Nýtt S.O.S. - 01.01.1961, Blaðsíða 22

Nýtt S.O.S. - 01.01.1961, Blaðsíða 22
tilbúin og flekar leystir. Ef illa tekst til, verða höfð snör handtök til þess að bjarga stýrimann- inum. Rauða bakborðsljósið hverfur, siglingaljósið dansar yfir haffletinum nokkra stund. Þá kem- ur græna stjórnborðsl jósið í sjónmál og nú sézt, hvar Turmoil kemur á hægri ferð bak við Flying Enterprise. Hann beinir sterkum ljóskastara á skutþiljur skipsins og brúna. Carlsen skipstjóri blindast sem snöggvast af þessu sterka ljósi. Turmoil þokast nær og nær, framskipið gnæfir hátt upp úr sjó. Nú sést hreyfing á framþilfari Turmoils. Þar eru áll- margir menn. Það lítur næstum svo út, sem Turmoil ætli að sigla á Flying Enterprise. En jafnt og þétt dregur úr ferð hans, og hærra og hærra gnæfir framskipið. Metra eftir metra fær- ist Turmoil nær Flying Enterprise að aftan. Carlsen, sem rígheldur sér með vinstri hendi, fylgist með leiknum af slíkum spenningi, að hann næstum stendur á öndinni. Nú eru ekki nema tæpir þrír metrar sem skilja stefni og skut þessara tveggja skipa. Sælöðrið leikur um Carlsen skipstjóra, þar sem hann bíður þess, er verða vill. Turmoil sígur að framan, en skutur Flying Enterprise rís eins og þrár hest- ur, sem prjónar. Svo lyftist Turmoil að nýju og gnæfir yfir afturhluta Flying Enterprise. Hátt óp kveður við og stór skuggi svífur í loft- inu. Þessi skuggi er maður. Hann stefnir beint á borðstokkinn og tvær hendur grípa utan um hvítmálað járn. Svo sveiflar ltann sér inn á þil- farið og réttir Carlsen höndina: „Shake hands, Captain! Here I am! Góðan- daginn, skipstjóri! Þá er ég kominn!" kallar hann. Carlsen hafði bókstaflega staðið á öndinni af ótta yfir því, hvernig manninum mundi reiða af, sem lagði út í þetta fífldjarfa stökk milli skipa. En svo sagði hann þá: „Það gleður mig ákaflega að sjá yður!“ Meira fékk hann ekki mælt í bili. Svona komst hann þá um borð í Flying Ent- erprise, hann Kenneth Dancy, sonur póstaf- greiðslukonunnar í Hook Green. Dapurleg varðstaða hins dugmikla skipstjóra mundi þá brátt á enda. 22 ---------- NÝTT SOS Á LEIÐ TIL HAFNAR. Aðfararnótt 5. janúar var enn stormur á haf- inu. Þessa nótt kom tundurspillirinn Willard Keith og franska dráttarskipið Abeille 25. Hins- vegar siglir tundurspillirinn John W. Weeks á brott, en hann hafði ekki vikið af verðinum í fulla viku. í dögun var kastlínu skotið frá Turmoil að Flying Enterprise. Skotið lieppnaðist, og þrátt fyrir mikinn sjógang var hægt að festa dráttar- taugina. Carlsen og Dancy voru örþreyttir en hamnigjusamir, er þeir loks gátu gefið dráttar- bátnum merki um, að nú væri allt tilbúið. Klukkan 9 árdegis, er Dan Parker lætur 750 m. langa dráttartaugina renna út hefst dráttur- inn. Nú er um að gera að fara sem hægast af stað. „Tíu snúningar í viðbót!" kallar Parker skipstjóri. Tíu snúningum er bætt við. Dráttarvírinn lyftist upp úr sjó, það stríkkar á honum, en samt er ekki enn byrjað að toga. „Tíu í viðbót!“ Þetta er endurtekið nokkrum sinnum. Loks, eftir ótal liandtök í vélasal, er sigið af stað með mjög hægri ferð .Parker þarf á allri stjórnlist sinni að halda, því alltaf má búast við, að dráttartaugin slitni. Svo þokast þá þessi ömur- leega lest af stað. Það er stór stund fyrir Carlsen skipstjóra, er hann finnur að skip hans er komið á hreyf- ingu — farið af stað. Þá er hann þess fullviss, að hann hefur ekki erfiðað til einskis. * Klukkustund eftir klukkustund þokast lestin áleiðis. Á laugardag kl. 9 fyrir hádegi, er hún stödd um 250 sjómílur frá strönd Bretlands, þ. e. yzta odda þess, Cape Lands End. Tundurspillirinn Willard Keith og franski dráttarbáturinn Abeille 25, fylgdu skipunum, ef svo kynni að fara, að aðstoð þeirra yrði nauð- synleg. Um klukkan 10 árdegis kallar skipherrann á tundurspillinum upp skipstjórann á Flying Enterprise: „Heyrið þér, Carlsen, við sjáum einhvern

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.