upplýsingar um Wernher von Braun (eldflauga- sérfræðinginn, sem nú er fremsti maður í geimrakettusmíði Bandaríkjanna) og tilraunir hans í Pinemúnde með V-skeytið. I dag er það almenn álit herfróðra manna, að hefði bandaríska herstjórnin viljað hafa fulla tiltrú til Georgs Dasch, og notfæra sér upplýs- ingar hans, hefði jrað stytt styrjöldina allmikið. Hvað sem því líður, gerðu upplýsingar hans viðvíkjandi kafbátaflota Þjóðverja og tækni, NÝTT SOS það að verkum, að Bandaríkjamenn endurskipu- lögðu kafbátaflota sinn, og looftfloti þeirra fékk svo nákvæmar upplýsingar um hernaðar mikil- væga staði hjá Þjóðverjum og varnarmátt þeirra að flugfloti bandamanna gat tekið upp miklum mun árangursríkari árásir. Frægðarljóminn — 09 fallið. í fimm daga Iiafði Georg Dasch notið hylli Ameríkumanna og alltaf virtist sól hans hækka á frægðarhimninum. En sjötta daginn var hann handtekinn og varpað í fangelsi. Han varð bókstaflega lamaður við þetta áfall. — Já, en hvað á þetta að þýða, herrar mínir! hrópaði hann gramur. — Hversvegna fangelsið jrér mig? Þetta er óþokkaskpur! Hef ég ekki þjónað yður af fúsum vilja og málstað frelsis- ins með því að gefa mig þegar í stað fram, í stað þess að fleygja sprengjum út um alla New York! En það var ekkert á rnóti örvilnun hans, þeg- ar hermaðurinn, sem gætti fangaklefa hans, sýndi honum dag einn amerískt blað, sem birti mynd áf lionum og alla sögu hans um hermdar- verkaáætlunina sem uppsláttargrein á forsíðu. Hann starði stjarfur á blaðið. Loks gat hann sagt: — Þegar ég undirskrifaði frásögn mína, var það með því skilyrði, að henni væri haldið fullkomlega leyndri. Og nú veit allt Þýzkaland þetta, — veit að ég er svikari. Móðir mín! Kon- an mín! Allir ættingjar rnínir í Þýzkalandi! Fjölskyldur félaga rninna! Vitið þið þá ekki, hvað bíður alls þessa fólks í Hitlers-Þýzkalandi? Peter Burger og Georg Dasch, sem báðir höfðu gefið sig frarn „af frjálsum vilja“, sluppu með ævilangt fangelsi, en voru látnir lausir að skipun Trumans 1-948, Jrremur árum eftir lok styrjaldarinnar. Hinir sex sakborningarnir í hóp I og II, sem fljótlega náðust, en höfðu þó haft tíma til að kaupa sér ný föt — sýnilega sameiginlegt áhugamál — komu ekki til með að hafa mikla ánægju af hinum ríflegu fjármun- um, sem Jreir höfðu handa á milli; þeir voru allir teknir af lífi. Eftir að vera látinn laus, hvarf Peter Burger 18

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.